Þriðjudagur 08.11.2011 - 18:03 - 3 ummæli

Guðni Ág. féll fyrir lambakjöti!

Guðni Ágústsson féll fyrir lambakjötinu og var festur á filmu við iðju sína þar sem hann lét vel að innra læri, bóg og lambaskönkum. Ráðherrann fyrrverandi var ásamt konu sinni Margréti Hauksdóttur í heimsókn hjá Guðmundi Gíslasyni matreiðslumanni sem hefur að undanförnu haldið úti frábærum matreiðsluþáttum á ÍNN!

Guðmundur hefur í þáttum sínum „Eldhús lambsins“ á einfaldan og skýran hátt sýnt hvernig unnt er að matreiða ljúffengt íslenskt lambakjöt á mismunandi vegu.  Skylduáhorf fyrir matgæðinga og þá sem vilja gera góða rétti úr íslensku  lambakjöti!

Eins og áður segir var ástsælasti landbúnaðarráðherra þjóðarinnar gegnum tíðina- Guðni Ágústsson og kona hans Margrét Hauksdóttir- gestir í „Eldhúsi lambsins“ í gærkvöldi og smökkuðu á kræsingunum. Það var greinilegt að innra lærið, bógurinn og skankarnir smökkuðust frábærlega. Það var nánast hægt að finna lyktina gegnum skjáinn!

Þau yrðu góð saman Nigela og Gummi Gísla 🙂

Eldhús Lambsins – eldað úr lambi. Myndskeið

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Pétur Örn Björnsson

    Ekkert jafnast á við blessað íslenska lambakjötið.

  • Skrítið hjá þér að stunda það að búa til nýja fortíð á óuppgerðum tíma. Guðni misfór með opinbert fé samkvæmt skýrslum. Sunnlendingum fannst enginn missir í honum en fannst Halldór haga sér ruddalega við að losa framsóknarflokkinn við hans hringlandahátt. þþ

  • Kristján E. Guðmundsson

    „ástsælasti landbúnaðarráðherra þjóðarinnar“ – Jesús minn!
    Þau eru greinilega lífseig framsóknargenin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur