Ef marka má þrálátan orðróm um að Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hyggist bjóða sig fram gegn Birki Jóni Jónssyni varaformanni flokksins og oddvita Framsóknar í Norðausturkjördæmi þá er sá vopnaði friður sem ríkt hefur innan Framsókn að líkindum úti.
Birkir Jón hefur lagt sig fram um að styðja við bak Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og oft á tíðum gefið eftir í ýmsum málum til að halda friðinn og tryggja samhenta forystu. Birkir Jón hefur því ekki látið finna fyrir sér í krafti stöðu sinnar sem varaformaður Framsóknarflokksins ólíkt til dæmis Gunnari Braga Sveinssyni formanns þingflokks Framsóknar.
Gunnar Bragi hefur verið óhræddur að taka slagi innan flokks og þess vegna gengið þvert á stefnu flokksins og skapað þannig ólgu meðal þess hluta flokksmanna sem ekki er sammála áherslum hans.
Nú virðist sem þessi samvinnustefna Birkis Jóns sé að koma í bakið á honum – ef það er rétt að Vigdís sé að undirbúa framboð til varaformanns. Vigdís og stuðningsmenn hennar virðast líta á samvinnustefnu Birkis Jóns sem veikleikamerki – en horfa fram hjá styrkleika Birkis Jóns sem hefur valið að leggja áherslu á samheldni í flokknum.
Birkir Jón er hins vegar sýnd veiði en ekki gefin. Ef Vigdís ætlar virkilega að hjóla í varaformanninn – þá gæti hún verið að vekja siglfirskt ljón sem mun heldur betur láta finna fyrir sér. Hinn dagfarsprúði Birkir Jón er nefnilega ekkert lamb að leika sér við þegar hann er í baráttuham. Þar getur jafnvel hin vígfúsa Vigdís bliknað í samanburði.
Ég mæli með því að Vigdís raski ekki ró ljónsins – og leggi áherslu á samheldni núverandi flokksforystu.
Hugsanlega er þessi orðrómur ekki á rökum reistur. Þá er eins gott að Vigdís leiðrétt orðróminn strax.
Hallur þessi orðrómur sem þú ert að vísa í hefur maður hvergi heyrt eða séð nema í kjaftadálknum “ Orðið á götunni“ sem virðist orðinn einshverkonar dálkur fyrir Steingrím Sævar og aðra framsóknarmenn á Pressan.is til að koma af stað óeiningu innan eigin flokks. Það er slæmt að missa völd og manni sýnist að gamla flokkseigendafélagið í Framsókn sem nú rekur Pressan.is og Eyjan.is sé að nota þessa miðla til að hefna fyrir að vera að missa völdin í flokki sínum. þetta eru gömlu taglhnýtingarnir hjá halldóri Ásgrímssyni. Ég held að þú getir alveg sofið vært fyrir þessum orðrómi.
Heiða.
Ég sef sallarólegur!
Vekur athygli mína að stundum veistu nánast allt um Framsókn – og stundum þykistu lítið sem ekkert vita.
Ég get upplýst þig um að ég hafði heyrt af þessu úr nokkrum áttum úr Framsóknarflokknum – frá mismunandi aðiljum sem ég get fullvissað þig um að tala ekki mikið saman – og það áður en þetta fór í loftið á Eyjunni.
Ef enginn fótur er fyrir þessu – þá ætti Vigdís að staðfesta að svo sé – og málið þá dautt.
En þar sem er reykur – þar er oftast eldur.
Sæll nafni.
Ekki er ég Framsóknarmaður, en hef oft á tíðum fundið til samhljóms í minni pólitísku sál með ýmsu sem frá Framsókn hefur komið.
Tíðindi þau sem þú setur hér fram í spurnarstíl er ógnvekjandi, bæði Sigmundur Davíð og Vigdís eru óalandi á opinberum vettvangi þau ala á sundrungu og rífa og tæta niður allt sem frá öðrum en þeim kemur. Á þeim tímum sem við lifum er mikil þörf fyrir yfirvegun ekki síst í kastljósi fjölmiðla, það hefur þessum einstaklingum ekki tekist.
Það er því kvíðavænlegt ef á toppi Framsóknar verði öskur og æsinga par.
Bið allar góðar vættir að forða því.
Framsóknarflokkurinn er þráhyggja þeirra sem þar hafa alið manninn allt of lengi.
Mér heyrðist á Vigdísi á Bylgjunni að það sé miklu meira en flugufótur fyrir þessum „orðrómi“.
Er það bara ekki jákvætt að einstaklingar eru tilbúinir að taka að sér krefjandi verkefni.
Ekki hefur fylgið við Framsóknarflokkinn a.m.k verið að aukast og spuring að breyta til í forystunni og þá er ég ekki tala um Guðmund Steingrímsson.
Gunnar Bragi þingflokksformaður Framsóknar algerlega í karakter og tekur einarða afstöðu strax. Styður Sigmund, Birki Jón og Eygló í forystu Framsóknarflokksins. Kemur fram á Facebook.
Sigmundur Davíð, Birkir og Eygló sóma sér vel í forystu flokksins. Ung og baráttuglöð og mótframboð ástæðulaust eins og sakir standa. Vigdís gerði vel með því að þagga niður allar vangaveltur um framboð til varaformanns. Hún á ekki erindi í það embætti; er vissulega harðskeytt í umræðum en þarf að slípa aðeins málflutninginn og sýna af sér meiri yfirvegun. Hávaði er ekki lausnarorðið nú um stundir. Með meiri reynslu, vandaðri málatilbúnaði og glaðbeittari framkomu getur hennar tími komið en hann er ekki kominn. Framsókn hefur oft og iðulega liðið fyrir bræðravíg og það væri óvinafagnaður að rugga bát sem er á þokkalegri siglingu.
Undir það skal tekið, að Gunnar Bragi stendur sig vel sem þingflokksformaður. Málefnalegur og ágætur ræðumaður og baráttuglaður ef svo ber undir.
Það er svo undarlegt, að nafn Guðmundar Steingrímssonar ber stundum á góma í athugasemdum hér á Eyjunni sem hugsanlegs forystumanns í Framsóknarflokknum. Grunsemdir hafa vaknað um að fyrrum félagar hans í Samfylkingunni læði þessari hugmynd annað slagið inná á athugasemdasíðurnar. En sjálfsagt er það tilbúningur og slúður eins og blaðrið um framboð Vigdísar.
Guðmundur Steingrímsson hefur á tveggja ára þingmannsferli ekki sýnt neitt af sér í stjórnarandstöðu sem heillað hefur framsóknarmenn, hvorki með kraftmiklum málflutningi á þingi né yfirhöfuð sýnt fyrir hvað hann stendur í pólitík. Að hann sé til forystu fallinn má líkja við mýraljós. Ekkert nærtækt eða fast í hendi, bara eitthvað óljóst og þoku hulið.
GSS.
Hvar þaggaði Vigdís niður vangaveltur um framboð til varaformanns? Hún sló heldur betur í á Bylgjunni i dag?
Hafi hún gefið út að hún sé hætt við – þá er það gott. Framsóknarflokksins vegna.
Skil reyndar ekki þessar vangaveltur þínar um Guðmund Steingrímsson – einn af ágætum þingmönnu Framsóknar. Það er alveg á hreinu að hann hefur ekki verið að sækjast eftir sæti í forystusveit Framsóknar – hvað sem seinna verður.
Mér þykir vænt um að þú teljir Vigdisi unga – 46 ára – einungis 3 árum yngri en ég! Þá er ég ekki eins gamall og ég hélt 🙂
En að þú teljir að framboðshugleiðingar Vigdísar hafi verið slúður – þótt hún hafi mögulega einhversstaðar dregið það til baka – þykir mér dálítið bratt 🙂
GSS.
Bendir þessi færsla á facebook Vigdísar til þess að um slúður sé að ræða?
Vigdís Hauksdóttir - hef einfaldlega ekki gert upp hug minn – í þessari nýju stöðu sem upp er komin …
fyrir 2 klst. síðan · Líkar þettaLíkar ekki við · 1 manneskjaGudrun Jonsdottir kann að meta þetta..
Hvað eru allir þessir kjúklingar að bulla.