Miðvikudagur 10.08.2011 - 10:27 - 5 ummæli

Samvinnukonan Eygló Harðar

Eygló Harðardóttir er einn fárra þingmanna sem náð hefur að lyfta sér upp úr skotgrafarhernaði upphrópanna og æsingastjórnmála og lagt megináherslu á uppbyggjandi og lausnarmiðaða pólitík þar sem grunnþemað er samvinna í víðtækasta skilningi þess orðs.

Nú síðast kallar Eygló eftir samvinnu um málefni Suðurnesja þar sem ástandið er vægast sagt alvarlegt.

Það er rétt sem Eygló segir:

„Að benda og kenna einhverjum um kemur að litlu gagni fyrir þá sem fá ekki vinnu, þá sem horfa á eftir húsnæði sínu á uppboð, fyrirtækinu í gjaldþrot eða börnunum til útlanda,“

Að sjálfsögðu eiga stjórnmálamenn og aðrir að taka höndum saman og vinna að lausn mála á Suðurnesjum á grundvelli samvinnu en ekki pólitískra átaka sem einungis skaða Suðurnesin.

En stjórnmálamenn eiga ekki einungis að taka höndum saman um málefni Suðurnesja – heldur um lausn þess vanda sem við Íslendingar stöndum frammi fyrir sem þjóð.

Því miður hefur lítill vilji verið hjá stjórnmálamönnum til að vinna saman að lausn vandans. Hvorki stjórn né stjórnarandstaða. Þess í stað hafa upphrópanir og ásakanir gengið á báða bóga og staðan því miklu verri en annars hefði getað orðið.

Er ekki kominn tími á samvinnu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Mér sýnist að þú gleymir þingmönnum Hreyfingarinnar sem hafa að mörgu leyti brotið blað hvað þetta varðar.

  • Arnór Valdimarsson

    Sammála Rakel.
    Það vantar líka sannarlega að klára að skifta út hruna þingmönnum, úr hvaða flokkum sem þeir koma.
    Annað er ekki forsvaranlegt.

  • Hallur Magnússon

    Halló!
    Viljið þið ekki lesa pistilinn minn betur:

    „Eygló Harðardóttir er einn fárra þingmanna …“

    Útilokar engan þingmann – enda fleiri þingmenn í öllum flokkum sem hafa hagað sér.

  • Hrafn Arnarson

    Það er alveg ljóst að Eygló Harðardóttir er besti þingmaður Framsóknar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur