Ef snjóar í júlí þá þarf ég KANNSKE að moka útitröppurnar. Þetta er sambærileg röksemdarfærsla og nú er komin á kreik um MÖGULEGT framlag ríkisins til Íbúðalánasjóðs vegna HUGSANLEGRA afskrifta á næstu árum.
Íbúðalánasjóður hefur reiknað út hverjar HÁMARKSAFSKRIFTIR gætu HUGSANLEGA orðið ef ALLIR þeir sem MÖGULEGA geta nýtt sér afskriftir íbúðalána í 110% fái slíkar afskriftir miðað við að markaðsverð sé það sama og fasteignamat – einnig að ÖLL leigufélög sem reka leiguhúsnæði fara á hausinn – og að FJÖLDAGJALDROT fjölskyldna í landinu nái mögulegu hámarki.
Einnig að EKKERT af eignum sem sjóðurinn mun eignast í fjöldagjaldþrotum og gjaldþrotum leigufélaga – seljist á hærra verði en krafa Íbúðalánajóðs og geti þannig staðið undir áhvílandi lánum Íbúðalánasjóðs á viðkomandi eign í endursölu til lengri tíma.
Vissulega er fræðilegur möguleiki á að þetta geti allt farið svona til andskotans – en er það ábyrgt að halda því fram í fjölmiðlum að þessi allra versta mögulega staða SÉ RAUNSTAÐA og því líklega AFSKRIFTARÞÖRF sjóðsins?
Og er ástæða á sama tím að halda eigin fé Íbúðalánasjóðs í 5 CAD – sem ekki er lögboðið – og engin nauðsyn til?
Ég skil að ágætir nýir stjórnendur Íbúðalánasjóðs vilji hafa vaðið fyrir neðan sig. Þess vegna láta þeir reikna VERSTU MÖGULEGU STÖÐU! Eðlilega. Það hefði ég líka gert. … en að það sé líklega staða – það efast ég um.
Ég held því fram að það sé líklegra að ég þurfi að moka útidyratröppurna af kafsnjó í júlí en að ofangreind staða komi upp.
Ég er líka nokkuð viss um að ég geti lagt snjóskóflunni ekki síðar en um miðjan júní.
Rita ummæli