Mánudagur 02.05.2011 - 13:21 - 6 ummæli

Borgin bregst Kjalnesingum

Reykjavíkurborg hefur brugðist Kjalnesingum. Kjalarnes hefur verið útundan hjá borginni. Enda frekar langt frá lattelepjandi liðinu í 101.

Það nýjasta er að loka móttökustöð Sorpu á Kjalarnesi. „Sparnaður Sorpu nemur hluta kostnaðar við endurnýjun bíls forstjórans. Hins vegar mun tvöfaldur sá kostnaður leggjast á íbúana vegna ferða með sorp í næstu endurvinnslustöð.“  segir Ásgeir Harðarson Kjalnesingur.

Það ekki bara langt í næstu móttökustöð Sorpu. Vegakaflinn af Kjalarnesi – þar sem gjarnan er frekar hvass – yfir í Mosfellsbæinn er ekki alveg sá besti fyrir kerrur fullar af kjalnesku sorpi. Umferðaþunginn oft gífurlegur og einungis ein akrein í hvora áttina.

Því miður er þetta ekki eina dæmið þar sem borgin bregst Kjalnesingum

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Haukur Kristinsson

    Vá, þetta gengur auðvitað ekki. Að þurfa að keyra nokkra km og það kannski í vondu veðri. Aumingja fólkið.

  • Þjóðvegur 1 af Kjalarnesi í Mosfellsbæ er ljómandi góður. Þú veist að það er búið að malbika hann er það ekki?

  • Hallur Magnússon

    Haukur og Einar. Ég veit ekki með ykkur – en ég ek oft þennan kafla. Hann er gersamlega vonlaus – meira að segja í logni – þegar umferð er mikil. Sem er oft.

    Nógu mikið vesen er með tjaldvagnana og fellihýsin. Í logni. Hvað þá í roki. Ekki á bætandi að bæta við ruslflutningum – en þeir fara gjarnan fram í frítíma fólks – einmitt þegar umferðakássan er algjör.

    Þar fyrir utan – þá er þetta ekki bara spurning um þetta óhagræði – heldur landlæga óvirðingu latteliðsins í 101 gagnvart Kjalnesingum.

  • Er það innlegg í umræðuna að tala um lattelepjandi lið

  • Alfred Jónsson

    Latteliðið?
    Hvaða helvítis bull er þetta Hallur?

    Er einhvern veginn öðru vísi fólk sem býr í póstnúmerinu 101 heldur en á hinu göfuga Kjalarnesi? Hvað hefur þetta fólk gert þér og hvað með það þó að einhverjir séu hrifnir af því að búa í miðborg Reykjavíkur (ég bý ekki þar og hef aldrei gert en mér ofbýður þessi fordómafulla orðræða)
    (Hvar er annars sorpustöð í 101? )

    Það eru kostir og gallar við allt, fyrir þá sem hafa VALIÐ sér að búa á Kjalarnesi eru kostirnir nálægð við náttúruna, lítið af fólki, lítil umferð osfrv. gallarnir eru minni fólksþéttleiki og þar að leiðandi minni þjónusta, minni verslunarmöguleikar osfrv. Það að halda að hægt sé að halda úti sömu þjónustu á utkanti borgarinnar þar sem fáir búa og afar dýrt og óhagkvæmt er að reka þjónustueiningar er bara ekkert annað en fáránleg heimtufrekja og það væri slæm nýting á fjármunum skattborgarana að bjóða upp á sömu þjónustu og á þéttbýlli svæðum.

  • Hallur Magnússon

    Það er ekki að undra að Kjalnesingar eru að tala um að kljúfa sig aftur frá Reykjavík.

    Hvaða viðkvæmni er þetta fyrir lattelepjandi liðinu í 101?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur