Mánudagur 30.05.2011 - 20:50 - 46 ummæli

„Eyjabakkar“ Jóns Gnarr

Það mætti halda að náttúruperlan „Eyjabakkar“ væru nú staðsett í Laugardalnum norðan gatnamóta Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Allavega ef marka má heilaga vandlætingu tuga fólks sem hefur ómakað sig við að hrauna yfir mig fyrir þá ábendingu að rétt væri að skipuleggja tímabundin bílastæði í Laugardalnum þegar fyrirsjáanlegt er að dalurinn fyllist af barnafjölskyldum vegna íþróttamóta á íþróttavöllum og hátíðarhalda í Fjölskyldugarðinum í stað þess að siga lögreglu og stöðumálavörðum á barnafólk.

Frekar skal þvinga barnafólkið gangandi yfir 4 akreina umferðæð með tilheyrandi hraðakstri en að leysa málið á skipulegan og einfaldan hátt.

„Náttúruperlan“ sem sem verja skal af þessari vandlætingu – og á köflum heift – er á myndinni hér að neðan:

Hin dýrmæta náttúruperla þar sem alls ekki má skipuleggja tímabundin bílastæði 5 - 7 sinnum á sumri!

Mögulega er hluti heiftarinnar sú að ég tákngerði Jón Gnarr borgarstjóra sem tákn borgaryfirvalda – en eins og allkunna er þá fara margir þeirra sem áður hreyttu persónulegum óhróðri yfir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra  þegar hún gegndi embætti borgarstjóra – gersamlega af límingunum þegar borgaryfirvöld eru tákngerð í Jóni Gnarr. Ég ætla samt að halda áfram að nota Jón Gnarr borgarstjóra sem tákngerving borgaryfirvalda í pistlum mínum – veit hann hefur húmor fyrir því.

En aftur yfir í bráðabirgðabílastæðin.

Ég leyfði mér einnig að benda á þá óhæfu þegar lögreglu er sigað með sektarblokkina á akandi barnafólk í Víkinni sem ekki komst að í þeim 65 merktu stæðum sem þar eiga að sinna bílastæðaþörf alls íþróttasvæðisins í Víkinni – íþróttasvæði Víkinga í Fossvogi.

Það var nánast eins og ég hefði guðlastað að leggja það til að þegar stórir íþróttaviðburðir eru í Víkinni – eins og til dæmis KFC mótið sem hundruð ungra barna taka þátt í – að þá yrði tímabundið heimilað að leggja á grasflatir og við götur neðst í Víkinni – sem á öðrum tímum er bannað að leggja.

Já og að bílastæðin yrðu skipulögð – sem einfalt er að gera.  Svona eins og þarf að gera í Laugardalnum – þar sem td. er mikilvægt að breyta miklu fleiri bílastæðum næst inngangi Fjölskyldugarðsins í bílastæði fyrir fatlaða – þegar stórviðburðir eru í gangi – og nota „Eyjabakka“ Jóns Gnarr* undir tímabundin bílastæði fyrir almenning.

Nei. Svona ábendingar um betra skipulag og að koma á móts við barnafjölskyldurnar – þær eru nánast þjóðhættulegar.

Það ætti kannske að sekta kallinn fyrir að detta þetta í hug!

*Jón Gnarr er hér tákngervingur borgarkerfisins og ber ekki að taka þetta sem persónulega athugasemd við borgarstjórann – þótt hann hafi vald til þess að koma æskilegum breytingum af stað. Þetta er sérstaklega tekið fram fyrir þá áður hraunuðu yfir persónu fyrri borgarstjóra án þess að blikna – en fara af límingunum ef Jón Gnarr er tákngerður sem borgarkerfið.

Næsti pistill mun bera heitið „Barnaslys í boði borgarinnar?“*

* Takið eftir að ég nota hér ekki fyrirsögnina „Barnaslys í boði Jón Gnarr?“.  Því þótt Jón Gnarr sé tákngervingur borgarkerfisins og ekki beri endilega að taka það sem persónulega athugasemd við borgarstjórann þótt nafn hans sé notað í því skyni   – þá vildi ég taka tillit til tilfinninga þeirra fjölmörgu sem  áður hraunuðu yfir persónu fyrri borgarstjóra án þess að blikna – en fara af límingunum ef Jón Gnarr er tákngerður sem borgarkerfið.  Enda veit ég að Jón Gnarr er allur af vilja gerður til að koma í veg fyrir „barnaslys“ ef hann getur. Og hann getur það – og mun væntanlega grípa til ráðstafana til að koma fyrir slík slys – í kjölfar næsta pistils.

Stay tuned!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (46)

  • Ef ég væri mannæta myndi ég aldrei borða þig …alltof bitur.

  • Þú og Skafti Harðar, slöppustu og mest petty bloggarar á landinu

  • Friðrik Tryggvason

    Steini! viltu biðja hann Skafta afsökunnar! Hann er ekki allveg svona petty þótt hann sé slæmur!

  • Hallur Magnússon

    Pétur.

    Þetta er bara alls ekki rétt hjá lögreglunni. Mögulega voru ennþá einhverjum bílum ólöglega lagt hinummegin í Laugardalnum þegar þessi mynd var tekin – en þessi stæði voru meira og minna full undir hádegi á laugardag þegar þau börn sem kepptu um morguninn voru að taka við verðlaunum og þau börn sem kepptu eftir hádegi voru að koma – auk þess sem Fjölskyldugarðurinn var að fyllast.

    … og ef þetta hefði verið ástandið – hefði þá ekki verið nær að láta eins og eina sektarmiðalöggu beina umferð inn á þetta svæði í stað þess að láta umferðina streyma inn í Laugardal?

    Nei, vegna manneklu við að skrifa sektarmiða var það ekki hægt!

    Halló!

    Þið hinir húmoristarnir. Talandi um málefnalega umræðu …

  • Ein pæling hérna. Hvað myndi þér finnast eðlilegt á þeim stöðum þar sem eru t.d. engir grasvellir fyrir bíla til að leggja á. KR heimilið er gott dæmi um stað þar sem fá bílastæði eru í boði og þá leggja einstaklingar bílunum sínum undantekningarlaust upp á gangstéttina. Er þá í lagi að sekta þá?

  • Hallur Magnússon

    Egill.

    Að sjálfsögðu á að skipuleggja kring um stóra íþróttaviðburði tímabundin bílastæði þar sem því verður komið við með því að afnema tímabundið bann við að leggja út við kant. Til dæmis við Flyðrugranda, Meistaravelli, Frostaskjól og Granaskjól.

    Þótt þetta sé KR!

  • Hallur Magnússon

    Sérstaklega ef um er að ræða stór barnamót

  • Þorbjörn

    Búinn að ná botni í síðasta skurði, þá er bara að byrja að grafa nýjan.

    Veistu Hallur, hin hættulega 4 akreina gata, Suðurlandsbrautin, er með gangbrautarljósum.
    Þegar bílum er lagt á grasflötum dældast þær. Þetta tyrfða land sem þú lagðir þig greinilega í líma um að mynda, tæki varla við venjulegum Yarisum án þess að fyrst væri sléttað heilmikið. Hver er kostnaðurinn af því? Ekki gleyma að þetta þyrfti, vegna veðráttunnar, að endurtaka á 10 ára fresti. Þanneigin kostnað myndi ég kalla BRUÐL. Borgin og ríkið þurfa að nota skattpeningana okkar í svo óendanlega margt mikilvægara.

    Það er ekkert að því að ætlast til þess að fólk gangi spottakorn þegar mikið er um að vera í Laugardalnum.

  • Þorbjörn

    Og þetta segi ég vandlætingarlaust og algerlega án nokkurrar heiftar.

  • Þorbjörn

    Og mér gæti reyndar ekki verið meira fokkings sama um Jón Gnarr, bara svo það sé á hreinu.

    Og ef ég ætti barn sem væri að fara að sparka í tuðru í Víkinni, vitandi af bílastæðisvandræðum þar, myndi ég fá einhvern fjölskyldumeðlim til að skutla mér þangað og sækja að móti loknu, ellegar taka strætó, ellegar leggja uppi við Bústaðakirkju, og ef fótboltamótið væri nákvæmlega á sama tíma og messa, myndi ég leggja uppi við Réttó, eða hvaðhannnúheitirsáágætiskóli…

    Allt þetta myndi ég gera áður en ég legði upp á viðkvæma grasflöt eða upp á gangstétt eða í stæði fatlaðra.

    Hér þarf að hugsa í lausnum sem hægt er að ná án aðstoðar malbikunarvéla.

  • Hallur Magnússon

    Þorbjörn. Það þarf einmitt að hugsa í lausnum. Tímabundin bílstæði við stórrviðburði er lausnin. Punktur.

  • Hallur Magnússon

    Þorbjörn. Þótt það sé þýfi næst á myndinni þá eru grasflatirnar rennislettar og þéttar. Og meira að segja akrein inn á þær. Enda oft verið lagt á þeim gegnum tíðina.

    Þetta eru nefnileg EKKI Eyjabakkar – heldur gamalt tún í Laugardalnum – sem nú virðist orðið heilaagt í hugum margra.

    Ertu nú viss um að þú myndir leggja upp í Réttó?

  • Síðan skulum við breyta Hljómskálagarðinum í bílastæði á 17. júní og menningarnótt svo að Hallur geti lagt bílnum sínum við hoppukastalann.

  • Hallur Magnússon

    Andrea.

    Fyrst þú minnist á miðbæinn á 17. júní þá hafa einmitt verið skipulögð bráðabirgðabílastæði við jaðar miðbæjarins þar sem einfalt hefur verið að koma þeim við!

    Þetta er ekki flókið.

    En það að bera saman Hljómskálagarðinn og túnið í Laugardal sýnir að það eru einhverjir aðrir en ég út á túni í þessari umræðu …

  • Suðurlandsbraut er einmitt í jaðri Laugardalsins, og með gönguljósum frá þeim bílastæðum svo að við þurfum ekki að malkbika Laugardalinn enn frekar en nú er orðið.

  • laus bílastæði á umræddum degi, sjá vef lögreglunnar!!!!!!!!!!!

    http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=17398

  • Hallur Magnússon

    Það er enginn að tala um að malbika Laugardalinn Andrea.

    Hvað sem þið rembist – þá er einfalt að setja upp fjölda bráðabirgðastæða í Laugardalnum án þess að skaða eitt eða neitt – þessi 5 – 7 skipti á sumri sem þörf er á slíku.

    … og fjölga stæðum tímabundið fyrir fatlaða með því að breyta almennum stæðum sem eru nærri inngangi að Fjölskyldugarðinum – og/eða íþróttasvæðunum í stæði fyrir fatlaða. Það duga ekki tvö eða þrjú stæði fyrir fatlaða á dögum sem þessum.

    Málið snýst um að leysa vandamál á einfaldan, skaðlausan hátt – í stað þess að siga lögreglunni og stöðumælavörðum á barnafólk – og jafnvel bifreiðar fatlaðra. Geri þó ráð fyrri að fatlaðir sem neyddust til að leggja „ólöglega“ nærri inngangi hafi sloppið – en hvað veit ég …

  • það var einmitt einhver að minnast á það að bílastæði fatlaðra hefður staðið auð, svo þetta er ekki vandamálið en auðvitað hægt að fjölga þeim í svona viðburðum. En við hin getum vel gengið í nokkrar mínutur frá þeim bílastæðum sem eru laus.

    Nei það er ekki stemmning til að fjölga stæðum á meðan nóg er laust á Suðurlandsbraut og sjá vef lögreglunnar

    http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=17398

    Það hafa ekki verið til peningar til að setja niður bekki við göngustíga í Laugardal, ekki til peningar fyrir vatnshana fyrir skokkara og aðra og ekki til peningur fyrir betri lýsingu sem er mjög ábótavant í dalnum fyrir öryggi gangandi vegfaranda. Vinsamlegast ekki biðja um fleiri bílastæði því það er nákvæmlega ekki það sem okkur vantar í dalinn. Skoðaðu loftmynd af Laugardal, það er mikið farið undir malbik, það hlýtur að vera hægt að leggja á sig nokkura mínútna gönguferð? Laugardalur er útivistarparadís með góðu aðgengi.

  • Hallur Magnússon

    Andrea.

    LESTU NÚ EINU SINNI ÞAÐ SEM ÉG SKRIFA!

    ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ TALA UM AÐ BÆTA VIÐ MALBIKI Í LAUGARDALINN. EINUNGIS AÐ SKIPULEGGJA BRÁÐABIRGÐASTÆÐI Á EINFALDAN HÁTT ÞESSI 5 – 7 SKIPTI Á SUMRI SEM ÞÖRF ER Á SLÍKU. ÞAÐ SKAÐAR EKKI UMHVERFIÐ EN ER MIKIÐ HAGRÆÐI.

    Þegar ég gekk framhjá stæðum fatlaðra um hádegisbilið þá voru þau full.

    Þú ert semsagt á móti því að fjölga stæðum fyrir fatlaða nærri inngangi Fjölskyldugarðsins þegar ljóst er að umferð verði mikil.

    „Noble“

  • laus bílastæði á umræddum degi, sjá vef lögreglunnar!!!!!!!!!!!

    http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=17398

  • síðustu ummæli þín eru ekki svaraverð og dæma sig sjálf,

  • Hahaha! Guð minn góður. Það gengi betur að rökræða við vegg. Þetta hlýtur að vera einn stór brandari. Ég legg til að þessi barnalega þrætupólitík verði flutt yfir á Baggalút. Nei bíddu, er búið að því?

  • Siggi Silly

    Mér fynnst fyndnast af öllum commentum – að Hallur sé að kalla eftir málefnalegri umræðu 🙂

    Það að gleyma að taka þunglyndistölfurnar sýnar og projecta gremju sína á borgarstjórn er hroki sem á ekkert annað skilið en hroka til baka

  • Hallur Magnússon

    Andrea.
    Þessi mynd er klárlega ekki tekin undir hádegi á laugardag!

    Ég var á þessu svæði á þeim tíma – og þar var mikil traffík – enda fjöldinn þá mestur þar sem börnin sem voru að keppa um morguninn voru í verðlaunaafhendingu en börnin sem voru að keppa eftir hádegið nýfarin.

    Það var einmitt á þeim tíma sem Laugardalurinn yfirfylltist.

    … en ef það voru laus stæði við Laugardalsvöllinn – hefði þá ekki verið nær að splæsa einni löggu – eða borgarstarfsmanni í að beina bílum að Laugardalsvelli í stað þess að láta umferð inn í Laugardalinn ganga óhindrað?

    Það var að vísu sett upp skilti á sunnudaginn um að það væru laus stæði við Laugardalsvöllinn – og bílum beint þangað – en þá var engin fjölskylduhátíð í Fjölskyldugarðinum.

    … auk þess sem bílastæði við Laugardalsvöll gagnast ekki í Víkinni.

  • Hallur Magnússon

    Andrea – vegna #22

    Hver voru rök þín áðan?

    „það var einmitt einhver að minnast á það að bílastæði fatlaðra hefður staðið auð, svo þetta er ekki vandamálið…“

  • Það virðist vera einn grunnvallarfeill í málflutningi Halls. Það snýst um hlutverk borgarinnar. Er það hlutverfk borgar að skipuleggja bílastæði í tengslum við viðburði íþróttafélaga eða einkafyrirtækja. Íþróttafélög njóta styrkja frá borginni en eru ekki rekin af borginni. Einkafyrirtæki eru ekki rekin af borginni. Viðurðirnir sem hér eru nefndir, íþróttamót barna, kynningarviðburðir einkafyrirtækja kosta peninga. Sama á við um kappleiki meistaraflokksliða (í Víkinni eða vesturbænum). Það er hlutverk þessara aðila að skipuleggja og greiða fyrir útagðan kostnað þessara viðburða. Ef að það eru ókeypis stæði á staðnum þá gott og vel, hægt að nota þau. En ef það þarf sérstök úrræði (tímabundin stæði) þá eiga skipuleggjendur viðburðarins að sjá um slíkt. Barnamótin sem Hallur er að tala um eru oft hluti af fjáröflun þeirra sem skipulegggja þau – með örðum orðum þau gefa af sér ágætar tekjur. Inn í skipulagningu slíkrar fjármögnunar blasir við að það þarf að greiða fyrir allan útlagðan kostnað. Ég skil ekki alveg af vherju Hallur er í þessum ógurlega hernaði um bílastæði þessa daganna og af hverju reiðin berst að þeim aðilum sem ekki eru að skipuleggja slíka viðburði.
    Hallur, einföld spurning: Af hverju á borgin að leysa kostnað við tímabundin stæði vegna atburða sem skipulagðir eru af allt öðrum aðilum?

  • PS: Með þessari færslu er mynd af grasflöt sem Hallur stingur upp á að geti nýst sem tímabundið bílastæði. Frá þessari grasflöt og að Þróttara-heimilnu sem er venjulega aðalbækistöð barnaíþróttamóta eru 741 metrar skv borgarvefsjá. Bílastæðin norðan suðurlandsbrautar eru mun nær. Það mætti farra alla leið upp í Ármúla til að finna stæði sem eru jafnfjarri Þróttara-heimilnu og þessi grasflöt. En þetta er hugmynd sem íþróttafélög og aðrir skipuleggjendur mættu hafa í huga að fá að nýta þessa grasflöt. En þá þyrfti borgin væntanlega að krefjast samnings sem innfæli að þíþróttafélagið tryggði að flötinni yrði skilað í sama ástandi, t.d. með samningi við garðyrkjumenn sem skipuleggjandi greiddi fyrir (t.d. þegar rignir á sama tíma).

  • Hallur Magnússon

    Magnús.

    Það var annars vegar Þróttaramót og hins vegar hátíð í Fjölskyldugarðinum. Annars hefði ekki skapast þetta vandamál í Laugardalnum.

    Verð að leiðrétta þig með staðsetningu á mótunum. Þetta var það fjölmennt mót að það var spilað á ÖLLUM völlunum í Laugardalnum nema aðalleikvanginum. Þar af á 4 völlum á æfingasvæðinu við Suðurlandsbraut – sem er við hliðina á þessari flöt.

    Flötin liggur hins vegar að Fjölskyldugarðinum. Sá ísbjarnarlausi garður er á vegum Reykjavíkur – eins og þú ættir að vita ef þú fylgist með borgarstjóranum

    Yfir í barnamótin. Barnamótin eru einmitt fjáröflun FYRIR BARNA OG UNGLINGASTARF. Ekki „Meistaraflokkslið“.

    Svar við einföldu spurningunni. 65 stæði duga tæpast vegna æfinga á íþróttasvæðinu – hvað þá þegar áhorfendur koma í Víkina.

  • Jón Sigurður

    Hallur, þú virðist fara krókaleiðir til að komast hjá þeirri staðreynd að mesta bílastæðavandamálið var á vegum einkafyrirtækis, Stövar 2, sem hélt fjölskylduskemmtun fyrir áskrifendur sína. Þeir sem eru ekki áskrifendur voru ekki velkomnir.

    Af hverju beinir þú engri gagnrýni til Stöðvar 2 sem sannarlega ættu að bera einhverja ábyrgð á því að þeirra boðsgestir gætu lagt bílum sínum?

    Finnst þér semsagt sjálfsagt að útsvarsgreiðendur í Reykjavík borgi fyrir bílastæði á prívatatburði Stöðvar 2?

  • Hallur Magnússon

    Jón Sigurður.

    Vandamálið er það sama hvort sem það er Stöð 2, VR eða borgin sem er með hátíð í Fjölskyldugarðinum.

    Vandamálið er unnt að leysa á einfaldan hátt með tímabundum bílastæða – og án mikils kostnaðar. Meira að segja væri hægt að nota starfsfólk Fjölskyldugarðsins sem hvort eð er eru á launum við að ganga frá slíku.

    Það er lausnin en ekki að siga lögreglu og stöðumælavörðum á fólk.

    … og enn einu sinni – vandamálið er einnig í Víkinni.

  • Jón Sigurður

    Hallur.

    Hver ber ábyrgð? Þú virðist vera fastur í því að þetta sé algjörlega á ábyrgð borgarinnar. Borgin á að hugsa fyrir þessu og spreða peningum til handa bílaeigendum og einkafyrirtækjum.

    Fólkið sem leggur ólöglega á enga ábyrgð að bera og ekki heldur stórfyrirtækið sem býður mörg þúsundum á afmælishátíð vitandi vits að bílastæðamál geti verið vandamál.

    Varðandi kostnaðinn þá ertu alveg tilbúinn að senda starfsfólk garðsins, sem er á launum við að leiðbeina gestum í garðinum og sjá um dýrin, út á bílaplan. Ætti það ekki að vera í verkahring þeirra sem skipuleggja hátíðina, þ.e. Stöðvar 2?

    Öll vinna og kostnaður sem hlýst af prívathátíð einkafyrirtækis á að skrifast á það fyrirtæki en ekki útsvarsgreiðendur sem eru ekki velkomnir á hátíðina sjálfa.

  • Hallur Magnússon

    Jón Sigurðsson.

    Þú vilt semsagt frekar siga lögreglu á barnafólk – á heimskulegum forsendum?

  • Arngrímur Borgþórsson

    Stöð 2 þekkir ekki kúnnahópinn sinn. Þeir hefðu náttúrulega átt að setja upp bílalúgur svo fólk hefði getað fengið pulsur og sykursull án þess að svo mikið sem drepa á jeppunum sínum.

  • Jón Sigurður

    „Þú vilt semsagt frekar siga lögreglu á barnafólk – á heimskulegum forsendum?“

    Það er allt vitlaust við þessa setningu. Lögreglunni var ekki sigað á barnafólk. Lögreglan sinnti sínum skyldustörfum og réttilega sektaði bílstjóra sem lögðu bifreiðum sínum viljandi ólöglega í Laugardalnum. Það að bílstjórar eigi konur og börn gerir þá ekki ónæma fyrir umferðarlögum.

    Hvað eru þessar heimskulegu forsendur? Það að gera ráð fyrir því að fólk með bílpróf kunni að leggja bifreiðum sínum á löglegan hátt eða að einkafyrirtæki sem skipuleggur svona risaatburði geri einhverjar ráðstafanir?

  • Hallur
    Endurtek einfalda spurningu:
    Af hverju á borgin að greiða kostnað vegna tímabundinna bílastæða vegna atburða sem skipulagðir eru af allt öðrum aðilum?

  • Við stúkuna á laugardalsvelli eru tæplega 2 hektarar af stæðum í 150-400 metra göngufæri frá innganginum á Þróttarvöllinn (ef göngustígar eru notaðir). Engar umferðargötur eru á leiðinni.
    Í 500 metra radíus frá innganginum eru líka stæði allt í kringum Laugardalshöllina og á Suðurlandsbraut. Þörfin er því nánast engin.

    Þessi tímabundnu stæði sem þú vilt troða inn taka nokkra tugi bíla, en eru samt í 90-250 metra göngufæri við inngang á Þróttarvöllinn. Tímasparnaðurinn er því nánast enginn.

    Sömu útreikninga má gera fyrir húsdýragarðinn ef áhugi er fyrir hendi á http://borgarvefsja.is/

    Þessi krafa um tímabundin stæði er óþörf, illa ígrunduð og að felstu leyti bjánaleg.

  • Franz Gunnarsson

    Og ennþá heldur þú áfram Hallur, uppfullur af réttlætiskennd úrbóta fyrir einkabílinn. Breytum útivistarsvæðum Reykvíkinga í bílastæði….

    Þarf ekki bara að malbika yfir alla grasbletti hér í borg svo þú hafir nú örugglega nóg af stæðum fyrir bensínfákinn þinn og allar fjölskyldurnar sem eiga svo bágt að geta ekki gengið eða hjólað yfir gangbrautir. Nauðsynlegt er að geta lagt alveg upp við húsin, allavega ekki lengra en 30 skref frá einkabílnum því annað er of löng leið til að kveljast með göngutúr í gegnum útivistarsvæði og að sjálfsögðu yfir stórhættulegar götur sem engin einkabíla barnafjölskylda með sjálfsvirðingu hættir sér yfir því jú á vegum verða nefninlega slys þegar bílar keyra á fólk.

    Hallur af hverju á Reykjavíkurborg að vinna sérstaklega að bílastæða umbótum þegar íþróttafélög eða einkafyrirtæki eru að halda viðburði og þá sérstaklega íþróttarfélögin sem halda mótin á sinni lóð? Af hverju á að hlaupa til og útbúa sér stæði þegar barnafjölskyldur mæta á viðburði?

    Nú bý ég í miðbænum og hjóla allan ársins hring. Í miðbænum er nóg af bílastæðahúsum en það breytir því ekki að hundruðir bíla leggja upp á gangstéttir í þingholtunum, miðbænum og vesturbænum og hefta þannig aðgengi vegfarenda. Hvernig stendur á því að á stað þar sem meira en nóg er af bílastæðum að einkabílaeigendur leggi samt upp á gangstéttir út um allar trissur. Gæti það verið líkt og í dalnum og víkinni að Íslendingar margir hverjir eru svo djöfulli latir að þeir taka stöðumælasektina umfram því að labba smá spöl úr löglegu stæði? Þessu hef ég velt fyrir mér í mörg ár því ég hef oft orðið vitni af því að menn parkera upp á gangstéttir og líka þrátt fyrir að stöðumælavörður er á næsta bíl að sekta fyrir ólöglega lagningu.

    Ég tel að þetta snúist alls ekkert um bílastæði. Ég tel að þetta snúist um viðhorf bílaeigenda fyrir umhverfi sínu og eigin hagsmunum. Íslendingar eru algjörir bjánar þegar kemur að umferðamenningu og sannast það t.d. hvernig Íslendingar leggja bílum sínum.

    Hallur þú ert hér með stimplaður einn af þessum bjánum í umferðinni sem krefst þess að einkabíllinn sé í einhverjum forgangi umfram náttúruna og almennra umferðalaga. Við sem erum gangandi og hjólandi vegfarendur eigum að tilbiðja rétt einkabílsins til að leggja bílunum eftir ykkar hentisemi.

    Eða kannski getið þið einkabílaeigendur virt umferðarreglurnar og hætt að væla þegar þið fáið sekt fyrir að leggja ólöglega…

  • Hallur Magnússon

    Franz Gunnarsson.

    Málið snýst minnst um mig. Ég nota hjólið tölvuvert. Ég geng úr Rauðgerði í Víkina. Ég fékk löglegt stæði í Laugardalnum kl. 7:45. Ég lagði sunnan Suðurlandsbrautar á laugardaginn eftir að hafa þurft að sinna erindum milli leikja – þegar Laugardalurinn var fullur.

    Ég hef reyndar verið talsmaður þess í rúman áratug að auka veg hjólreiðamanna í umferðaskipulagsmálum í Reykjavík – þar sem reyndar töluvert hefur áunnist.

    Þannig ég frábið mér sleggjudóma þína um að ég sé: „Einn af þessum bjánum í umferðinni sem krefst þess að einkabíllinn sé í einhverjum frorgangi umfram náttúruna og almennra umferðalaga“

    Málið snýst um eðlilegt aðgengi. Það er ekki allir svo heppnir að geta hjólað sinn veg. Það er meira en að segja það að hjóla með td. 3 börn á aldrinum 0 – 6 ára. Það er líka meira en að segja það að ganga með þau km. vegalengd með því sem slíkum barnahóp fylgir. Foreldrar – eða afar og ömmur sem oft fara með barnabörnin einmitt á fjölskylduskemmtanirnar – eiga ekki allir létt með slíkt.

    Fatlaðir eiga ekki auðvelt með það.

    Það eru nokkrir dagar á ári sem æskilegt er að fjölga stæðum tímabundið – og gera það skipulega – þannig að það sé EKKI lögbrot að leggja á staði sem í annan tíma er bannað að leggja á.

    Það er einfalt að gera það – án þess að skaða umhverfið. Fjölga stæðum fyrir fatlaða næst inngangi – og setja upp bráðabirgðastæði þar sem auðvelt og einfalt er að koma þeim upp.

    Slíkt gengur alls ekki á rétt hvorki gangandi né hjólandi vegfarenda eins og þú gefur þér. Bara alls ekki.

  • Hallur Magnússon

    Einar Jón.

    Það er merkilegt að þegar hentar miðið við við inngang á Þróttaravöllinn og þegar hentar er það Fjölskyldugarðurinn.

    Vandamálið er þegar stórir viðburðir eru BÆÐI á ÖLLUM knattspyrnuvöllum í Laugardalnum – nema aðalleikvangi – LÍKA vellinum upp við Suðurlandsbraut – og LÍKA í Fjölskyldugarðinum. Eins og var um helgina. Bráðabirgðstæðin sem ég vísa til liggja VIÐ HLIÐ knattspyrnusvæðisins við Suðurlandsbraut og við göngustíg að inngangi FJölskyldugarðsins.

    Þá duga stæði við Laugardalsvöllinn og Suðurlandsbraut ekki til að leysa vandamálin í Víkinni – þar sem eingöngu eru 65 merkt bílastæði – og lögreglu reglulega sigað á fólk sem hefur engan annan kost en að leggja „ólöglega“ á stæðum sem einfalt væri að skipuleggja sem bráðabirgðastæði.

    Frábið mér „hjólarökin“ í Víkina. Erfitt td. fyrir FH inga og Skagamenn að hjóla þangað.

  • Hallur

    Þetta eru engir sleggjudómar miðað við hvernig þú kemur að máli í þínum skrifum.

    Þú ætlast til þess að borgin útbúi bráðabirgðastæði þegar viðburðir eru haldnir í laugardalnum fyrir „barnafólk“ nokkrum sinnum á ári þrátt fyrir að skemmtanir séu haldnar af einkafyrirtækjum. Borgin hefur nóg með peningana að gera en að eyða þeim í bílastæðagerð fyrir einkafyrirtæki.

    Eins og marg marg oft hefur komið fram þá voru laus stæði i dalnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og sjónarvottum. Þú bara neitar að horfast í augu við það og heldur áfram sömu þreyttu tuggunni.

    Það er á ábyrgð eigenda einkabíla að fara eftir umferðarreglum hér í borg og ef þeir geta það ekki þá þurfa þeir að taka afleiðingunum. Það er nóg af stæðum í og í kringum laugardalinn og því enginn vorkunn fyrir þá sem brjóta lögin sökum leti við að finna stæði.

    Ef fjölskyldan á í erfiðleikum með að nota lappirnar þá er einföld lausn í boði. Bílstjórinn keyrir fjölskyldu sína að inngangi og hleypir þeim þar úr bílnum. Finnur svo laust stæði og gengur rösklega til að hitta fjölskyldu sína stuttu síðar á fyrirfram ákveðnum stað eða jafnvel nota farsíma til að mæla sér mót. Þá geta ömmur og afar hætt að stressa sig á að geta ekki komist með sökum bílastæðavandræða.

    Það skiptir engu máli Hallur hversu oft þú kemur með sömu rökin. Þau einfaldlega ganga ekki upp ef litið er til staðreyndir málsins.

  • Endurtek ENN og aftur einfalda spurningu:
    Af hverju á borgin að greiða kostnað vegna tímabundinna bílastæða vegna atburða sem skipulagðir eru af allt öðrum aðilum?

  • Hallur Magnússon

    Magnús. Kostnaðurinn af því að setja upp tímabundin bílastæði er nánast enginn. Kostnaðurinn fælist í að ákvarða hvernig bílastæðin yrðu skipukgöð – þe. hvar þarf að setja poka yfir skiltið „bannað að leggja“, hvar ætti að afmarka leyfileg bráðabirgðastæði og hvar þyrfti að setja upp skilti til að árétta að ENN væri bannað að leggja.

    Þeir aðiljar sem skipuleggja viðburði sjá síðan um framkvæmdina – sem er einföld og ódýr.

    Í Víkinni myndu starfsmenn Víkings setja upp þessa einföldu merkingar. Þannig að vandamálið er ekki kostnaðurinn.

  • En þú varst að skamma borgina – er ekki ábyrgðin hjá framkvæmdaraðilum skemmtananna? Þetta er allt tóm steypa hjá þér og gengur í hringi – veit það er algerlega ómögulegt að fá manna eins og þig til að sjá hið augljósa forað sem þú ert kominn í.

  • Hallur Magnússon

    Nei Magnús – þetta er engin steypa. Það ert þú sem gengur í hringi – og vilt ekki skilja grundvallaratriðin.

    Það er borgarinnar að heimila og skipuleggja bráðabirgðastæði. Til þess hafa aðrir aðiljar ekki vald.

    Hvort sem við á í Laugardalnum – eða í Víkinni.

  • Það er bara ekki satt að kostnaðurinn við að láta bráðabirgðastæði sé enginn. Þetta er grasflötur sem þú sýnir þarna á myndinni, og bíldekk skemma grasfleti, sérstaklega ef rignir. Það yrði bara hellings kostnaður að laga flötinn eftir þetta, sérstaklega þar sem það eru ekki allir sem myndu passa sig að fara varlega á þessum fleti og hann myndi skemmast. Má ég koma og leggja í garðinum þínum? Ég get bara sýnt þér hvað það þarf lítið til að skemma grasflöt. Hvar áttu heima?
    Þar að auki ætti borgin ekki að borga fyrir þetta, þegar eitthvað pakk eins og stöð 2 fyrirtækið heldur hátíð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur