Laugardagur 19.03.2011 - 16:08 - Rita ummæli

Ef snjóar í júlí …

Ef snjóar í júlí þá þarf ég KANNSKE að moka útitröppurnar. Þetta er sambærileg röksemdarfærsla og nú er komin á kreik um MÖGULEGT framlag ríkisins til Íbúðalánasjóðs vegna HUGSANLEGRA afskrifta á næstu árum.

Íbúðalánasjóður hefur reiknað út hverjar HÁMARKSAFSKRIFTIR gætu HUGSANLEGA orðið ef ALLIR þeir sem MÖGULEGA geta nýtt sér afskriftir íbúðalána í 110% fái slíkar afskriftir miðað við að markaðsverð sé það sama og fasteignamat – einnig að ÖLL leigufélög sem reka leiguhúsnæði fara á hausinn – og að FJÖLDAGJALDROT fjölskyldna í landinu nái mögulegu hámarki.

Einnig að EKKERT  af eignum sem sjóðurinn mun eignast í fjöldagjaldþrotum og gjaldþrotum leigufélaga – seljist á hærra verði en krafa Íbúðalánajóðs og geti þannig staðið undir áhvílandi lánum Íbúðalánasjóðs á viðkomandi eign í endursölu til lengri tíma.

Vissulega er fræðilegur möguleiki á að þetta geti allt farið svona til andskotans – en er það ábyrgt að halda því fram í fjölmiðlum að þessi allra versta mögulega staða SÉ RAUNSTAÐA og því líklega AFSKRIFTARÞÖRF sjóðsins?

Og er ástæða á sama tím að halda eigin fé Íbúðalánasjóðs í 5 CAD – sem ekki er lögboðið – og engin nauðsyn til?

Ég skil að ágætir nýir stjórnendur Íbúðalánasjóðs vilji hafa vaðið fyrir neðan sig. Þess vegna láta þeir reikna VERSTU MÖGULEGU STÖÐU!  Eðlilega. Það hefði ég líka gert. … en að það sé líklega staða – það efast ég um.

Ég held því fram að það sé líklegra að ég þurfi að moka útidyratröppurna af kafsnjó í júlí en að ofangreind staða komi upp.

Ég er líka nokkuð viss um að ég geti lagt snjóskóflunni ekki síðar en um miðjan júní.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur