Færslur fyrir maí, 2011

Þriðjudagur 10.05 2011 - 11:34

Íslenska USA skyrið yndislega

Íslenska kýrin er yndisleg. Eins og íslenska skyrið sem nú fer sigurför um heiminn. Síðast í CBS news. Það skyr er reyndar ekki framleitt út íslenskri mjólk – en þegar og ef við göngum í Evrópusambandið – þá verðum við að tryggja að einungis megi kalla íslenskt skyr úr íslenskri mjólk „SKYR“.  … og ekki láta það […]

Mánudagur 09.05 2011 - 16:06

Vill Vinnumálastofnun ekki Noreg?

Vill Vinnumálastofnun ekki atvinnulausa Íslendinga til Noregs?  Er ekki betra að hafa vinnu í Noregi en að vera atvinnulaus á Íslandi?  Ég hefði haldið það.  Ráðgjafafyrirtæki mitt hefur meðal annars milligöngu um að útvega íslenskum iðnaðarmönnum störf í Noregi. Ég ætlaði því að nýta ágætis þjónustu Vinnumálastofnunar sem heldur úti vefsíðu um störf í boði fyrir atvinnulausa. […]

Laugardagur 07.05 2011 - 15:53

Þráinn biðji kýrnar afsökunar

Íslenskar kýr eiga skilið afsökunarbeiðni frá Þráni Bertelssyni vegna ummæla hans um „fasistabeljur“. Þráinn hefur ekkert með það að gera að tengja fasisma við kýr – þessar yndislegu rólyndisskepnur sem eru að vísu afar þrjóskar en fjarri því að geta verið fasískar. Þá hefur hann ekkert með það að gera að tengja íslenskar kýr við […]

Þriðjudagur 03.05 2011 - 08:32

Björn eða börn?

Hvort er Bezt hugsað um hagsmuni bjarna eða barna í Borginni?

Mánudagur 02.05 2011 - 13:21

Borgin bregst Kjalnesingum

Reykjavíkurborg hefur brugðist Kjalnesingum. Kjalarnes hefur verið útundan hjá borginni. Enda frekar langt frá lattelepjandi liðinu í 101. Það nýjasta er að loka móttökustöð Sorpu á Kjalarnesi. „Sparnaður Sorpu nemur hluta kostnaðar við endurnýjun bíls forstjórans. Hins vegar mun tvöfaldur sá kostnaður leggjast á íbúana vegna ferða með sorp í næstu endurvinnslustöð.“  segir Ásgeir Harðarson Kjalnesingur. […]

Sunnudagur 01.05 2011 - 10:52

Pólitísk markmið í ESB viðræðurnar

Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var í raun endanlega staðfest á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í vikunni. Mikilvægt skref. Fjarvera fulltrúa hingað til mikilvægs stjórnmálaflokks á Íslandi á þessum mikilvæga fundi sameiginlegrar þingmannanefndar vakti athygli mína og áhyggjur. Slík fjarvera er ekki […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur