Mánudagur 12.09.2011 - 08:40 - 40 ummæli

Skynsemin ræður!

Skynsemin ræður hjá meirihluta íslensku þjóðarinnar sem vill halda áfram með aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Þótt meirihluti íslensku þjóðarinnar sé um þessar mundir með efasemdir um að rétt sé að ganga í Evrópusambandið þá vill skýr meirihluti sjá endanlegan aðildarsamningi til þess að taka endanlega afstöðu.

Það er fullkomlega eðlilegt að hafa efasemdir um að rétt sé að ganga í Evrópusambandið – ekki síst á þeim umbrotatímum sem nú eru í alþjóðlegu efnahagslífi sem að sjálfsögðu hefur sett sitt mark á Evrópusambandið og evruna.

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum mínum að ég er mikill talsmaður aðildarviðræðna og að ég vil að þjóðin taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu eða aðild ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar aðildarsamningur liggur fyrir. Ég hef sjálfur ítrekað sagt að þá muni ég taka endanlega afstöðu til aðildar eða aðildar ekki.

Það er ljóst að meirihluti íslensku þjóðarinnar er á sömu skoðun. Vill láta skynsemina ráða – sjá hverjar niðurstöður aðildarviðræðna verða – og taka þá endanlega afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gallharður minnihlutahópur á ekki að komast upp með að taka þann rétt af íslensku þjóðinni. Þjóðinni er nefnilega treystandi!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (40)

  • Það eina sem ekki fer fram hjá mörgum að þú ert lygahundur eins og aðrir esb-trúboðar.

    Þetta er aðlögunarferli.

    Hættu að ljúga, lygahundur.

  • Hallur Magnússon

    Eitt einkenni margra stækra andstæðinga aðildarviðræðna að Evrópusambandinu er ljótt orðbragð. Hvað veldur?

  • Pirringur vegna endalausra lyga.

    ESBsinnar geta ekki talað sannleikann og halda uppi endalausum lygaáróðri.

    Hvað veldur?

  • Nú vill ég ekki draga umsóknina til baka en orðalagið í spurningunni þykir mér nokkuð leiðandi.

    Og fyrirsögn Fréttablaðsins röng…

  • Kristján Elís

    palli er svo mikill lygahundur að hann lýgur meira að segja til um nafn

  • uhh…. spegill!!! Átakanlega sorglegur „málflutningur“ þegar fólk verður rökþrota.

    ESB segir að þetta sé aðlögunarferli, og orðið „samningar“ geti verið villandi.

    Þannig að ESB er væntanlega mesti lygahundurinn, því ég fæ þessar „lygar“ beint frá þeim.

    Kristján Elís, þú ert álíka gáfaður og kartöflupoki. Ef þú getur ekki talað af viti, slepptu því þá frekar.

  • Hérna Kristján, hérna eru lygarnar!! Beint frá ESB

    „First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

    And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“

  • Ykkar málflutningur felst einungis í að fara í manninn. Þið vitið ekki einu sinni að maðurinn er ekki einu sinni með boltann. ESB er boltann, stupid.

  • Björn Bjarna er í engu uppáhaldi hjá mér, enda enginn x-d maður né hef aldrei verið, en hér mælir hann satt og rétt frá:

    http://evropuvaktin.is/leidarar/20062/

  • Kristján Elís

    ææ var þetta svona sárt;))))

  • Hrafn Arnarson

    Palli er Páll Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Heimssýnar. Palli kemur með uppáhaldstilvísun Páls um aðlögum en Páll hefur notað hana 1001 sinni á bloggsíðu sinni. Orðbragðið er að vísu ekki jafn gáfulegt hjá Palla enda ekki hægt að ætlast til þess. Það skal tekið fram að eg rökræði ekki við nafnleysingja.

  • ?!?

    Geturðu virkilega ekki sagt neitt málefnalegt?

    Hvað á að vera sárt? Er allt í lagi með þig?

    Hvað ertu gamall?

  • Hrafn..

    Undirstrikar allt það sem ég sagði að ofan. Takk.

    Ég er að tala um lygar ESB-sinna og vitna m.a.s. í sjálft ESB.

    Þið getið ekki sagt neitt og farið í manninn.

    Undirstrikið eigin gáfur og vitsmuni.

    ..og ég er ekki þessi Páll Vilhjálmsson, og þó svo væri þá breytir það engu um þennan augljósa lygaáróður ESB-sinna.

  • Haukur Kristinsson

    Kemur ekki til greina að Páll Vilhjálmsson, sé þessi “palli”. Páll Vilhjálmsson er enginn dóni, og enn síður kjáni.

  • Hallur Magnússon

    @Haukur.
    Rétt hjá þér. Palli Vilhjálms var með mér í sagnfræðinni í gamla daga. Þrasgjarn – eins og fleiri – rökfastur og með athyglisverðar skoðanir – en hann var ekki orðljótur.

  • Hafið þið eitthvað að segja um lygaáróðurinn??

    Kanski að afneita honum? Eflaust frekar snúið að fara á móti orðum sjálfs ESB?

    Getið þið án gríns ekki gert neitt nema fara í manninn?

    Og svo vælið þið um orðaforða!

    Sjæse! Ykkur er ekki viðbjargandi.

  • Og burt séð frá orðaforða ÞÁ ER ÉG EKKI LYGAHUNDUR!!!!!

  • Athugasemd

    Var fylgjandi umsókninni.

    En nú hefur mér verið talið hughvarf af…

    Palla!

  • Hrafn Arnarson

    Úrval af ummælum Páls Vilhjálmssonar;(eins og sjá má er Páll rökfastur, þrasgjarn og með áhugaverðar skoðanir!) Steingrímur J. er svikull fjósamaður sem stelur þjóðarnytinni í bandalagi við þau öfl er hann þykist í orði kveðnu vinna gegn.–Vopn umboðslausra og fylgislítilla smælingja bíta ekki á Ólafi Ragnari. —-Á Íslandi ríkir hugngursneyð. Fréttablaðið, Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor, fákeppnisaðilar á matvörumarkiði og aðildarsinnar eru sammála um að það eitt geti bjargað okkur frá því að deyja úr hungri er frjáls innflutningur kets og innganga í Evrópusambandið.

    Upphrópin um kjötskort eru með öll einkenni múgsefjunar þar sem hagsmunaaðilar koma sér saman um að finna sameiginlegan óvin. —-Kínverskur glassúr handa íslenskum hálfvitum—Það er ekki fámennið eða návígið sem er að fara með okkur til andskotans, heldur stjórnmálamenn eins og Björgvin G. Sigurðsson.—Samfódeild Sjálfstæðisflokksins er á hinn bóginn líkega of huglaus til að láta slag standa og búa til frjálslyndan hentistefnuflokk. Sumir eru bara froðan.—-Pólitískur nauðgari sem skilur ekki NEI–Bjöggi Sex-Pistols gerist stjórnmálaskýrandi—Siðlausu fávitagenin—Pólitísk heilabilun Samfylkingar:–

  • Hrafn..

    Ertu að segja að umsóknarferlið sé ekki aðlögunarferli að óumsemjanlegu regluverki ESB og að ESBsinnar haldi ekki uppi endalausum lyga-trúarofstækisáróðri?

    Skiptir einhverju máli í því sambandi hvort ég sé þessi Páll Vilhjálmsson eða ekki?

    Athugasemd 10:33
    🙂 Gott að heyra. Sannleikurinn er sagna bestur.

    (Þessi Pál Vilhjálmsson hljómar annar sem maður að mínu skapi.)

  • Í hádegisfréttum RUV var gerð athyglisverð úttekt á skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðastliðin tvö ár á afstöðu þjóðarinnar til ESB. Það sem einkum vakti athygli í þessari úttekt var hversu niðurstöðurnar voru ólíkar. Í flestum tilvikum voru niðurstöðurnar þær að meirihluti var gegn aðild að ESB nema í þeim sem Fréttablaðið og Stöð 2 framkvæmdu.
    Hvort ósamræmið felist í því að Fréttablaðið og Stöð 2 beiti aðferðarfræði sem kalli fram niðurstöðu sem þessum miðlum er að skapi skal ósagt látið. En óneitanlega er misræmið svo áberandi og augljóst að skynsamt fólk hlýtur að taka þessu brölti Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með miklum fyrirvara.
    Og til eru þeir sem líta á skoðanakannanir þessara fjölmiðla sem hvern annan brandara líkan þeim sem ástunduð er á útvarpi Sögu. En alvarleiki málsins er sá að jafnvel mætustu menn og þokkalega skynsamir leggja trúnað á óskapnaðinn.

  • Hallur Magnússon

    @GSS.

    Menn eru svo oft að bera saman epli og appelsínur.

    Könnun Fréttablaðsins er EKKI um það hvort almenningur styðji aðild að Evrópusambandinu í dag.

    Könnun Fréttablaðsins var um það hvort almenningur teldi að draga skyldi aðildarumsókn til baka eða ekki. Niðurstaðan í því er skýr. Almenningur telur að EKKI eigi að draga umsóknina til baka.

    Það segir EKKERT um það hvort almenningur styðji aðild að ESB eða ekki. Reyndar benda síðustu kannanir – líka Fréttablaðsins – að meirihluti þjóðarinnar efist um að Íslandi sé betur borgið innan ESB en utan þess.

    Kjarni málsins er þessi:

    Skýr meirihluti almennings telur að það eigi að klára aðildarviðræður og leggja aðildarsamning í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er sammála því.

  • Þessi skoðanakönnun er auðvitað villandi. Það er spurt hvort eigi að halda aðildarviðræðum áfram eða ekki. Það er ekki spurt neitt um aðlögunarferlið.

    Bara hluti af lygaáróðrinum.

    Það er kjarni málsins, lygahundurinn þinn.

  • Hallur Magnússon

    @GSS.

    Reyndar held ég að afstaða þjóðarinnar til mögulegrar inngöngu Íslands í ESB hafi veri mjög flöktandi undanfarin tvö ár. Það er náttúrlega ákveðinn hluti sem er mjög harður á móti aðild – og ákveðinn hópur mjög harður með aðild.

    En stærri hópur er óákveðnari í málinu – og meirihlutinn er nú gagnrýnni á inngöngu en jákvæður.

    Það er því ekkert óeðlilegt að þessi hópur vilji sjá niðurstöðu aðildarviðræðna og taka þá endanlega afstöðu. Það er einfaldlega skynsamlegast.

  • Hallur Magnússon

    @Palli.

    Ertu viss um að þetta orðbragð þitt sé þér og málstað þínum til framdráttar?

  • Að kalla þig réttilega lygahund þegar þú og þínir getið ekki talað um þetta aðlögunarferli nema að ljúga?

    Hmm…. Já!! Rétt skal vera rétt.

    Ertu viss um að þú getir ekki sagt eitt orð án þess að fara í manninn? Heldurðu að það sé þínum málstað til framdráttar?

    Langar þig að mótmæla orðum ESB að þetta sé aðlögunarferli? Lát heyra.

    Lygahundur ertu og lygahundur skaltu kallaður.

    Ég skal hætta að kalla þig lygahund þegar þú hættir að ljúga.

    Hvernig hljómar það??

  • Týpískt að lygari vælir um orðanotkun þegar hann er kallaður lygari, í stað þess að reyna að sýna fram á að hann sé ekki að ljúga.

    Þarf að segja eitthvað meira en það, um lygahund eins og þig?

  • Uni Gíslason

    Páll Vilhjálmsson, heimsýnarmaður, ríkisstarfsmaður og sannarlega *ekki* blaðamaður, er dónalegur, órökfastur og dylgjugjarn gífuryrðatappi og oftar en ekki hreinn og beinn lygari.

    palli sem skrifar hér, tja.. hverjum er ekki sama hver eða hvað hann „er“, en þó veit ég það að ég skeini mér með betri pappír en palli er.

  • Uni Spuni mættur!

    Kemur með rökfastan málflutning sem leggur minn málflutning í gröfina með einu höggi og….. já nei, kanski ekki. Ekki við miklu að búast, heldur.

    Er engin von til að einn af ykkur trúðunum geti gert eina tilraun til að sýna fram á að trúarofstækis ESBáróðurinn ykkar um aðildarferli sé ekki lygaspuni frá upphafi, að ekki sé um aðlögunarferli að ræða? Einhver??

    Ykkur er ekki viðbjargandi.

  • Sigríður Jónsdóttir

    Er ekki hægt að loka fyrir IP-töluna hjá tröllinu?

  • Come on, það hlýtur að vera einhver sem getur gert a.m.k. tilraun til að sverja af sér lygaáróðurinn.

    Sigríður? Hvað með þig? Ekkert hægt nema kalla einhver nöfn? Ef þú kallar mig tröll og vilt loka á mig, þá hlýturðu að getað komið með góða ástæðu fyrir því.

  • Jæja reyni aftur að fá viðbrögð við basic pælingum – virðist virka betur að tröllast.

    1) Fyrirsögn Fréttablaðsins er röng

    2) Spurningin í könnuninni er gölluð

    63% eru ekki tveir þriðju og:

    „Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu“

    Þarna er „og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsaminginn“ algjörlega ofaukið og til þess fallið að ýta undir að menn velji þann kost – það vilja allir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á einhverju stigi í þessu máli.

  • Æi, eru lygahundarnir að uppnefna þig?

  • Hvers vegna er því ofaukið, Barði? Er það ekki partur af ferlinu, ef því verður áframhaldið?

    Möguleikarnir eru tveir:

    1) Hætta við umsókn, og þá er það bara búið. Ekkert meira þarf að gerast.

    2) Halda áfram ferlinu, og leggja samninginn svo í þjóðaratkvæðagreiðslu.

    Hverju er ofaukið hérna?

  • Og bara svona af forvitni: Hvers vegna er fyrirsögnin röng?

    Ertu með eitthvað bitastæðara en að „63% sé ekki tveir þriðju“? Því það er frekar rýr gagnrýni.

  • Þakka svarið !
    Varðandi fyrirsögnina þá þýðir ekkert að slá því upp að tveir þriðju séu fylgjandi einhverju ef það er einfaldlega rangt. Það fyllir mann ekki trausti gagnvart framkvæmdinni heilt yfir.

    Þessu með þjóðaratkvæðagreiðsluna er ofaukið af því að það kemur þessari spurningu ekki beint við og skekkir svörin í könnuninni.

    Heimssýn gæti framkvæmt sömu könnun með svarmöguleikunum
    1) Viltu draga umsóknina til baka og þarmeð verja sjálfstæði þjóðarinnar
    2) Halda aðlögunarferlinu áfram til þrautar og láta alþingismenn ákveða hvort það verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla (sem er það sem raunverulega gerist ekki satt ?)

    Hlutlaust orðalag og spurningar sem kanna bara hlutinn sem á að kanna eru grundvallaratriði í könnunum sem hægt er að taka mark á.

  • ps. ég vill klára aðildarviðræðurnar

  • Varðandi fyrirsögnina: Mér finnst þetta óþarfa smámunasemi. 63% er mjög nálægt því að vera tveir þriðju. Fyrirsögn er ekki ætlað að segja allan sannleikann í smáatriðum (til þess er fréttin sjálf) heldur til að gefa grófa mynd af því hvað fréttin er um.

    Varðandi spurninguna, þá er dæmið þitt ekki sambærilegt. „Og þarmeð verja sjálfstæði þjóðarinnar“, er loðin og hlutdræg túlkun á _afleiðingum_ gjörða í fyrri hluta spurningarinnar. Ekki partur af ferlinu sjálfu.

    Að greiða atkvæði um samninginn er nauðsynlegur hluti af umsóknarferlinu sjálfu. Að sleppa honum væri að lýsa ferlinu ekki nægilega vel. Sama þótt ferlið sé tæknilega þannig að Alþingi ákveði atkvæðagreiðsluna. Það verður atkvæðagreiðsla um samninginn. Það er partur af því sem við gerum.

  • Eina skoðanakönnunin sem ætti að gera er að spyrja um hvort fólk hafi áhuga á áframhaldandi aðlögun. Það er hluti af lygaáróðrinum að tala sífellt um aðildarviðræður, en minnast aldrei á aðlögunarferlið.

    Ferlið er aðlögun fram að atkvæðagreiðslu um aðlögunarsamning fyrir áframhaldandi aðlögun, þ.e. hvers konar litlar og tímabundnar undanþágur fengjum við til áframhaldandi aðlögunar að óumsemjanlegu regluverki ESB.

    Að halda öðru fram, að tala um aðildarviðræður en ekki aðlögunarviðræður er lygaáróður og er til skammar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur