Þriðjudagur 09.08.2011 - 15:17 - 7 ummæli

Rústar Bezti Sögusafninu?

Bezti flokkurinn er að rústa Sögusafninu í Perlunni. Það hlýtur að vera misskilningur. Trúi ekki að listaspírurna í Bezta vilji sögusafnið feigt. Treysti því að borgarstjórinn bjargi Sögusafninu hið snarasta.  Svona eins og Kalli í Baggalút gerði þegar hann lokaði snarlega slysagildru við Tunguveg eftir að ég benti á  barnaslysahættu þar í pistli.

Bezti flokkurinn ber nefnilega ábyrgð á bráðabirgðaforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem sagði upp leigumsamningi við Sögusafnið í Perlunni sem hefur verið starfrækt í tíu ár í einum vatnstankinum sem ber uppi alþekktan glerhjúpinn í Öskjuhlíðinni.

Nú bíðum við og sjáum hvort Bezta og borgarstjóranum er annt um menninguna …

PS. Af tillitssemi við aðdáendur borgarstjórans þá kalla ég hann ekki skírnarnafninu hans sem er Jón Gunnar eins og ég gerði í síðasta pistli. Aðdáendur borgarstjórans fóru nefnilega af límingunum við það. Því kalla ég Jón Gunnar bara borgarstjórann í þessum pistli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Siggy Silly

    Vá hvað þú ert með feitan boner fyrir „borgarstjóranum“

    ekkert er of petty fyrir þig

  • Hallur Magnússon

    Siggy Silly!

    Saknaði þín í síðasta Bezta debatt!

  • Siggy Silly

    Ef einstreingislegt hatur þitt á Jóni Gnarr myndi ekki skýna í gegnum þessa valminnis pistla þína þá væri kannski hægt að kalla þetta „debatt“

    En það vita allir sem vilja vita að þú ert ekkert annað en ílla dulbúinn frontur til að bera út spin fyrir framsóknarflokkinn (aka La Cosa Nostra íslands)

  • Hallur Magnússon

    Siggy Silly.

    Mér þykir vænt um Jón. Hef bara orðið fyrir miklum vonbrigðum með hann sem borgarstjóra.

    Treysti hins vegar á hann í þessu máli – eins og skýrt kemur fram í pistlinum.

    En hvað ertu að blanda Framsóknarflokknum í þetta?

    Þótt Framsóknarflokkurinn sé að vera 100 ára – þá nær hann ekki að vera hluti hins merkilega Sögusafns sem OR er að slátra.

    Sem sagnfræðingur berst ég að sjálfsögðu fyrir áframhaldandi tilvist Sögusafnsins.

    Treysti því að borgarstjórinn sé á sömu skoðun – og reddi málunum.

  • Jón Skafti Gestsson

    Vá hvað þú ert aumkunarverður. Þú bara þurftir að halda áfram að kalla hann Jón Gunnar.
    Ég kíkti nú bara hingað inn í þetta skiptið til að sjá hvort þú værir maður í að biðjast afsökunar á stælunum í síðustu færslu en svo er greinilega ekki.

  • Orkuveitan er á hausnum og það stendur til að selja Perluna, ef það er hægt.

    Hvernig á að „bjarga Sögusafninu“ ef Perlan verður seld? Þetta safn hlýtur að geta starfað annars staðar en bara í þessu húsi.

  • Hallur Magnússon

    Anna.

    Það var engin ástæða til að segja safninu upp fyrr en nýir eigendur festu kaup á Perlunni – ef Perlan selst.

    Hvað veit Orkuveitan um það hvort mögulegir nýir eigendur vilji safnið út – eða hafa það á staðnum til að styðja aðra starsemi í Perlunni?

    Þetta er eins og annað við „endurskipulagningu“ OR. Göslaragangur þar sem menn haga sér eins og fílar í postulínsbúð.

    Vandamálið er að það er EKKI hægt að „flytja“ þetta safn annað. Það er byggt inn í tankinn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur