Íslenska kýrin er yndisleg. Eins og íslenska skyrið sem nú fer sigurför um heiminn. Síðast í CBS news. Það skyr er reyndar ekki framleitt út íslenskri mjólk – en þegar og ef við göngum í Evrópusambandið – þá verðum við að tryggja að einungis megi kalla íslenskt skyr úr íslenskri mjólk „SKYR“. … og ekki láta það […]
Vill Vinnumálastofnun ekki atvinnulausa Íslendinga til Noregs? Er ekki betra að hafa vinnu í Noregi en að vera atvinnulaus á Íslandi? Ég hefði haldið það. Ráðgjafafyrirtæki mitt hefur meðal annars milligöngu um að útvega íslenskum iðnaðarmönnum störf í Noregi. Ég ætlaði því að nýta ágætis þjónustu Vinnumálastofnunar sem heldur úti vefsíðu um störf í boði fyrir atvinnulausa. […]
Íslenskar kýr eiga skilið afsökunarbeiðni frá Þráni Bertelssyni vegna ummæla hans um „fasistabeljur“. Þráinn hefur ekkert með það að gera að tengja fasisma við kýr – þessar yndislegu rólyndisskepnur sem eru að vísu afar þrjóskar en fjarri því að geta verið fasískar. Þá hefur hann ekkert með það að gera að tengja íslenskar kýr við […]
Hvort er Bezt hugsað um hagsmuni bjarna eða barna í Borginni?
Reykjavíkurborg hefur brugðist Kjalnesingum. Kjalarnes hefur verið útundan hjá borginni. Enda frekar langt frá lattelepjandi liðinu í 101. Það nýjasta er að loka móttökustöð Sorpu á Kjalarnesi. „Sparnaður Sorpu nemur hluta kostnaðar við endurnýjun bíls forstjórans. Hins vegar mun tvöfaldur sá kostnaður leggjast á íbúana vegna ferða með sorp í næstu endurvinnslustöð.“ segir Ásgeir Harðarson Kjalnesingur. […]
Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var í raun endanlega staðfest á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í vikunni. Mikilvægt skref. Fjarvera fulltrúa hingað til mikilvægs stjórnmálaflokks á Íslandi á þessum mikilvæga fundi sameiginlegrar þingmannanefndar vakti athygli mína og áhyggjur. Slík fjarvera er ekki […]