Fimmtudagur 04.08.2011 - 00:29 - 8 ummæli

Árni Páll að átta sig!

Árni Páll er að átta sig á raunverulegu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar þegar hann segir:  “Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvert umfang ríkisrekstrar á að vera og skilgreina þrengra þau grundvallarverkefni sem við viljum að ríkið sinni.“

Það er verst að hann virðist sá eini í ríkisstjórninni sem fattar þetta.

Þá er einnig algerlega rétt hjá Árna Páli þegar hann segir:

„Okkar bíður að sanna að við ráðum við það verkefni sem mörg önnur ríki eru nú að heykjast á – að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífs, laga útgjöld að tekjum og takast á við sérhagsmuni og kyrrstöðuöfl í hverri grein. Er það á okkar færi?“

Þetta er málið!

Því miður bendir allt til þess að það sé ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að ráða við verkefnið.

Það sem verra er er að það bendir heldur ekkert til þess að stjórnarandstaðan ráði við verkefnið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Óðinn Þórisson

    Það liggur fyrir að visntri “ velferðarstjórnin “ ræður ekki við verkefnið.

    Það sem væri skynsamlegast að gera væri að mynda ríkisstjónr x-b – x-d og x-s sem hefði tvö meginmarkmið annarsvegar að koma skuldsettum heimilum til hjálpar og hinsvegar að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað.

    Leið ríkisstjórnarinnar er leið til meiri fátæktar við verðum eins og góður maður sagði að vaxa út úr kreppunni.

  • Sammála Árna Páli og Halli.

    Þetta er verkefnið.

    Íslendingar ráða hins vegar ekki við það.

    Stjórnmálin á Íslandi eru ónýt.

  • Þetta eru gjörsamlega innihaldslaus skrif hjá Árna Páli.

    Hann hefur sjálfur oft varið nauðsyn þess að veita peningaöflunum forréttindi.

    Árni Páll hefur samþykkt lög, áætlun Seðlabankans og reglur Seðlabankans athugasemdalaust. Samkvæmt þeim ætlar Seðlabankinn að gefa aðilum sem eiga yfir 85 milljónir króna og hafa áhuga ca 30% ofan á þá eign áhættulaust. Reiknar Árni Páll að gefa ca 9-11 milljarða króna af eigum landsmanna með þessum hætti.

    http://ludvikjuliusson.blog.is/blog/ludvikjuliusson/entry/1179034/

    Það þýðir væntanlega í hans huga að almenningur séu hópur sérhagsmuna og kyrrstöðuafl.

    ..einfaldlega hroki.

  • Leifur Björnsson

    Því miður er mikið til í þessu hjá þér Hallur.

  • hann var líka með fattarann í gangi þegar hann áttaði sig á því að skilanefndirnar hafa hagsmuni af því að draga allt sitt starf á langinn og það yrði að setja einhver tímamörk. Ríkið hefði reyndar átt að minnka bankakerfið enn meira, almenningur á enn að halda uppi stóru bankakerfi sem innheimtir grimmt til að halda sér, nýju elítunni uppi (launaskrið er uppá við hjá bönkunum skv. nýlegum fréttum!)

  • Sigurður J

    Árni Páll og Guðbjartur eru áberandi þessa dagana. Það mætti halda að kosningar væru á næsta leiti innan Samfylkingar!

    Fröken munnræpa, Katrín Júlíusdóttir, var svo í bítinu í morgun, skelfingu lostin að venju og beitti gamalkunnri taktík sinni að eyða eins miklum tíma í sérhvert „svar“ til að minnka möguleikana á óþægilegum spurningum þáttarstjórnanda.

    Hvar og hvenær kemur Dagur út úr skápnum og lætur á sér kræla? Eða er hann saddur pólitískra lífdaga?

  • Jónas Bjarnason

    Og hvað vantar? – Að taka bankakerfið fyrir og setja því reglur, bæði praktískar og siðferðilegar. Takmarka þarf kerfið og launamál bankamanna gerð sambærileg við launamál í landinu. Bankaleynd í því formi, sem hún nú er, þarf að breytast og afnemast. Takmörkuð bankaleynd getur verið skynsamleg með endurskoðunarskyldu tiltekinna embættismanna með löggildingu.

  • Jón Sig.

    Tími Árna er liðinn, ef nýtt afl bíður fram, í næstu kosningum.

    Hluti stjórnarráðsmanna, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimilanna, og Frjálslyndiflokkurinn, ef þessir aðilar sameinast undir merkjum ÞJÓÐARFLOKKSINS, er tími Árna liðinn.
    Hvað með Framsókn ætti hún ekki að vera með Hallur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur