Ég fyllstu einlægni þá hélt ég að borgarstjórnarsirkusinn 2006 – 2008 yrði ekki toppaður. En ég hafði rangt fyrir mér. Jón Gunnar borgarstjóri toppaði þann borgarstjórnarsirkus þegar síst skyldi. Í tengslum við Gleðigöngu Hinsegindaga – sigurgöngu mannréttinda, fjölbreytni mannlífsins og þess frjálslynda samfélags sem við flestir Íslendingar viljum lifa í.
Ég hafði skilning á því að kjósendur í Reykjavík skyldu refsa fulltrúum þeirra flokka sem sátu í borgarstjórn kjörtímabilið 2006 – 2010 fyrir þann sirkus sem gekk á fyrri hluta tímabilsins.
Þrátt fyrir að borgarfulltrúar flestir hefðu séð að sér breytt yfir í fyrirmyndar samvinnustjórnmál síðari hluta kjörtímabilsins – þegar borgarfulltrúar nýs meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks – og borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna Samfylkingar og VG gerbreyttu kúrsinum og unnu saman að hag borgarbúa þvert á flokkslínur langt umfram það sem áður hafði þekkst í íslenskum stjórnmálum.
Ég hafði skilning á því að kjósendur í Reykjavík skyldu velja Jón Gunnar og Bezta flokkinn sem leiðandi flokk í borginni í kjölfar borgarstjórnarsirkusins 2006 – 2008 – þrátt fyrir úrbæturnar 2008-2010.
Jón Gunnar og Bezti flokkurinn fékk tækifæri til að breyta borgarstjórnarpólitíkinni – og í raun stjórnmálum á Íslandi – á jákvæðan hátt. Jón Gunnar hefur klúðrað því tækifæri – þótt ég hafi enn mikla trú á borgarfulltrúum Bezta flokksins – þeim Einari Erni Benediktssyni, Elsu Hrafnhildi Yeoman, Óttari Ólafi Proppé, Evu Einarsdóttur og Karli Sigurðssyni.
Held reyndar að Einar Örn, Óttar Ólafur og Elsa séu rétt að byrja í pólitík – og eigi jafnvel eftir að setjast á þing – ef þau vilja og Jón Gunnar slátrar þeim ekki pólitískt sem sirkustrúður #1.
Ég hélt reyndar þar til nú að Jón Gunnar væri einlægur í því að breyta stjórnmálum á jákvæðan hátt – og taldi lengst af sirkusstæla hans vera sérkennilega leið til þess að láta gott af sér leiða.
En sá hroki og vilji til að niðurlægja ekki einungis alla samstarfsmenn sína í borgarstjórn – heldur einnig Gleðigöngu Hinsegindaga – kemur skýrt fram í bréfi Jóns Gunnars borgarstjóra til borgarfulltrúa og sýnir að hann er fyrst og fremst valdafígúra en ekki hugsjónamaður sem vill láta gott af sér leiða.
Valdafígúra eins og svo margir mislukkaðir valdamenn sem hafa viljað láta sviðsljósið beinast að sjálfum sér með einkennisklædda stuðningsliða í gæsagangi á eftir sér – eða fyrir framan sig veifandi úr hásæti ofan almúgans.
Því miður.
Bréf Jóns Gunnars borgarstjóra til „samstarfsmanna“ sinna var eftirfarandi:
Kæru borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar.
Ég býð ykkur að taka þátt með mér í hinni einu og sönnu Gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fer laugardaginn 6. ágúst nk. kl. 14.00. Við munum koma fram sem Fröken Reykjavík og gæsirnar við Tjörnina. Hugmyndin er að borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar og vinir geti gengið í hóp á eftir bílnum sem ég verð í. Er það einlæg ósk mín að sem flest ykkar sjái sér fært mæta og sýna samstöðu með samkynhneigðum um víða veröld. Gleðigangan er frábært framtak sem hefur vakið heimsathygli á Reykjavík og réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi. Takið endilega vini eða fjölskyldumeðlimi með.Mæting er á BSÍ ekki seinna en 13.30 en gangan mun fara meðfram Tjörninni
að þessu sinni og staðnæmast við Arnarhól.dagny.ingadottir@reykjavik.is
Vinsamlega staðfestið þátttöku í tölvupósti á
Með gleðikveðju,
Jón Gnarr
Ég treysti því að vandaðir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á Jóni Gunnari sem borgarstjóra – Dagur B. Eggertsson, Oddný Sturludóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttar Ólafur Proppé, Eva Einarsdóttir og Karl Sigurðsson – taki í taumana og snúi aftur úr borgarstjórnarsirkusnum yfir í raunveruleg stjórnmál sem miði að tryggja hag borgarbúa eins og unnt er.
Ég er viss um að afgangurinn af borgarstjórninni er reiðubúinn í að taka höndum saman með meirihlutanum um alvöru samvinnustjórnmál – ef sirkuslátunum verður hætt.
Borgarbúar eiga það skilið!
Framsókn bíður keik og er reiðubúin að taka við keflinu.
🙂 Er það Benni?
Hver ætti að leiða xB ?
Mér finnst þetta frekar saklaust miðað við þá dæmalausu framkomu sem Jón Gnarr sýndi Guðjóni Arnari Krisjánssyni en Jón Gnarr boðaði Guðjón Arnar á fund og mætti síðan ekki sjálfur!
Þess ber að geta að herra Jón Gnarr borgarstjóri hefur ekki enn haft tíma til þess að funda með Guðjóni Arnari, þrátt fyrir ráðuneyti sveitarstjórnarmála hafi ráðlagt borgarstjóra heilt.
Finnst þér sem sagt eitthvað að því að borgarstjóri og borgarstjórn styðji réttindabaráttu samkynhneigðra? Er það stefna Framsóknarflokksins að vera á móti því?
Ágætur pistill hjá þér og ég er að mörgu leiti sammála. Það verður hinsvegar gaman að sjá útúr snúninga sem munu fylgja í kjölfarið og sjá má m.a. frá henni Önnu hér fyrir ofan. Það er enginn að tala um að borgarstjórinn, borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar eða embættismenn styðji ekki réttindabaráttuna. Til að mynda mátti sjá hóp fólks frá ameríska sendiráðinu styðja á einfaldan en afar sýnilega hátt án sirkusláta. Það mætti hugsa sér eitthvað slíkt nú eða þá tel ég reyndar í ljósi þess háa styrks sem RVk styrkir gaypride að það myndi fela í sér stuðning við baráttuna einnig.
Anna.
Því fer fjarri að þessi sirkus Jóns Gunnars sé stuðningur við réttindabaráttu samkynhneygðra. Þvert á móti er þetta ÓVIRÐING við réttindabaráttu samkynhneygðra.
… og hvað kemur Framsóknarflokkurinn þessum pistli mínum við?
hvaða sirkuslæti eru það að uppnefna menn? Þú veist vel að hann heitir ekki Jón Gunnar.
Fulltrúar samfylkingarinnar og aðrir ráðandi borgarfulltrúar, eru skelfilegir fyrir borgarbúa. Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðasviðs borgarinnar er nýbúin að koma verulega illa fram við eldri borgara vegna lóðamála við Fossvogsdalinn. Borgastjórn setur óeðlilegar eignakvaðir á lóðir til nýbyggingar hjá eldriborgurum með eignarupptöku. Lestur blaðið Reykjavík sem kom með fréttablaðinu á laugardaginn. Samfylkingin á engar hugsjónir lengur. Þú ert ekki að fylgjast nógu vel með borgarmálunum. Það eru nú reyndar fleiri.
Jón Skafti.
Maðurinn var skírður Jón Gunnar. Enginn sirkuslæti þar.
Víst eru þetta sirkuslæti Hallur.
Ef maður breytir nafninu sínu eins og borgarstjórinn hefur gert þá er það eins konar óvirðing að nefna hann með sínu gamla nafni og mér fannst greinilegt að það var það sem vakti fyrir þér.
Þetta er einmitt orðræðuhefð sem Davíð Oddsson hefur mikið dálæti á, að ávarpa menn á einhvern þann hátt sem ekki tíðkast t.d. menn með fullu nafni þó að þeir noti aldrei fullt nafn og er þetta aðferð við að hæða menn undir rós.
Enginn myndi ávarpa Bubba sem Ásbjörn eða Marilyn Monroe sem Normu.
Vinsamlega farðu í boltann en ekki manninn þrátt fyrir að þér kunni að mislíka hegðun hans.
Mér finnst þetta bréf sem Dagný þessi sendir fyrir hönd borgarstjóra annars ekki vera óvirðing við réttindabaráttu samkynhneigðra, hugsanlega við borgarfulltrúa eða starfsmenn Reykjavíkurborgar en ekki samkynhneigða. Hinsegin dagurinn gengur í mínum huga út á að sýna fólki (undir rós og meðan glott er við tönn) kynhegðun samkynhneigðra sem eitthvað sem er eins og það er en er samt í lagi .
Alfred
Bubbi Morthens er iðulega kallaður Ásbjörn Morthens í fjölmiðlum. Það hefur hingað til ekki verið talin sirkuslæti.
Listamannsnafn borgarstjórans á ágætlega við hann – en hann var samt skírður Jón Gunnar.
Það að kalla fólk fullu nafni þegar áhersla er lögð á málflutning hefur ekkert með það að hæða menn – heldur einmitt til að benda á alvarleika mála – Alfred Jónsson!
… og endalaus sirkuslæti Jóns Gunnars borgarstjóra er orðið háalvarlegt mál.
Komment # 4, frá Önnu, minnir mig á það þegar verið var að selja hlutabréf í Decode á 65 dollara hvert.
Þegar ég sagðist ekki ætla að kaupa þau, kom særður svipur á fólk og það sagði:
„Ertu þá á móti því að það verði fundin lækning við krabbameini?“ (!)
Nei, reyndar ekki, en í þessu tilfelli Gnarrsins, er ég hins vegar MEÐ því að tryggja hag borgarbúa – og sé engin merki þess að það sé að gerast.
Ágæti Hallur Magnússon
Hvers vegna má Jón Gnarr ekki bjóða vinnufélögunum með sér í gleðigönguna? Hvers vegna upplifir þú boðsbréf hans sem niðurlægingu?
Staðreyndin er líklegast sú að þú hefur sett þetta fólk á stall og finnst það vera hafið yfir þátttöku í göngu sem þessari..
Hér er samt ástæða fyrir fólk með þína skoðun til að fara varlega, því gangan var afar vel sótt og fullt af kjósendum sem mættu.
Stjórnmálafólk er bara fólk Hallur, hvorki merkilegri eða ómerkilegri en aðrir Íslendingar.
Ég vildi bara benda á að ég hef svona öðru hverju kíkt inn á þetta blogg hjá þér Hallur, yfirleitt ef þú ert með áberandi titil eða eitthvað, og það er einn stór galli sem hindrar mig í að taka þig mjög alvarlega.
Þú ert alltof augljós.
Það er ljóst að þú sjálfur hefur visst svona ‘political agenda’ sem er að túlka allt sem sumir (núna nýverið sérstaklega Jón Gnarr og Besti flokkurinn) gera eða segja í sem allra verstu ljósi.
Það er nokkuð ljóst að allt sem þú segir um þau, og reyndar einhverja aðra, er svo litað af því að þú sért að reyna að setja þitt ‘spin’ á það að það er ekki lengur hægt að taka þig alvarlega.
Þú ert búinn að fyrirfram ákveða að leggja þitt á vogarskálarnar til að koma besta flokknum frá, sama hvað tautar og raular og þarmeð ertu orðinn ótækur umfjallandi. Það er ekki meira mark takandi á því sem þú skrifar um Jón Gnarr en því sem Hannes Hólmsteinn skrifar um kvótakerfið.
Þarmeð hefur þú málað þig út í visst horn. Fullt af bloggurum hefur svona agenda. En flestir passa sig þó að vera ekki algjörlega allt of augljósir. Ef þeir gera það ekki missa þeir möguleikann á að sannfæra fólk.
Ég t.d. trúi því ekki að skoðun þín á Besta flokknum byggist á einlægu mati, að þig varði nokkuð um að láta þá eða aðra njóta sanngirnis og vera dæmdir á gjörðum sínum og orðum.
Nú hef ég svosem eins og margir orðið fyrir vissum vonbrigðum með besta flokkinn, en mér finnst þeir samt standa sig bærilega.
Og ég er sannarlega ekki að sjá að framkoma Jóns um helgina hafi verið annað en til fyrirmyndar.
Hallur Magnússon! 😉
Í mínum huga er manni gefið nafn annars vegar og hins vegar skírður til kristinnar trúar.
Þetta er tvennt ólíkt þótt að kristinn kirkja hafi reynt að slá eign sinni á nafngiftarathöfnina með hinu fáránlega „hvað á barnið að heita?“ ávarpi. (eins og reyndar ýmislegt annað)
Vegna þess að nafngiftir og nafnabreytingar eru veraldlegar athafnir er manni það í sjálfsvald sett hvað nafn eða nöfn maður ber og því er það óvirðing við sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins varðandi hans persónu að nefna hann öðru nafni en því sem hann hefur valið sér. Nú veit ég alls ekki undir hvaða nafni borgarstjóri gengur í þjóðskrá en í mínum huga heitir hann ekki annað en Jón Gnarr, það tók mig nokkurn tíma við lestur bloggsins að átta mig á að þú varst að tala um hann.
Ef þú færir að skrifa um Magnús Þór væri erfitt að sjá að þú ættir við Megas og tel ég víst að þú myndir ekki gera það, þrátt fyrir það tel ég að hann muni vera skráður sem Magnús Þór Jónsson í þjóðskránni.
Góðar stundir 🙂
@Andrés.
Þetta er bara rangt hjá þér. Ég hef frá upphafi bent á að það sé efni í öfluga stjórnmálamenn innan Bezta flokksins. Enda er það staðreyndin.
Tökum sem dæmi þennan pistil:
Hrun 100 ára flokkakerfis?
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/04/13/hrun-100-ara-flokkakerfis/
Þar segi ég meðal annars:
„Þá hafa upp úr pólitískum glundroða hrunsins komið fram nýir öflugir einstaklingar í stjórnmálum sem væntanlega munu láta til sín taka í framtíðinni ef þeir kjósa svo. Sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Sem dæmi um það eru liðsmenn Besta flokksins í Reykjavík þeir Óttar Ó Proppe og Einar Örn Benediktsson. Fleiri má nefna.“
Ég meina það sem ég segi í pistlinum hér að ofan:
„Ég hafði skilning á því að kjósendur í Reykjavík skyldu refsa fulltrúum þeirra flokka sem sátu í borgarstjórn kjörtímabilið 2006 – 2010 fyrir þann sirkus sem gekk á fyrri hluta tímabilsins.
Jón Gunnar og Bezti flokkurinn fékk tækifæri til að breyta borgarstjórnarpólitíkinni – og í raun stjórnmálum á Íslandi – á jákvæðan hátt. Jón Gunnar hefur klúðrað því tækifæri – þótt ég hafi enn mikla trú á borgarfulltrúum Bezta flokksins – þeim Einari Erni Benediktssyni, Elsu Hrafnhildi Yeoman, Óttari Ólafi Proppé, Evu Einarsdóttur og Karli Sigurðssyni.“
Vandi Bezta flokksins er hins vegar Jón Gunnar borgarstjóri.
Þrátt fyrir það hef ég einnig tekið upp hanskan fyrir Jón Gunnar þegar hann hefur verið ómaklega gagnrýndur – eins og hér:
Jón bakari Gnarr hengdur fyrir smið?
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/02/03/jon-bakari-gnarr-hengdur-fyrir-smid/
Hvað varðar framkomu Jóns Gunnars um helgina – þá má hann vera gömull kelling á bílpalli ef hann vill. Ég er ekki að gagnrýna það – heldur þá tilraun til niðurlægingar samstarfsfólks síns í borgarstjórn sem fram kemur í bréfi hans.
Það að ég er augljós lít ég á sem hrós. Ég hef gegnum áratugina sagt það sem mér finnst – hvað sem öðrum hefur fundist um það. Í yfirgnæfandi tilfella hef ég haft rétt fyrir mér – þótt ég hafi að sjálfsögðu stundum skotið fram hjá.
Ég hef líka stundum farið með rangfærslur. En ég hef þá leiðrétt þær og beðist afsökunar.
@Jón Viðar
Því fer fjarri að ég hafi sett borgarfulltrúa á stall. Finnst þér ummæli mín í þessum pistli:
„Ég fyllstu einlægni þá hélt ég að borgarstjórnarsirkusinn 2006 – 2008 yrði ekki toppaður.
…Ég hafði skilning á því að kjósendur í Reykjavík skyldu refsa fulltrúum þeirra flokka sem sátu í borgarstjórn kjörtímabilið 2006 – 2010 fyrir þann sirkus sem gekk á fyrri hluta tímabilsins.“
benda til þess að ég sjái borgarfulltrúa á einhverjum stalli?
Því fer enn meira fjarri að ég telji það yfir þeirra virðingu hafið að taka þátt í Gleðigöngu Hinsegindaga.
Finnst þér pistill minn „Fjölbreytni, gleði og frjálslyndi“
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/08/05/fjolbreytni-gledi-og-frjalslyndi/
benda til þess?
Hins vegar á tilraun Jóns Gunnars til að niðurlægja samstarfsmenn sína með því að fara fram á að þeir gangi gæsagang í gæsabúning á eftir „foringjanum“ ekkert skylt við samstöðu með samkynhneygðum – og því mikilvæga tákni sem Gleðiganga Hinsegindaga er.
@Alfred Jónsson.
Megas er iðulega kallaður Magnús Þór í fjölmiðlum. Hann hefur ekki kippt sér upp við það hingað til.
ókei, leiðréttu þá nafnið og biðstu afsökunar á því að snúa út nafni borgarstjóra.
Jón Skafti.
Maðurinn heitir Jón Gunnar. Það er enginn útúrsnúningur.
Gagnrýni þín Hallur á Jón er alltaf varðandi hvernig hann lætur en aldrei hvað hann gerir (stjórnskipulega)
Það er ekki hægt að sjá annað en að ástæðan fyrir því að þér mislíkar hann sé aðalega vegna þess að þér fynnst hann ekki bera sig og koma fram „eins og pólitíkussar eiga að koma fram“
Mér fynnst hátterni borgarstjóra skipta nákvæmlega engu máli ef hann er ekki að selja Hannesi Smárasyni Orkuveituna og/eða stunda stúdentapólitíkussa ræðuhefð.
En ekki kemur mér á óvart að menn af þínu sauðhúsi setji hitt framar (enda eru þið hefðbundnir „flokksmenn“ mesta ólukka sem íslendingar hafa þurft að kljást við)
Kristrún.
Hvað hefur hann GERT stjórnskipulega?
Í þjóðskrá heitir hann Jón Gnarr Kristinsson. Það er enginn útúrsnúningur Hallur.
Þegar hann var í Réttó var hann Jón Gunnar. Punktur.
… en það er reyndar merkilegt að umræðan snýst um hvort maður sem skírður var Jón Gunnar – en bjó til listamannsnafnið Jón Gnarr – megi vera kallaður Jón Gunnar eða ekki.
Kjarni málsins er framkoma mannsins – og hvort hann valdi starfinu sínu – en ekki nafnið.
Skil að stuðningsmenn borgarstjórans vilji sem minnst um það tala 🙂
Borgarstjórinn er orðinn akkilesarhæll Bezta flokksins sem stjórnmálaafls.
Hallur
Bara svo lengi sem hann gerir ekki neitt þá mun hann hafa staðið sig betur en allir liðsmenn fjórflokksins til samans síðustu 20 ár
Og ef þú villt dæmi þá höndlaði Besti flokkurinn Orkuveituskuldasúpu viðbjóðinn sem þinn flokkur á meðal annars stórann heiður betur en þið gætuð nokkurn tímann (og það er btw eitthvað sem þið hafið sýnt og sannað)
Æi, Hallur minn …
Hvað sem hann hét í Réttó … þá er hann búinn að láta breyta nafninu sínu í þjóðskránni hreinlega (líkt og fjölmargir aðrir). Svo hann heitir ekki Jón Gunnar lengur.
Ég get heldur ekki tekið undir með þér að þetta sé svona óskaplegur dónaskapur við borgarfulltrúana. En menn eru mis hörundssárir.
Vissulega hefði mátt vanda undirbúning betur og taka ákvarðanir um þema í sameiningu (hafi það ekki verið gert).
Kristrún.
Því miður hefur þú rangt fyrir þér með OR. En það er annað mál. Reyndar kom Jón Gunnar ekki nálægt því verkefni – það voru aðrir meðlimir Bezta + Samfó!
Elfa.
Ég get lofað þér að ef það hefði verið Hanna Birna eða Dagur B. sem hefði sem borgarstjóri farið fram á það við borgarfulltrúa að þeir klæddu sig upp sem gæsir og gengju gæsagang á eftir bíl sem æki henni í skrúðgöngu – þá hefði allt logað.
En „massmedia pettið“ Jón Gunnar borgarstjóra – hann má ekki gagnrýna!
Vek athygli á að menn eiga afar erfitt með að benda á eitthvað sem Jón Gunnar hefur gert af viti í stjórnsýslunni!
Hins vegar standa sumir meðflokksmanna hans í Bezta sig ágætlega – og eru leggja sig fram um að vinna vinnuna sína.
Svo ég beri nú aðeins í bakkafullan lækinn þá langar mig að endurtaka að þegar þú neitar að kalla manninn því nafni sem hann vill ganga undir núna og rígheldur í gamla nafnið hans þá er það finnst mér eins konar uppnefning og þar með óvirðing.
Mér finnst það vera ljóður á þínum málflutningi Hallur að þegar þú hefur verið hrakinn úr einu orðræðuvíginu í annað og ert í raun rökþrota að lokum (þ.e. hvað varðar Jón Gunnar vs Jón Gnarr) að jafnvel þá viðurkennirðu ekki að þú hefur rangt fyrir þér heldur rembist áfram eins og rjúpa við staurinn.
Þetta er plagsiður á Íslandi og sennilega kennt í stjórnmálaskólum allra fjórflokkana, aldrei að viðurkenna villu, aldrei að biðjast afsökunar. Frekar leiðinlegt.
Ég hegg reyndar eftir því að þú ritar, Dagur B. en ekki Dagur Bergþóruson Eggertsson……
Eitt það besta sem Jón Gnarr hefur gert er að mynda um sig þetta stjórnmálaafl sem hrakti fjórflokkana (að mestu) fra völdum. Enn fremur hefur hann verið frekar hrokalaus í embætti og t.d. beðist afsökunar á ýmsum mistökum og að mestu komið fram af kurteisi og nærgætni sem ýmsir í stjórnmálum á Íslandi svo og víðar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Það er um að gera að láta skoðanir sínar í ljós, en hvers vegna þessi kjánalega lítilsvirðing að geta ekki kallað manninn sínu rétta nafni. Því sem hann heitir núna í þjóðskrá?
Ef pistlahöfundur telur borgarstjóra hafa sýnt óvirðingu, þá er hann ekki hótinu betri sjálfur.
Fellur á eigin bragði og þrjóskast við þrátt fyrir að ábendingum rigni yfir hann.
Borgarstjórinn í Reykjavík heitir ekki Jón Gunnar, svo Hallur er væntanlega að tala um einhvern annan en Jón Gnarr eða…?
Kæri Hallur
Það er orðið ofsa barnalegt þessi þrátugga hjá þér með nafnið sem maðurinn ekki ber … og dregur úr virðingu fyrir öðrum málflutningi hjá þér.
Ég hugsa reyndar að Jon Gnarr hlæi hæst að því.
Varðandi Hönnu Birnu og ef hún hefði slegið upp slíkri göngu … þá hefði mér fundist það frábært og stórskemmtilegt. Ég hefði stutt hana heilshugar og ekki skorast undan því að vera með í gæsahópnum … ef mér hefði staðið það til boða.
Þetta snýst nebbla ekkert um hægri, vinstri, upp og niður. Heldur um hversu háalvarlega og hátíðlega fólk tekur sig. Virðingin fæst nefnilega ekki með uppsafningshætti og taktföstum gangi. Heldur því í að vera almennileg manneskja.
Mér hefur aldrei fundist Hanna Birna sérstaklega hátíðleg og dettur því ekki í hug að taka þessa umræðu neitt gegn henni.
En þú ert greinilega nokkuð hátt uppi 🙂
Var þetta ekki bara djók, þetta með „gæsirnar við tjörnina“ ?
Nú fylgdist ég með göngunni og sá Borgarstjórann, en sá enga „gæsabúninga“, missti kannski af þeim.
Kannski bara klaufaleg mistök hjá Jóni Gnarr, að ætla að Framsóknarmenn allra flokka hafi húmor…
Það er gríðarlega stekt lím í þessum meirihluta – leikarinn í borgarstjórahlutverkinu getur gert hvað sem er það mun engu breyta um setu þessa meirihluta.
Þeir munu sitja samt út kjörtímabilið – allir vita hversvegna.
@Einar Karl
Fyrirgefðu – en ef gamli fjórflokkurinn notaði sömu röksemdarfærslu og Jón Gunnar kemst upp með – og þú beitir – var þá aðdragandi hrunsins og hrunið ekki „bara djók“ – og þar af leiðandi OK?
Kæri Hallur! Ég er alveg hlynntur því að þú takir afstöðu til þess sem borgarstjórinn er að gera og að þú kunnir ekki að meta það er þitt eigið val og bara gott og blessað. Eeeen!!!!! Kallaðu Borgarstjóran í guðanna helvítis bænum réttu nafni!!! Hann lét breyta nafni sínu úr Jón Gunnar í Jón Gnarr og er ALLTAF nefndur þannig! Er bara skrípaleikur og stælar hjá þér að kalla hann Jón Gunnar endalaust. Og hver er Magnús Þór? Og hvað er Iðulega hjá þér?? Er það svona 1 sinni á ári??
Þú verður að stoppa í 5 ára hugsuninni! Virkar eins og sérst svona lítið barn sem ert með stæla með því að uppnefna Jón Gnarr… Haltu frekar áfram (kannski góðum skrifum) allavega málefnalegum og skrifum í stað þess að vera með barnastæla!! úff ég er með kjánahroll að vera í raun að „skamma“ þig fyrir svona stæla!
Sæll Hallur,
Hulseyismi þinn þegar borgarstjóri er annars vegar er að verða ansi pínlegur. Maður hlýtur að spyrja sig hvort hann hafi eitthvað gert þér þegar þið voruð saman í Réttarholtsskóla. Eða hvort þú sért með vonda samvisku gagnvart honum frá þeim tíma.
Í bréfi Jóns Gnarr til borgar- og varaborgarfulltrúa er hvergi talað um gæsabúninga eða gæsagang. Það er augljóst að það er skrifað er í léttum dúr og ætlað að kalla fram spaugilega mynd af gæsaungum á vappi eftir móður sinni. Það er leikur með þekkt minni úr lífi og menningarsögu borgarinnar, sjálfa Fröken Reykjavík og fuglana á Tjörninni. Hins vegar virðast sjálfstæðismenn og þú hafa túlkað það á versta veg. Þeir móðgast vegna sjálfra sín og þú móðgast fyrir hönd samkynhneigðra. Hvaðan þér kemur umboð til þess liggur hinsvegar ekki ljóst fyrir. Skilningur ykkar á bréfinu hlýtur því að skrifast á ykkar eigin reikning en vekur upp spurningar um það hverju þið eru vanir að þurfa kyngja frá þeim sitja ofar ykkur í valdapýramídanum úr því að þið bregðist við af svo algjöru húmorleysi.
Sjálfur gekk ég á eftir vagni Frökenar Reykjavíkur í Gleðigöngunni og varð ekki var við annað en að framlagi borgarstjóra og borgarfulltrúa Besta flokksins hafi verið vel tekið af borgarbúum, jafnt gagnkynhneigðum sem þeim sem gamanið var gert til heiðurs. Og sjálfum þykir mér ég ekki hafa verið niðurlægður af því að taka þátt tiltækinu.
Einu sinni þótti mér þú hafa ýmislegt málefnalegt fram að leggja í okkar litla samfélagi, og stundum bregður því enn fyrir, en þessi síendurteknu og barnalegu heiftarskrif þín um Jón Gnarr eru þér til mikillar minnkunnar og gefur öðrum pistlum þínum holan hljóm.
Bestu kveðjur,
Sjón (sem þú mátt alveg kalla eitthvað annað ef það skyldi slá á þessa nýfundnu gremju þína)
Sigurjón Birgir Sigurðarson Geirdal 🙂
Þessi ótrúlega þykkja og æsingur fólks sem virðist um það bil vera að fara af límingunum yfir því að ég kalli Jón Gunnar Jón Gunnar er eins og sena úr bók eftir Braga Ólafsson.
Verð að benda þér á eftirfarandi setningu úr bréfi borgarstjóra:
„Við munum koma fram sem Fröken Reykjavík og gæsirnar við Tjörnina. Hugmyndin er að borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar og vinir geti gengið í hóp á eftir bílnum sem ég verð í.“
Mér leið eins og ég hefði fengið Argóarflís í tánna þegar ég áttaði mig á að þú – af öllum – þykist ekki skilja sneið borgarstjórans til borgarfulltrúanna.
… og Sjón!
Ég hef skrifað á gagnrýnin hátt um stjórnmál og stjórnmálamenn í nær 30 ár. Sagt það sem mér finnst. Oft verið afar hvass – og þegar mér hefur fundist tilefni til gagnrýnt af hörku fyrri borgarstjóra eins og Davíð Oddsson, Ingibjörgu Sólrúnu, Dag Bergþóruson, Ólaf Friðrik, Villa Vill og Hönnu Birnu.
Einnig forsætisráðherra eins og Steingrím Hermannsson, Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Sú harða gagnrýni mín hefur ALDREI verið túlkuð sem „barnaleg heiftarskrif“ – þótt hún hafi verið harðari en skrif mín um leiðtoga Bezta flokksins.
Og ég hef ALDREI áður upplifað eins mikla hysteríu yfir skrifum mínum og tiltölulega saklausa gagnrýni mína á Jón Gunnar borgarstjóra – sem ég hef gagnrýnt fram undir þetta sem fyrst og fremst TÁKN borgarkerfisins þar sem hann er æðsti embættismaður þess! Þangað til núna þegar hann toppar sirkusinn.
Sigurjón Birgir Sigurðarson Geirdal.
Þú veist jafn vel og ég af hverju stuðningsmenn Jóns Gunnars eru svona viðkvæmir fyrir gagnrýni á borgarstjórann.
Þeir óttast að upplifa á eigin skinni sannleikann í gamla ævintýrinu hans Hans Christian Andersen – „keisarinn er ekki í neinum fötum!“
Tek undir með Sjón hérna að ofan. En langar að bæta við einu. Og vitna hér í orð Halls:
„Þegar hann var í Réttó var hann Jón Gunnar. Punktur.
… en það er reyndar merkilegt að umræðan snýst um hvort maður sem skírður var Jón Gunnar – en bjó til listamannsnafnið Jón Gnarr – megi vera kallaður Jón Gunnar eða ekki.“
Hallur getur ekki viðurkennt að hér hefur hann sjálfur gert nafn borgarstjóra að aðalatriði. Með því jú að kalla hann nafni sem hann ekki heitir allan pistilinn í gegn auk þess að rangnefna hann í öllum sínum kommentum á eftir.
Að öðru leyti get ég sagt eins og aðrir hér, þú hefur gert þig að hálfgerðu fífli í þessum skrifum um Jón Gnarr, kannski er hægt að segja að þú hafir átt áður góða spretti á þessari síðu.
Ég skil ekki þessa viðkvæmni sumra yfir þessu bréfi borgarstjóra. Sama hvað ég reyni, ég sé ekkert annað en húmor í bréfinu og skemmtilega hvatningu til að vera með atriði saman í göngunni, með smá irony sem gerir húmorinn bara betri. Really!
… já, Sigurjón Birgir Sigurðarson Geirdal!
Gleymdi einu 🙂
Við Jón Gunnar vorum ekki samtíða í Réttó!
Þórarinn.
Ég gerði ekki nafn Jóns Gunnars að aðalatriði – það voru þeir sem virðist um það bil vera að fara af límingunum yfir því að ég kalli Jón Gunnar Jón Gunnar – sem ákváðu að gera það að aðalatriði – væntanlega til að draga athyglinni frá GERÐUM eða GERÐALEYSI Jóns Gunnars.
… og þú veist jafn vel og ég af hverju stuðningsmenn Jóns Gunnars eru svona viðkvæmir fyrir gagnrýni á borgarstjórann.
Þeir óttast að upplifa á eigin skinni sannleikann í gamla ævintýrinu hans Hans Christian Andersen – “keisarinn er ekki í neinum fötum!”
Jæja Hallur. Ég held þetta sé bara orðið gott.
Svart er hvítt og hvítt er svart. Punktur.
Ein stutt spurning. Hvað myndir þú kalla Önnu Kristjánsdóttur vélfræðing?
@ Flottur Agnar! Vel gert!! 😉
@Agnar.
Ég hef alltaf kallað Önnu vinkonu mína Önnu.
Ertu að gefa í skyn að Jón Gunnar sé að fara í kynleiðréttingu?
Hélt að kellingakerfið væri bara Hinsegindagamúndering!
Að kalla mann aftur og aftur og aftur
öðru nafni en hann heitir
er einelti.
Ekki er að furða, eða hitt þó heldur, að Hallur þessi Magnússon
móðgist hér fyrir hönd þeirra sem löngum hafa þurft
að þola uppnefni.
Hvernig er það niðurlægjandi fyrir samstarfsmenn borgarstjóra að hann biðji þá að taka þátt í gleðigöngu með sér? Viltu ekki útskýra það nánar?
Það kemur nákvæmlega EKKERT fram um gæsagang eða búninga borgarfulltrúa í bréfi borgarstjóra. Þetta stendur hins vegar:
„Hugmyndin er að borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar og vinir geti gengið í hóp á eftir bílnum sem ég verð í. “
Hvernig er þetta niðurlæging fyrir borgarfulltrúa?
You went full retard man ! – never go full retard !!
@anna
„Við munum koma fram sem Fröken Reykjavík og gæsirnar við Tjörnina. Hugmyndin er að borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar og vinir geti gengið í hóp á eftir bílnum sem ég verð í.“
Ef borgarfulltrúar eiga að vera „gæsirnar“ í búningagöngu – þá hljóta þeir að klæðast einhverju sem minnir á gæsir – enda var Jón klæddur sem kona.
Gæsir sem ganga á eftir bílnum ganga gæsagang.
Staurblinda aðdáenda Jóns borgarstjóra á hegðan hans er aðdáunarverð – og slær fullkomlega út hefðbundan formannshollustu í Framsókn og Sjálfstæðisflokki.