Egypskar konur voru áberandi í baráttunni fyrir alvöru lýðræði í Egyptalandi – baráttu sem varð til þess að Mubarak hrökklaðist frá völdum og ný ríkisstjórn tók við völdum – til bráðabirgða þó. Það er áhyggjuefni að í nýju ríkisstjórninni er einungis ein kona – og embætti hennar er ráðuneyti alþjóðlegra þróunarmála. Á alþjóðadegi kvenna er ljóst að „stóru strákarnir“ […]
Alveg er það frábært að fylgjast með hraðri þróun kvennafótboltans á Íslandi – og ekki hvað síst sterku landsliði sem hefur á nokkrum dögum lagt nokkrar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims. Nú er það úrslitaleikurinn við Bandaríkin á miðvikudag! Silfrið á Algarver mótinu er tryggt. Gullið möguleiki! Frábær árangur.
Það er eðlilegt og nauðsynlegt að bændur og samtök þeirra hafi efasemdir um mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að bændur og samtök þeirra leggi áherslu á að staða og framtíð íslensks landbúnaðar sé tryggð – hvort sem Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að bændur byggi […]
„Sjálfhverfir júristar og sægreifar hafa verið áberandi í líflegri umræðu um sameign þjóðarinnar á auðlindum Íslands. Sægreifarnir sjálfhverfu hafa látið sem fiskurinn í sjónum sé eina náttúruauðlind Íslendinga og að þeir hafi nánast yfir að ráða þinglýstu afsali af hverri einustu styrtlu innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Sjálfhverfu júristarnir hafa látið sem þeir ættu sjórnarskránna. Hvoru tveggja er […]
Bezti flokkurinn og bakhjarl hans í borgarstjórn hafa gefið starfsfólki grunnskóla og leikskóla Reykjavíkurborgar löngutöngina. Ég var svo barnalegur að halda að sameiningar og aðrar breytingar á skipulagi grunnskóla og leikskóla hefðu að einhverju leiti verið unnar með starfsfólki skólanna. Svona í anda samvinnustjórnmála sem iðkuð voru í tíð Hönnu Birnu sem borgarstjóra og skiluðu milljarða […]
Öskupokarnir eru komnir á loft á ný – nú til styrktar góðu málefni. Hjálparfélagið Sóley og félagar hvetja kaupmenn og aðra að festa kaup á öskupokum til styrktar munaðarlausum börnum í Togo og afhenda börnum á öskudaginn í stað þess að dreifa sælgæti sem er seinni tíma siður hér sunnan heiða. Sóley og félagar sem […]
Framsóknarflokkurinn verður að fara að gera upp við sig hvort hann ætlar áfram að skipa sér í sveit með frjálslyndum flokkum í Evrópu – og reyndar heiminum öllum. Framsóknarflokkurinn var um áratugaskeið virkur í samstarfi frjálslyndra flokka. Steingrímur Hermannsson var til að mynda varaforseti Liberal International – alþjóðasamtökum frjálslyndra flokka og beitt sér þar. Framsóknarflokkurinn hefur lengst […]
Íslenska þjóðin var rétt nýbúin að hafna skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar þegar Bezti flokkurinn og bakhjarl hans í borgarstjórn ákvað að auka enn á skattpíningu Reykvíkinga. Finnum við samhljóm með ósamhljómi á Íslandi og Norður-Afríku?
Ég styð Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í því átaki sem hún hefur hleypt af stokkunum og felst í aðgerðum til að auka útbreiðslu birkiskóga á Íslandi. Umhverfisráðuneytið segir að með verkefninu sé stefnt að því að friða land fyrir beit í nágrenni birkiskóga, sér í lagi þar sem skógurinn getur breiðst út án verulegra annarra aðgerða […]