Föstudagur 09.09.2011 - 10:07 - 6 ummæli

Stjórnarráðsfrumvarp fyrir Vigdísi!

Vinkona mín hún Vigdís Hauksdóttir var að gagnrýna harðlega fyrirliggjandi frumvarp ríkisstjórnarinnar um Stjórnarráð Íslands á Alþingi í gærkvöldi. Gott og vel.  En af hverju leggur hún ekki bara fram frumvarpið sem vel  mönnuð stjórnlaganefnd Framsóknarflokksins vann eftir mikið málefnastarf árið 2007?

Frumvarpið er hluti skýrslu Stjórnarráðsnefndar Framsóknarflokksins.

Meginatriði í tillögum nefndarinnar eru eftirfarandi:

• Áréttað er að ríkisstjórn skiptir sjálf með sér verkum en ekki löggjafinn.

• Grunneiningar Stjórnarráðsins verði um 60 skrifstofur.

• Mál, sem eðli máls samkvæmt heyra saman, falla undir sömu skrifstofu.

• Unnt verður að breyta samsetningu, fjölda og heitum ráðuneyta.

• Samsetning, fjöldi og heiti ráðuneyta eru ekki bundin í lögum.

• Illsamrýmanleg mál eiga ekki að heyra undir sama ráðherra.

• Forsætisráðherra fer að jafnaði ekki með önnur málefni en æðstu yfirstjórn.

• Áréttuð er heimild til þess að skipa ráðherra án ráðuneytis.

• Bætt er við heimild til þess að skipa aðstoðarutanríkisráðherra.

• Ráðherrar sitja ekki á þingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti.

• Ekki er dregið úr sérþekkingu embættismannakerfisins og stöðugleika.

• Pólitísk forysta í Stjórnarráðinu gagnvart embættismannakerfi er stórefld.

Frumvarpið í heild með skýringum – smellið hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Athugasemd af þessu tagi nefnist „Ad hominem“…Það sem X segir er ekkert að marka, afþví að X er Y (Y til dæmis: ómenntaður, ríkur, fátækur, feitur, Framsóknarmaður). Flokksmaður er ekki þar með 100% sammála eða algjör fulltrúi alls sem hans flokkur hefur nokkurn tíman gert. Einnig er ekki hægt að nota Ad Hominem rökin „En þú ert í flokki Z!“ til að „þagga niður“ í manninum, afþví manni líki ekki orð hans, án þess að verða sjálfum sér til skammar og minnkunnar með því. Í öllum betri háskólum fær sá falleinkunn hið snarasta sem blandar nokkru sinni „Ad Hominem“ í málið og í félagsskap vandaðs og upplýst fólk hefur sá hinn sami opinberað sig sem fáfróða skrýl og ófágaðan og óvandaðan götudreng.

  • PS: Afsakið íslenskuna. Ég er franskur.

  • Hallur Magnússon

    @Jóe

    Ekkert að afsaka. Þetta er alveg þokkalega góð íslenska. Eina sem ekki er rétt íslenska – fyrir utan latínuna náttúrlega – er að það er einfalt í en ekki ý í „skríl“.

    Pistillinn er hins vegar ekki „Ad hominem“.
    Pistillinn er ekki athugasemd.
    Pistillinn er einföld spurning.

    Hvert ætli svarið sé?

  • stefán benediktsson

    Evru samningur felur í sér að við segjum við ESB. „Við erum svona mikils virði“. Þeir samþykkja það eða gera athugasemdir og á endanum semjum við um heildarverðmæti hagkerfis okkar. Þannig verður til samkomulag um gengisskráningu og hvað margar krónur verða að Evrum. Ef við tökum upp aðra mynt án slíks samkomulags við viðkomandi stjórnvöld þurfum við að kaupa á markaði og þá fer „verðmæti“ hvers og eins okkar að skipta máli. Hvað fæ ég marga Franka? Hver metur eign mína? Hver hefur betri eða verri sambönd en ég, í bankakerfinu, í stjórnkerfinu? Til þess að þjóðarsátt yrði um slíka leið yrði að fara fram eignakönnun.

  • Hallur Guðni Ágústsson er með frábæra grein í Mogganum í dag, þarft endielga að lesa hana.

  • Hallur Magnússon

    @Heiða!

    Kæri fyrrverandi bitlingaþegi SDG.

    Það var reyndar áður en þú komst að Framsókn – þe. á miðsstjórnarfundi haustið 2008 – að Bryndís slátraði Guðna Ágústssyni í einni gagnrýninni ræðu. Ræðu sem Guðni gat ekki svarað – misstti stjórn á skapi sínu -og ákvað að segja af sér í kjölfarið.

    Hatur Guðna í garð Bryndísar – sem reyndar var með málefnalega gagnrýni í miðstjórnarfundinum – hefur engum dulist.

    Ekki frekar en pirringur mágkonu Guðna – Vigdísar Hauksdóttur – sem SDG lét stilla uppí 1. sæti í Reykjavík – þar sem enginn séns var á að hún kæmist að í prófkjöri Framsóknarfélaganna.

    Ég hélt að Guðni væri meiri maður en að láta hatrið hlaupa með sig í gönur. En við höfum öll okkar veikleika.

    Guðni gerði afdrifarík mistök með þessar sérkennilegu grein sinni. Hann var „grand old man“ í augum flestra – en er nú búinn að afhjúpa sig sem bitur maður sem kemst ekki yfir að hafa misst stjórn á skapi sínu á miðstjórnarfundi haustið 2008 – og ræðst nú að boðberanum sem hafði kjark að segja „kóngurinn er ekki í neinum fötum.“

    Mér þykir vænt um Guðna – og þykir þetta frumhlaup hans miður – en hann verður að eiga þetta við sjálfan sig 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur