Mánudagur 05.09.2011 - 08:49 - 2 ummæli

Íslensk óeirðalögregla?

Það mætti ætla að stjórnvöld stefni að því að breyta íslensku lögreglunni í óeirðalögreglu. Ekki óeirðalögreglu í hefðbundnum skilningi þar sem sérútbúin lögregla tekst á við óeirðaseggi – heldur í lögreglu sem neyðist til að standa fyrir óeirðum.

Nú  hafa íslenskir lögreglumenn verið samningslausir í næstum ár. Kjör þeirra eru ekki á þann veg að þau laði að það vandaða fólk sem nauðsynlegt er að skipa gott lögreglulið. Lögreglan hefur ekki verkfallsrétt og getur því ekki þrýst á stjórnvöld til að ganga til samninga með verkföllum.

Við eigum ennþá góða og faglega lögreglu – en slík lögregla er ekki sjálfgefin. Það höfum við séð í ríkjum víða um heim.

Fagleg og öflug lögregla sem vinnur á grunni þess lýðræðis sem við byggjum samfélag okkar á er einn af hornsteinum samfélagsins. Þessi hornsteinn er að molna þar sem lögreglumenn eru hreint og beint að gefast upp vegna of mikils álags og allt of lágra launa.

Við verðum að hafa skilning á því að löggæslan kosti peninga – og ríkisvaldið verður að halda uppi faglegri lögreglu. Ríkisstjórn og Alþingi verða að gera sér grein fyrir þessari staðreynd.

Sem betur fer er íslenska lögreglan enn skipuð mörgum reyndum mönnum sem nánast vegna hugsjóna hafa ekki gefist upp. Slíkir lögreglumenn breyta sjálfum sér ekki í óeirðalögreglu. En hversu lengi halda þessir menn út?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Það hlýtur að vera hægt að redda lögreglunni með því ð steypa hús.

    Stórt hús.

    Er það ekki „séríslenska“ leiðin sem gripið er til ef það stefnir í óefni í einhverjum málaflokki?

  • Their halda endalaust út, slíkt er thýlyndi theirra við Valdstjórnina, enda ráðast their gegn heimilinum og heimavarnarliðinu í umboði hennar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur