Þriðjudagur 13.09.2011 - 08:24 - 12 ummæli

Tími öfgastjórnmála liðinn

Tími öfga í stjórnmálum Noregs er liðinn. Það kom afar skýrt fram í norsku sveitarstjórnarkosningunum. Sigurvegarar kosninganna eru hófsamir flokkar sitt hvoru megin við miðju auk þess sem hefðbundnu miðflokkarnir halda sínu. Hinn öfgafulli Framskrefsflokkur geldur afhroð og það sama má segja um Vinstri sósíalistaflokkinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum.

Sama þróun á eftir að verða á Íslandi. Hin frjálslynd miðja er í stórsókn. Krafa um ný vinnubrögð – já, ný vinnubrögð í alvöru ekki í þykjustunni – er krafa dagsins.

Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn muni breyta kúrs og halda inn á hina frjálslyndu miðju. Þá miðjusókn mun Hanna Birna væntanlega leiða með kröfuna um ný samvinnustjórnmál – samvinnustjórnmál sem hún vann eftir sem borgarstjóri í Reykjavík.

Samfylkingin mun einnig sækja inn á hina fjrálslyndu miðju. Árni Páll Árnason lagði um helgina skýra línu um sína framtíðarsýn um að þangað ætti Samfylkingin að fara. Björgvin G. hefur einnig lagt áherslu á það. Össur er þar staðsettur.

Þá er að myndast nýtt frjálslynt stjórnmálaafl á miðju stjórnmálanna þar sem meðal annars öflugt fólk sem kemur úr Framsóknarflokknum er að taka sér stöðu. Þá er stór hluti efnilegustu stjórnmálamanna hinna nýju andófsfarmboða í raun og veru frjálslynt miðjufólk.

Spurningin er bara hvort Framsóknarflokkurinn breytir núverandi vegferð sína og heldur á ný átt að frjálslyndinu.

Vinstri grænir komast ekki inn á hina frjálslyndu miðju – fortíðar sinnar vegna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Þórhallur

    Líkt og pönkið sem tók 10 ár að koma til Íslands, þá tekur það okkur næstu 10 árin að komast þar sem Evrópa er núna. Framsókn á eftir að sökkva dýpra í þjóðernishyggjunni og krefjast þess að útlendingar taki próf til að sanna að þeir séu hæfir til að verða íslenskir ríkisborgarar áður en þróunin snýr við hjá okkur. Það er líka ríkur jarðvegur hér fyrir þessari hugsun.

  • Helgi Viðar

    Framskriðsflokkur? Væntanlega áttu við Fremskrittspartiet sem þýðir á íslensku framfaraflokkur.

  • Hallur Magnússon

    Helgi Viðar.
    Takk fyrir þetta. Mín mistök í morgunsárið. Vil ekki nota íslensku þýðinguna framfaraflokkur – heldur hef ég hreinlega hingað til oft notað beinu þýðinguna Framskrefsflokkurinn.

    Búinn að breyta.

    Þegar ég bjó í Noregi notaði maður bara skammstöfunina Frp.

  • Ómar Kristjánsson

    Eg held að það þurfi öfluga fjölmiðlamaskínu til að bakka þetta upp. Eg held það. Sést bara núna að mikið próagandaapparat er á bakvið einangrunaryggju og andúð á allri samvinnu útávið o.s.frv. (því það er þannig. alveg massíft própagandaapparat)

    Gegn þessu þýðir ekkert mikið að ,,ræða mál“. það eina sem gildir er alvöru mótvægi fjölmiðlunalega séð. það mótvægi er ekki til í dag. það er helst ruv sem reynir að halda þokkalegu jafnvægi oftast nær. En það gengur bara svona og svona.

  • Frikki Gunn.

    Þetta má vel vera rétt hjá þér.

    Það er ekki ólíklegt að bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar munu færast nær miðjunni.
    Geri þeir það, munu þeir taka mörg atkvæði frá Samfylkingunni, en sá flokkur er í raun að færast fjær miðjunni og stefnir hraðbyri lengra til vinstri, enda eru öfl vinstrisinnaðar menntaelítu alls ráðandi í Samfylkingunni.

    En ef þú setur samasemmerki milli þessi að færast nær miðju og það að verða hlyntari ESB-aðild, þá ert á villigötum, því það eitt að færast nær miðju, gerir hvort fólk né flokka endilega hlyntari ESB-aðild.

    Hvað varðar það að vera hlyntur ESB-aðild, er ekki miðjustefna, því annað hvort eru menn hlyntir aðild að ESB eða ekki.

    Og það að vera ekki hlyntur ESB-aðild, þýðir ekki að menn séu einangrunarsinnar.
    Þvert á mót hafa menn aðra sýn á sammvinnu þjóða á milli en það að ganga endilega í ESB.

    Það má nefnilega færa rök fyrir því, að með ESB-aðild, þá einagrist Ísland frá umheiminum fyrir utan ESB-löndin.

    Það er nefnilega þröngsýni að halda því fram að heimurinn sé ekki stærri en ESB-ríkin.

  • Ómar Kristjánsson

    Og ps. Að bak við þá fölmilamaskínu þarf fjármagn. það þarf einhver að vera tilbúinn til að setja fjármagn í dæmið. Án þes að fá nokkurntíman til baka. Sést með propagandamaskínu einangrunnar og sérhagsmuna, að þar er bara hent inn milljónum ef ekki milljörðum í própagandaskyni og þeir hafa efni og mannskap í að viðhalda einhverri dómadagsþvælu dag eftirdag, viku eftir viku.

    Aðrir fjölmiðlar eu bara pínött í samanburði. Já já, þá emur einhver með: En Fréttablaðið er mótvægi o.s.frv. Svar: Fréttablaðið? Algjörlega áhrifalaust. það eru aðallega greinar 2-3 manna sem birtast þar en þar ekkert um kraft og auð til að stunda athæfi sem lýst er hér á undan varðandi einangrunnarapparötin. Fréttablaðið er mestanpart bara einblöðungur þannig séð. Hvorki fugl né fiskur.

    Geiningin í ofanögðum erindum heitir realpólitík.

  • Þú nefnir Össur Skarphéðinsson gamlan kommunista og ritstjóra Þjóðviljans sem dæmi um stjórnmálamann sem sé staðsettur skv þinni skilgreiningu á „frjálslyndri miðju“. Mikið er þitt frjálslyndi Hallur ef helsta átrúnaðargoð þitt og dæmi um frjálslyndi er gamall kommúnisti.

  • Hallur Magnússon

    @Frikki Gunn.

    Svo það sé á hreinu þá set ég EKKI samansemmerki milli frjálslyndrar miðju og því að vera hlyntur ESB aðild. Afstaða til ESB er – eins og þú bendir – margslungnari en það.

    Hins vegar er ljóst að margir frjálslyndir miðjumenn vilja klára aðildarviðræður að ESB og að þjóðin taki afstöðu til niðurstöðunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er annað mál.

    En reyndar er ákveðið frjálslyndi að loka ekki fyrirfram á neina möguleika – heldur skoða þá í kjölinn – og treysta þjóðinni til að taka afstöðu á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda.

    Heiða.

    Það er rétt að Össur Skarphéðinssin er gamall kommúnisti og fyrrum ritstjóri Þjóðviljans. Það er dálítið um liðið síðan það var.

    Í dag liggur hann rétt vinstra megin við miðju og er talsmaður frjálslyndra viðhorfa – á meðan Jóhanna liggur langt vinstra megin við miðju og er ekki talsmaður frjálslyndra viðhorfa heldur stjórnlyndis.

    Framsóknarflokkurinn var líka einu sinni frjálslyndur, umburðarlyndur miðjuflokkur. En er það ekki lengur – þótt vonandi snúi hann aftur á rétta braut. Ekki frekar en að Össur er ekki lengur kommúnist og ritstjóri Þjóðviljans.

    Þá er það ofmælt hjá þér karlinn minn að Össur sé átrúnaðargoð mitt.

    Fyrrum sósíalistinn Ásmundur Daði er nú þingmaður Framsóknarflokksins. Ef skilgreining þín á össuri gengi upp – gerir það þá Framsóknarflokkinn ekki að sósíalískum flokk?

  • Frikki Gunn.

    Hallur,
    það var nú meira frjálslyndið og traustið til þjóðarinnar hjá hinum „skynsömu“ miðjumönnum, að þeir treystu ekki þjóðinni til að taka afstöðu til þess, HVORT að hefja ætti aðildarviðræður við ESB eða ekki, og það í ljósi þess, að þjóðin var og er margklofin í þessu máli.

    Þeir sem vilja ESB-aðild á þingi voru nefnilega skíthræddir um það að þjóðin myndi segja NEI við því að hefja aðildarviðræður, og þá hefði grundvöllurinn fyrir núverandi stjórn þar með verið brostinn.

    Við skulum líka hafa það í huga, að þjóðaratkvæði um aðildarsamning við ESB er einungis RÁÐGEFANDI, en EKKI bindandi fyrir stjórnvöld.

    Ég trúi alveg hinum ESB-hungruðu Samfylkingarliðum að hundsa NEI frá þjóðinni við aðildarsamning, og fara sínu fram á þá leið að koma Íslandi í ESB.
    Frjálslyndið og traustið til þjóðarinnar er ekki meira en svo.

    Ég ætla segja nei við aðildarsamningi, einfaldlega vegna þess að ég fékk ekki að kjósa um það að hefja aðildarviðræður.
    Ég veit um marga aðra sem eru sama sinnis og ég.

  • Sæll.

    Þrjár athugasemdir:

    1)
    Mér finnst „öfgar“ séu ekki vel þýtt orð fyrir „radikale“.
    Ég kýs að nota orðið „róttækni“

    2)
    „Vinstri sósíalistaflokkinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum“

    Það er alls ekki rétt. Til vinstri við hann er Rödt, áður RV og fleiri.

    3)
    Frp fær þrátt fyrir allt yfir 1000 sæti í kommúnum. Þar með er ysta hægrið alls ekki á undanhaldi þótt það hafi stórlega minnkað.

  • Hallur Magnússon

    @ Frikki Gunn.

    Hvað hljóp í þig gæskurinn?
    Það hefur hingað til ekki tíðkast að greiða atkvæði um það hvort eigi að ganga til alþjóðasamninga.

    Meirihluti Alþingis samþykkti að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Það var stefna Samfylkingar og Framsóknarflokks fyrir síðustu kosningar að gera slíkt.

    Það er hlutverk Alþingis að taka slíka ákvörðun.
    ´
    Ég er sammála þér í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning – þegar þar að kemur – hefði þurft að vera bindandi. Vandamálið er það að óbreyttri stjórnarskrá þá gengur það ekki upp.

    Mér finnst það reyndar svolítið klént af þér að ætla að segja nei við aðildarsamningi til að mótmæla því að ekki var atkvæðagreiðsla um það hvort ætti að fara í aðildarviðræður – óháð innihaldi samningsins. En það er þitt mál.

    Reyndar skil ég ekki alveg þessa færsli þina. Ég var bara alls ekkert að tala um ESB eða aðildarviðræður í pistlinum mínum – heldur um það að öfgastjórnmál væru liðin tíð í Noregi – og að líkindum Íslandi líka.

  • Hallur Magnússon

    @Gestur.
    Vissulega eru Rauðir vinstra megin við VG – en þeir eru innan við 1% – þannig það telur ekki mikið.

    Ég er ekki að þýða eitt eða neitt þegar ég tala um öfgar. Ég er bara að skilgreina Frp og VG.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur