Það var vel við hæfi að Jón Gnarr borgarstjóri tæki virkan þátt í tískusýningu Hjálpræðishersins á Austurvelli til að vekja athygli á fatasölu – og nytjahlutasölu Hjálpræðishersins. Ágóði af sölunni rennur til dagseturs Hjálpræðishersins fyrir útigangsfólk, en eins og ég hef margoft vakið athygli á þá vinnur Hjálpræðisherinn afar gott og mikilvægt starf fyrir útigangsfólk í Reykjavík.
Þá er alkunna að Jón Gnarr ber hag útigangsfólks fyrir brjósti eins og skýrt kom fram í kosningabaráttu hans. Nú sýnir hann það í verki með því að styðja Hjálpræðisherinn í starfi sínu – en Velferðarráð Reykjavíkurborg styrkir starf dagsetur Hjálpræðishersins. Það var gleðilegt að taka þátt í því sem varaformaður Velferðarráðs síðari hluta síðasta kjörtímabils.
Á þeim tíma var gert átak í þjónustu við útigangsfólks.
Ég veit að Jón Gnarr mun halda áfram því uppbyggingarstarfi í málefnum útigangsfólks sem grunnur var lagður í stefnu í málefnum þess hóps á síðasta kjörtímabili. Reyndar hef ég heimildir fyrir því að það hafi komið Bezta flokknum á óvart það starf sem þá þegar hafði verið unnið í málaflokknum – sem ég treystu Bezta vel til að halda áfram.
Ég hvet alla til að styðja Hjálpræðisherinn í starfi sínu fyrir útigangsfólk.
Ákvað að birta á ný einn af þeim pistlum sem ég skrifaði um starf dagsetursins og annað mannúðarstarf á Moggablogginu mínu hér um árið:
Öflugt og fórnfúst starf Hjálpræðishersins í dagsetri fyrir útigangsfólk!
19.9.2008 | 10:02
Það er ótrúlega öflugt og fórnfúst starf sem Hjálpræðisherinn vinnur í dagsetri hersins fyrir útigangsfólk að Eyjaslóð 7. Ég leit þar við ásamt félögum mínum í meirihluta Velferðaráðs til að kynna okkur aðstöðuna og starfsemina. Varð afar snortin af þeirri fórnfýsi sem felst í þessari vinnu Hjálpræðishersins í þágu útigangsfólks, en það koma um 20 sjálfboðaliðar að vinnunni. Einungis einn starfsmaður í dagsetrinu þiggur laun!
Í dagsetrinu sem Hjálpræðisherinn opnaði fyrir um ári síðan gefst fólki tækifæri að fá sér að borða, fara í sturtu, hvílast, fá fótsnyrtingu, þvo fötin sín svo eitthvað sé nefnt! Athvarf þetta er útigangsfólki ómetanlegt enda koma oft allt að 30 manns í mat og hvíld í dagetrinu.
Eitthvað er um það að fyrirtæki styrki Hjálpræðisherinn með hráefni í matargjafir hersins – en stærsti hluti matarins er aðkeyptur. Það mættu fleiri leggja þeim lið á því sviði!
Á jarðhæðinn er nytjamarkaður Hjálpræðishersins þar sem unnt er að gera góð kaup á ýmsum notuðum munum og fatnaði.
Hagnaður af sölunni í nytjamarkaðnum rennur til reksturs dagsetursins.
Ég hvet fólk sem er að taka til í geymslum og bílskúrum að hafa Hjálpræðisherinn í huga!
flippum þessu við hallur:
í stað þess að styrkja hjálparsamtök eins og herinn – samtök sem hafa tekið það að sér að fylla upp í það „rými“ sem ríki og borg skapa – væri ekki smartara hjá borginni að gera tilraun til að gera þessum hóp mögulegt að „vera“ í raun?
hjálp og aðstoð sem góðgerðarsamtök veita þessum hóp gera í raun og sann ekki mikið meira en að fela undirliggjandi vangetu/vanvilja samfélagsins til að gera þessum hópi mögulegt að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. það sem borgarstjóri ætti því að einbeita sér að er að „arrangera“ kerfinu þannig að konsept eins og hjálparsamtök séu gerð óþörf – það væri pólitík í verki!
Jón.
Mikið til í þessu hjá þér.