Þriðjudagur 09.08.2011 - 19:19 - 11 ummæli

Skatt á innistæður í Seðlabanka

Ríkisstjórnin á að setja aukalegan 10% skatt á innistæður í Seðlabanka Íslands. Það hefði tvennar mikilvægar afleiðingar í för með sér. Annars vegar skapar það vænar skatttekjur frá þeim sem eru í efnaðri kantinum. Hins vegar hrekur aðgerðin það lata fjármagn sem liggur í Seðlabankanum á kostnað samfélagsins  í stað þess að vinna fyrir samfélagið í uppbyggingu efnahagslífsins og atvinnulífsins í landinu.

Því ekki hefur ríkisstjórnin staðið sig í að byggja grunn undir fjárfestingar – þvert á móti unnið gegn þeim.

Þessi skattlagning eykur hagvöxt og tryggir ríkinu enn meiri tekjur en annars – á meðan skattahækkanir ríkisins hins vegar hafa dregið úr hagvexti og hlutfallslega rýrt tekjur ríkisins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Björn Kristinsson

    Það er mun eðlilegri leið að lækka vexti undir VTN. Þannig yrði til neikvæðir innláns og útlánsvextir.

    Með þessu myndi nást nokkur atriði:
    1) Fjármagn yrði að leita út úr bönkum
    2) Fólk myndi endurfjármagna sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð þannig að lánasafnið yrði t.d. að helmingi verðtryggt en að helmingi óverðtryggð
    3) Ríkið gæti endurfjármagnað sig og lækkað þannig fjármagnskostnaðinn vegna halla.

    Kosturinn við þetta yrði að peningastjórnun SÍ yrði mun öflugri og beittari.

    Sem sagt Hallur, enga skatta, lækka vexti. Það er eðlilegri nálgun markaðarins.

    ps. Núverandi hækkun á verðbólgu er að megninu til vegna hækkunar á húsnæði og innfluttrar hækkunar á hrávöru.

  • Halldór Halldórsson

    Ertu ekki farinn að stelast í hugmyndir Lilju Mósesdóttur, Hallur? Mér finnst að þú ættir þá að geta heimilda!

  • Æ, Hallur þessar hugmyndir verða sífellt ævintýralegri.
    Hlutverk Seðlabanka er að viðhalda efnahagslegan stöðugleika og að skattleggja það væri einsdæmi í efnahagssögunni. Ég get raunar ekki skilið að Seðlabankinn græði á þessu minnir mig á mynd á Andrésblaði sonar míns þar sem Jóakim önd stóð ofan í fötu og lyfti sér upp í fötunni.
    Minni raunar á að gjaldþrot Seðlabankans kostaði ríkið nærri 300-400 miljarða eftir gengi.
    Þetta er þvílik snilldarhugmynd að hún slær við gullgerðarlistinni, en því miður það er ekki hægt að búa til verðmæti á þennan hátt.

    Þegar og ef tekst að koma krónunni á flot og leysa jöklabréfavandamálið með yfir 400 miljarða af erlendu fé læst inni í íslenska hagkerfinu. Lítið traust og gengdarlaus hallarrekstur ríkisins. Háar vaxtagreiðslur (1/5 af útgjöldum ríkisins og það gæti snarhækkað) og hröð skuldasöfnun ríkisins og þar virðast flestallir stjórnmálaflokkar með þorra almennings vera í algjöri afneitun en niðurstaðan verður lítið annað en gríðarlegur niðurskurður enda verður þjóðfélag ekki rekið á óskhyggju og bjartsýni.
    Höggið við að fleyta krónunni verður væntanlega gríðarlegt enda er gengi aflandskrónu nær stöðugt um 260 íkr per € meðan Seðlabankagenið er um 100 Íkr lægra.
    Vextir endurspegla áhættu. Track record er að hér er fé læst inni og vextir skrúfaðir niður og búið til einhver undarlegt lokað míkróskópisk hagkerfi þar sem mörg fyrirtæki eru rekin af bönkunum sem eru gjaldþrota og eru innheimtufyrirtæki. Íslendingar geta auðvitað valið að þjóðnýta íbúðarskuldir lansmanna í toppi eignabólu sem er viðhaldið af lánastofnunum til að halda uppi „eignastöðunni“ er náttúrlega hluti af leikritinu sem er „Við borgum ekki við borgum ekki“ farsi eftir Dario Fo en mun því miður þróast í grískan harmleik.

  • Hallur Magnússon

    @halldór

    Voru hugmyndir Lilju ekki að skattleggja útflutning?
    Ekki algalin hugmynd – ef skattprósentan væri einungis 1%.

  • Halldór Halldórsson

    Án þess að vera sérfræðingur í Lilju, þá veit ég ekki betur en að hún hafi stungið upp á því að sérstakur skattur yrði settur á „flóttareikningana“ í Seðlabankanum; strax eftir hrunið?

  • Björn Kristinsson

    @Hallur

    Að skattleggja útflutning nú af því gengi IKR sé svo lágt. Eiga þá ekki sömu greinar inni skattaafslátt þegar gengi EUR var um 85 að meðaltali frá 2004 til 2008. Það verður að vera ákveðin sanngirni í umræðuhefðinni.

  • Hallur Magnússon

    @björn
    tímabundin væg skattlagning vegna núvevandi efnahagsástands gæti verið réttlætanleg – en alls ekki í þeim hæðum sem Lilja talar um.

    slík skattlagning er skárri en sú skattpíning sem ríkisstjornin hefur lagt á þjóðina – og sem hamlar uppbyggingu efnahagslífsins.

  • Voru tillögur Lilju ekki þær að skattleggja þá peninga sem vildu fara úr landi? Þannig ætlaði hún reyndar að stöðva flótta fjármagnsins úr landi með skattalegum leiðum í stað yfirgripsmikilla hafta en einnig að hafa af því nokkrar tekjur fyrir ríkissjóð.

    Nú hefur verið stungið upp á því að skattleggja hagnaðinn sem aðilar fá vegna krónu- og gjaldeyrisútboða Seðlabankans. Hámarksávinningur af þeim gæti verið ca 11 milljaðar og því er eftir miklu að slægjast. Hins vegar eru Lífeyrissjóðir einu aðilarnir í útboðunum undanþegnir fjármagnstekjuskatti og allir aðrir ættu að borga skatt af hagnaðinum.

    Þá er þetta spurning um það hvort Lífeyrissjóðirnir eigi að greiða skatt og hvort verkalýðsfélögin verði sátt.

  • Björn Kristinsson

    Hallur, samkvæmt því ættu fyrirtæki eins og Actavis, Össur, CCP, Promens o.s.frv. þar sem meginhluti tekna kemur frá útflutningi að bera sérstakan útflutningsskatt.

    Í alvöru hvað er það sem þessi fyrirtæki hafa gert sem réttlætir slíkt. Í öllum tilvikum eru þetta fyrirtæki sem hvorki nýta fiskauðlind né orku (nema að litlu leiti).

    Hvað með öll sprotafyrirtækin sem gætu farið á flug á næstunni, fyrirtæki eins og datamarket ?

    Það gildir eins fyrir fyrirtæki sem og almenning að það verður að virða jafnræðisreglu.

    Ég skal vera alveg hreinskilin varðandi það hvers vegna atvinnuuppbygging og fjárfesting er svo hæg hér á landi. Að stærstum hluta er það vegna pólitískrar óvissu og það skiptir engu máli hvar menn standa í flokki. Hvorki fjárfestar né fyrirtæki vita ekki í hvorn fótinn eigi að stiga. Það hangir yfir öllum að íslenskir stjórnmálamenn taka í sig „dutlunga“ sem er svo séríslenskir að engu lagi er líkt. Þetta eitt og sér er það sem skilur á milli.

  • @ Björn
    Það að lítið hafi gerst hér í atvinnuuppbyggingu byggist á því að við höfum ekki menntað það fólk sem þarf. Við erum með fáa efnafræðinga, fáa stærðfræðinga, fáa einstaklinga sem eru hámenntaðir innan tæknigreina.
    1. Skortur á þekkingu:

    Við erum með lélega háskóla, raunar 7 þar sem HÍ er eini sem getur titlað sig sem alvöru háskóla (university) þótt hann standi hinum norrænu háskólum langt að baki enda fær hann lægstu greiðslu á nemenda sem þekkist.
    Hér hefur bæði grunnskólinn og menntaskólinn brugðist.
    Það er verið að unga út lögfræðingum úr 4 svokölluðum háskólum, aragraúa fólks ennþá með viðskipta og hagfræðimenntun með einhver verðlaus „pungapróf“ MBA eða hvað?. Stjórnmálafræði eða eitthvað álíka okkur vantar þekkingu og það vilja fáir inn á íslenska láglaunasvæðið og við erum í raun með „brain drain“ þar sem fólk er að yfirgefa landið í stórum stíl. Þetta sést best á læknum þar sem auðveldast er að hafa yfirsýn yfir þá. Það er enginn eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálmönnum, lögfræðingum eða fólk með viðskipta/hagfræðimenntun og íslensk háskólapróf og starsreynslu í íslensku fjármálalífi.

    2. Fjármagn.
    Það vantar fjármagn, lítið traust, bankar eru einungis innheimtustofnanir. Fjármagn leitar í litla áhættu, jafnvel í steinsteipu.

    3. Gjaldeyrishöftin: með krónurar 3 hina verðtryggðu, aflandskrónuna og haftakrónuna.
    Gera í raun alla erlenda fjárfestingu nánast ógerlega og strokar okkur út af hinu efnahagslega korti.
    Forsenda þess að hægt er að lostna undan gjaldeyrishöftunum er að ná tökum á fjálagahallanum og þessi ríkisstjórn hefur í raun gefist upp og stjórnarandstaðan virðist einning ráðlaus. Já 20-25% niðurskurður er ekkert þægilegur.

    4. Vingl með skatta og álögur enda virðist núverandi ríkisstjórn ætla að éta upp atvinnulífið til að næra hið opinbera og ekki er það betri frá svokölluðu hægrafólki þeir halda að kakan stækkar með að skera niður skatta eða þessi glórulausa óskhyggja að byrja á einhverjum ríkisframkvæmdum, koma hjólunum af stað en með hverju úr gjaldþrota ríkissjóð.

  • Hallur Magnússon

    Gunnr.
    Rétt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur