Föstudagur 16.09.2011 - 08:03 - 6 ummæli

Frjálslyndir sigurvegarar í Danmörku

Hinir frjálslyndu Radikale Venstre eru sigurvegarar dönsku kosninganna en stórsigur þeirra varð til þess að hið svokallaða Rauða bandalag felldi ríkisstjórnina og ruddi hinum glæsilega leiðtoga jafnaðarmanna Helle Thorning brautina að forsætisráðherraembættinu.  Án sigurs Radial Venstre hefði ríkisstjórnin ekki fallið.

Stórsigur Radikal Venstre er ákaflega mikivægur fyrir dönsk stjórnmál því hann tryggir frjálslyndar áherslur í nýrri ríkisstjórn sem mótvægi við hinn vinstrisinnaðar flokk Enhedspartiet sem einnig vann stórsigur. En sá sigur byggði fyrst og fremst á tilflutningi atkvæða yst á vinstri væng danskra stjórnmála þar sem Sósíalíski þjóðarflokkurinn systurflokkur VG  hrundi.

Það vekur einnig athygli að Venstre flokkur fráfarandi forsætisráðherra sem einnig er hluti hreyfingar evrópskra frjálslyndra flokka bætir við sig manni þrátt fyrir að hafa leitt miðhægri ríkisstjórn í Danmörku í áratug. 

Það var kominn tími á stjórnarskipti í Danmörku. Það var tími kominn til að binda endi á setu hins ofurþjóðernissinnaða Danska þjóðarflokks í ríkisstjórn Danmerkur – en þátttaka þeirra í fráfarandi ríkisstjórn sló skugga á frjálslyndar áherslur innan Venstre – sem leiddi þá ríkisstjórn.

Norðmenn höfnuðu þjóðernisöfgum og sóttu inn á hina frjálslyndu miðju í kosningum til sveitarstjórnar í síðustu viku.  Danir snúa nú baki við þjóðernisöfgum og styrkja hina frjálslyndu miðju.

Nú þurfa Íslendingar að fá tækifæri til þess að feta í fótspor frænda sínna í austri – hafna þjóðernisöfgum og styrkja hina frjálslyndu miðju. Hvaða stjórnmálasamtök sem munu verða staðsett þar í næstu Alþingiskosningum.

PS. Ég hafði boðað pistil þar sem ég skýri möguleika búseturéttarkerfisins í kjölfar tveggja pistla sem þegar hafa birst um húsnæðismál „Félagslegur misskilningur Jóhönnu“ og „Búseturéttur er rétta leiðin“ .  Húsnæðispistillinn mun birtast á næstu dögum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Það er mjög jákvætt að danski framsóknarflokkurinn með sínar þjóðernisöfgar sé ekki lengur í ríkisstjórn.

  • Frikki Gunn.

    Reyndar er mikil hætta á að annars konar öfgar taki við í núverandi stjórn, nefnilega vinstri-öfgar.

    Margir Danir óttast nú hækkanir á sköttum, stórauknum álögum á ativnnulífið sem leiði til atvinnuleysis, óheftur innflutningur fólks frá löndum utan ESB og þá sérstaklega frá múslíma-ríkjum, almennt meiri boð og bönn (líkt og við höfum upplifað hér á landi síðan 2009), og almennt að frjálslyndi víki fyrir forræðishyggju vinstriaflana.

    Verði þetta raunin, þá er verr farið en heima setið fyrir Dani, og þá liggja Danir í því.

    P.s. Reyndar hefur Danski þjóðarflokkurinn aldrei verið í ríkisstjórn, en aftur á móti er honum spáð glæsilegu come-back seinna meir verði róttækar vinstri-öfgar hafðar að leiðarljósi í dönskum stjórnmálum.

  • Jón Rúnar Sveinsson

    Radikale venstre, sigurvegari kosninganna, er klofningur úr Venstre, danska Framsóknarflokknum.

    Þýðir þetta ekki að nýr flokkur ykkar Guðmundar Steingrímssonar, klofningur úr íslensku Framsókn, eigi góða möguleika í næstu kosningum hér á landi?

    Þakka svo góð orð til mín á umræðuþræðinum hér á undan (um búseturéttarformið).

  • Hallur Magnússon

    @Jón Rúnar.

    Það er rétt að sú hreyfing sem er að mótast á miðju íslenskra stjórnmála er frjálslynd og mun eiga samleið með frjálslyndum flokkum í Evrópu.

    En hreyfingin er miklu meira en klofningur úr Framsókn. Hún er frjálslynd hreyfing sem kallar eftir raunverulegri breytingu á vinnubrögðum í íslenskri pólitík.

  • @ Hallur, færsla nr 4.
    Það er og Hallur og verður Guðmundur Steingrímsson sjálfkjörinn forystumaður þessarar mjög svo „frjálslyndu “ hreyfingar eða koma aðrir til greina sem í það hlutverk ? Ég er nokkuð viss um að GS verður ekki með ef hann fær ekki að verða formaður það sýnir sagan. En þið þessir „royalistar“ setjið það auðvitað ekki fyrir ykkur að embætti gangi í erfiðir. „Blátt blóð“ það falla margir fyrir því þegar velja skal forystumann.
    Annars gæti Gestur Guðjónss líka haft áhuga og hann veit allt best eins og við þekkjum Hallur 🙂

  • Merkilegt að um 600.000 manns skiptu um flokk.

    Þetta vekur verulega athygli Nýjir tímar?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur