Vissuð þið að í Skagafirði eru um 1400 einstaklingar sem eiga mikilvægasta atvinnufyrirtæki byggðarlagsins – fyrirtæki sem hefur lagt sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda atvinnu í byggðalaginu? Vissuð þið að lunginn úr þeim fiskveiðikvóta sem Skagfirðingar hafa afnot af er ekki í eigu „kvótakóngs“ heldur þessara 1400 einstaklinga? Vissuð þið að Skagfirðingar […]
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stefnir að einkavaæðingu Íbúðalánasjóðs. Það liggur klárt og skýrt á borðinu. Nú er að sjá hvort vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fer að vilja Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eða hvort hún tryggur áfram tilvist Íbúðalánasjóðs í þeirri mynd sem hann hefur starfað frá 1999. Í fjórðu endurskoðun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna efnahagssmála á Íslandi segir: „Sérstaklega mun […]
Það var flokkspólitík sem drap samningaviðræður ASÍ og SA. Forysta ASÍ er framlenging á Samfylkingunni – og hluti þingmanna Samfylkingar er framlenging ASÍ. Samtök Atvinnulífsins er framlenging mismunandi hluta Sjálfstæðisflokks – kvótakónga og annarra. Mismunandi flokkspólitískir hagsmunir þar sem pólitískt bakland ASÍ og pólitískt bakland SA sem hafa nýverið tekist á á Alþingi – tókust á […]
Samvinnustjórnmál voru rekin með góðum árangri í borgarstjórn Reykjavíkur í tíð síðari meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Samvinnustjórnmálin gengu upp af því að VG og Samfylking tóku þátt í þeim. Mál voru unnin í náinni samvinnu meirihluta og minnihluta og það náðist breið samstaða um mörg mikilvæg mál. Það þýddi ekki að allir væru sammála og að […]
Við eigum að hleypa ESB svínum til Íslands. Dauðum. En í heilum skrokkum eingöngu. Og svo fremi sem 100% öruggt sé að svínin beri ekki með sér smitandi dýrasjúkdóma. Á móti eigum við að tryggja íslenskum lömbum hindrunarlaust aðgengi að ESB löndum. Íslenskum rollum líka. Hvernig? Jú, með því að semja við ESB um að […]
Staðan í íslenskum stjórnmálum er nú svipuð og fyrir 100 árum þegar gömlu flokkarnir sem tókust á um heimastjórnarmálin voru orðnir úreltir og flokkakerfið stokkaðist upp. Upp úr þeirri uppstokkun mótaðist í grunninn það flokkakerfi sem við höfum búið við síðan og staðist fjölmörg áhlaup, klofninga og nýja flokka. Núverandi flokkakerfi er jafn úrelt og […]
Evrópuráðið sem ber ábyrgð á starfi hins nýja Evrópuvettvangs milli aðalfunda er fullskipað eftir stofnfund Evrópuvettvangsins – EVA – í kvöld. Evrópuráðið er skipað 27 einstaklingum sem kjörnir voru á stofnfundinum. Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild […]
Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn í kvöld í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu […]
Ég er afar hugsi yfir gegndarlausum þjóðernisrembingi á fámennu flokksþingi Framsóknarflokksins. Eitt er heilbrigð þjóðhyggja. Annað þegar spilað er á þjóðernisrembing. Slíkt er reyndar þekkt pólitískt bragð í kreppu en sæmir ekki frjálslyndum umbótaflokki.
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt og Landssamband sauðfjárbænda hélt aðalfund sinn á sama tíma og sama stað. Í Bændahöllinni. Tilviljun? Flokksþing Framsóknar hófst á föstudagsmorgni. Aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda lauk á föstudagskvöld með veglegri veislu í Súlnasal Hótel Sögu – sama sal og Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Tilviljun? Hótel Saga var full af sauðfjárbændum og Framsóknarmönnum […]