Föstudagur 04.11.2011 - 22:26 - 14 ummæli

Kvenfyrirlitning Bjarna Ben?

 „Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í að móta okkar efnahagsstefnu og kynnt hana á undanförnum vikum. Ég hef svosem ekki séð neitt sérstakt í þeim efnum frá mótframbjóðandanum í þessu tilviki og get ekki sagt að ég hafi átt von á neinu ákveðnu í þeim efnum þannig að það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu“

Er Bjarni Ben að gefa í skyn að konur hafi ekkert fram að færa í efnahagsmálum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Hlynur Þór Magnússon

    Æ – eins og mér þykja skrif Halls Magnússonar að öllum jafnaði markviss, skýr og skemmtileg og oft bregða óvæntu ljósi á ýmis mál. En – í þessu tilviki finnst mér þetta jaðra við útúrsnúning – svo augljósan að ég nenni ekki að rökstyðja þá skoðun mína! P.s.: Þetta innlegg mitt mótast nákvæmlega ekki neitt af viðhorfum til Bjarna eða Hönnu Birnu – þar er ég algerlega afstöðulaus!

  • Einar jörundsson

    Það held ég ekki Hallur. Mér finnst ekkert sem bendir til kynbundinnar fyrirlitningar í þessari yfirlýsingu hjá Bjarna. Er þetta ekki hefðbundið yfirlæti varnarlítils foringja í veikri stöðu?

  • Hallur Magnússon

    Hlynur. Takk fyrir hólið. Ég met það!

    En ertu alveg viss um að þetta „jaðri við útúrsnúning“?

    Leðjuslagurinn í Sjálfstæðisflokknum er kominn á fullt og mér sýnist hann ætla að verða ljótur. Ég held að þetta komment Bjarna sé algerlega hugsað.

    Auðvitað hrjáist Bjarni – þessi ágæti drengur – ekki af kvenfyrirlitningu. En hann er að tala inn í ákveðinn hóp Landsfundarfulltrúa – miðaldra karlmenn og þaðan af eldri – sem hafa þá ranghugmynd að konur viti ekkert um efnahagsmál!

    Það er nefnilega rétt sem Bjarni sagði í sama viðtali. Það að Hanna Birna hafi mikinn meirihlutastuðning meðal almennra Sjálfstæðismanna skiptir engu máli. Það eru hinir íhaldssömu Landsfundarfulltrúar sem velja formanninn. Bjarni er að tala inn í þann hóp. Þvert gegn eigin sannfæringu. Því Bjarni er flottur nútíma maður – sem veit nákvæmlega að ef eitthvað er – þá gefa konurnar körlunum ekkert eftir í innsýn í efnahagsmál.

    … og auðvitað hefur Hanna Birna skoðanir og fína innsýn í efnahagsmálin líka!!!!

  • Leifur Björnsson

    Það eina sem komið hefur frá Hönnu Birnu um landsmálin er að þeir sem sögðu já í Icesave atkvæðagreiðslunni hefðu haft rangt fyrir sér.
    Icesave málinu er ekki lokið og ef höfð er hliðsjón af áliti Per Sanderud hjá eftirlitstofnun EFTA og dómstóllin kemst að sömu niðurstöðu er ljóst að að Bjarni hafði rétt fyrir sér þegar hann studdi Icesave.
    Hún á það sameiginlegt með Bjarna að vilja draga ESB umsóknina til baka án þess að hafa neinar tillögur um hver framtíðar gjaldmiðill þjóðarinnar eigi að vera og hvernig eigi að losna við gjaldeyrisshöft og verðtryggingu án ESB aðildar og aðstoðar Seðlabanka Evrópu.
    Það má því segja að bæði skili auðu í efnahagsmálun.

  • Algjörlega sammála Hlyn um útúrsnúning… kemur kyni ekkert við, Bjarni er að svara sínum keppinaut… algjörlega óháð kyni. Því miður munar voðalega litlu (nema þessu kynbundna smotteríi á þeim :-o)

  • Leifur A. Benediktsson

    Mér er gjörsamlega fyrirmunað að sjá og heyra um hvað verður kosið á landsfundi Valhallar.

    Það eina sem mér dettur í hug er að kosið verður um völd Davíðsarms FLokksins eða völd Engeyjarklíkunnar alræmdu.

    Fari svo að Davíðsarmurinn sigri, er nokkuð ljóst að völd Engeyjarinnar innan Valhallar,sem ég tel vera hin mjúka hlið FLokksins og Evrópusinna og Evru,fari dvínandi eftir allt sem á undan hefur dunið. Vafningar eru til mikilla trafala.

    Bjarni Engeyingur er í hjarta sínu Evrópusinni og hefur talað opinberlega gegn eigin sannfæringu í þeim málum.

    Hanna Birna Davíðsdóttir er fædd og uppalin í Valhöll,hún fylgir Foringjanum og hans fyrirmælum í einu og öllu.

    Sigri Hanna er dagljóst að einangrunarsinnum FLokkins með Hrunkónginn í broddi fylkingar,er að takast að gera FLokkinn að argasta afturhaldi allra tíma með stuðningi LÍÚ Mafíunnar.

    Af tveimur slæmum kostum í mínum huga er Bjarni Engeyingur sá skárri. Hann er agnar ögn víðsýnni og sjálfstæðari en Davíðsprinsessan Hanna Birna.

  • Elfa Jóns

    Bjarni er að skjóta föstum skotum að Hönnu Birnu, vegna þess að hún er reynslulítil og atkvæðalítil í landsmálum. Það er ekkert óeðlilegt að hann bendi á þá staðreynd í kosningabaráttu sinni fyrir formannsstólnum. Við getum síðan rætt um hversu smekklega hann fór að því.

    Að kalla það kvenfyrirlitningu er aldeilis út í hött. Aðalmálið hér er starfsvettvangur Hönnu Birnu og hvar hún hefur beitt sér.

    Ef þetta er kvenfyrirlitning, þá má kalla alla pólitíska gagnrýni kynbundna fyrirlitningu.

  • Þórður Víkingur

    Dálítið langsótt að lesa kvenfyrirlitningu út úr orðum Bjarna. Ég skil sneiðina frekar þannig að ekki sé von á miklu úr ranni mótframbjóðandans. Má kannski segja að þar hafi Hanna sjálf gefið færi á sér. Strategían hjá Hönnu kemur töluvert á óvart. Maður hefði fyrirfram talið að hún freistaði þess að aðgreina sig frá Bjarna með því að tefla fram ferskum hugmyndum til að ræða.

    Þess í stað samsamar hún sig Bjarna og hans hugmyndafræði og breytir þessu í val milli einstaklings en ekki hugmynda.

    Þetta er hættuspil enda voru menn Bjarna ekki lengi að nýta sér þetta færi og setja fram tillögu um þinglega lögfestingu flugvallarins í Vatnsmýri. Hreint galna tillögu eingöngu fram setta til að þvinga Hönnun Birnu til svara í máli þar sem hún mun alltaf líta illa út fyrir einhverja sjálfstæðismenn sama hverju hún svarar um afstöðu sína.

    Hanna Birna yrði góður formaður og líkleg til að láta gott af sér leiða. Maður hlýtur samt að spyrja sig hvort hún sé tilbúinn? Í það minnsta eru fyrstu skrefin allt of ómarkviss og bernsk.

  • Æi-æi Hallur þessi bloggfærsla þín er nú alveg út í hött. Þú ert oftast með nokkuð góðan skilning á pólitík en þetta er bara bull sem þú skrifar núna. Þessar vangavelur þínar um kvenfyrirlitningu eru svo ólíkar þeim alvöru pólitísku vangaveltum sem við sjáum stundum frá þér að manni dettur helst í hug að þú sért að reyna að spilla fyrir Bjarna. Að tilgangurinn sé bara að birta fyrirsögnina vitandi að margt fólk les bara fyrirsagnir. Hvað hefðir þú sagt ef Bjarni hefði verið að kljást við Kristján Þór Júlíusson eða Gísla Baldvin hefði þá gilt annað um orð Bjarna?
    Svo er annað sem þú mátt vita Hallur minn góður, konum finnst fátt ömurlegra en þegar karlmenn eru að reyna að koma sér í mjúkinn hjá kvenfólki með því að þykjast vera að tala þeirra máli en eru í reynd að tala niður til kvenna. Að gera kröfur til þess að konur séu meðhöndlaðar með öðrum og hætti í pólitík en karlar er ekki til vinsælda fallið hjá alvöru konum í pólitík. Mér er ljóst að vinkona þín frú S Thulin hefur lengi notfært sér það í sínum flokki og barist fyrir því að konur í stjórnmálum eigi rétt á annarri og mýkri meðhöndlun en karlar en alvöru konur eru bara ekki sammála slíku.
    Bjarni ben getur fyllilega gert kröfur til þess að mótframbjóðandi hans segi hvað viðkomandi vill í landsmálum og skiptir þá engu þó um sé að ræða konu.

  • Margrét Einarsdóttir Long

    Oftúlkun, myndi ég kalla þetta.

  • Hallur það var misprentun hjá mér hér að ofan, nafnið á samstarfskonu þinni í pólitíkinni er jú S. Juhlin (ekki Thulin ) þú veist auðvitað hverja ég á við.

  • Eins og þú ert nú oft skynsamur Hallur, þá er stundum eins og þú hafir fengið sleggju í höfuðið. Það þarf afar einbeittan brotavilja til að finna kvenfyrirlitningu í þessum orðum Bjarna.

  • Dettur Halli það virkilega í hug að Bjarni Ben. telji konur ekkert hafa fram að færa í stjórnmálum?

    Þetta er nú eiginlega svo aumt að það tekur því varla að svara þessu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur