Færslur fyrir janúar, 2012

Miðvikudagur 11.01 2012 - 08:36

Framsóknarkortin bjarga miklu

Framsóknarkortin í Reykjavík bjarga miklu fyrir barnafjölskyldur þessa dagana og eru lykilatriði fyrir barnastarf  íþóttafélaganna í borginni. Þá munar um Framsóknarkortin í tónlistarstarfi og ýmsu tómstundastarfi barna og unglinga. Vandamálið er að fjárhæð Framsóknarkortsins hefur ekkert hækkað undanfarin ár. Fjárhæðin er sú sama – 25 þúsund krónur – en áætlanir voru um að fjárhæðin yrði […]

Þriðjudagur 10.01 2012 - 21:30

Samfylkingin um málaflokka Steingríms J.

Það vekur athygli að flokksstjórn Samfylkingarinnar ætlar að ræða sérstaklega efnahags- og atvinnumál á flokksráðsfundi sínum í lok mánaðarins.  Loksins.  Ætli það sé vegna þess að Steingrímur J. sé meira og minna kominn með þessa málaflokka á sína könnu?

Föstudagur 06.01 2012 - 20:53

Ógagnsæ spilling VG?

Ógagnsæi, skinhelgi  og möguleg spilling virðist gegnsýra VG.  Steingrímur J. Sigfússon æðsti leiðtogi VG lét það verða eitt síðasta verk sitt að ráða sem nýjan forstjóra Ríkisskaupa mann sem er með skrautlegan feril dómsmála á bakinu. Það eftir að hafa neitað fjölmiðlum um nöfn þeirra sem sóttu um starfið þótt Steingrími J. hafi borið lögum samkæmt skylda til […]

Fimmtudagur 05.01 2012 - 19:42

Ofstæki skaðar umhverfisvernd

„Þú fjölgar ekki lunda í ecxelskjali“ segir bóndinn í Vigur sem þá vafasömu ákvörðun umhverfisráðherra að berjast fyrir breytingar á lögum til að banna alfarið svartfuglsveiðar. Þetta er rétt hjá bóndanum í Vigur sem hefur haft hlunnindi af hóflegum veiðum á lunda í eynni – lunda sem krökkt er af og ógnar í raun tekjum […]

Fimmtudagur 05.01 2012 - 08:13

Bezti ber af VG

Bezti í Reykjavík ber af VG á landsvísu þegar litið er til trúverðugleika. Bezti lofaði að svíkja kosningaloforðin sín. VG bara sveik þau. „Ég tel að Vinstri græn hafi svikið öll, eða flest, loforð sem þau gáfu okkur,“ Hafsteinn Hjartarson, fyrrum formaður VG í Kópavogi og einn stofnanda VG. Mbl. 5.1.12.

Þriðjudagur 03.01 2012 - 22:03

Loka Bláfjöllum strax!

Ef fallast ætti á rök andstæðinga skíðaíþróttarinnar í Bláfjöllum ætti að loka skíðasvæðunum þar nú þegar!  Ástæðan. Mikil umferð skíðafólks á einkabílum á skíðasvæðinu þessa dagana. Staðreyndin er nefnilega sú að andstæðingar snjóframleiðslu í Bláfjöllum sem myndi tryggja opin skíðasvæði um langan tíma þótt snjó skorti vita að snjóframleiðsla er ekki ógnun við  umhverfið og […]

Mánudagur 02.01 2012 - 17:41

Rugl í Ríkiskaupum

Það virðist ruglið eitt í gangi hjá Ríkiskaupum ef marka má frétt Pressunnar af sérkennilegri ráðningu nýs forstjóra Ríkiskaupa. Þeir sem til þekktu sáu að eitthvað sérkennilegt var í uppsiglingu strax í upphafi ráðningarferilsins og greinilegt að fjármálaráðherra væri búinn að ákveða hver ætti að fá starfið. Auglýsing um starfið var nánast falin í atvinnuauglýsingum […]

Sunnudagur 01.01 2012 - 02:30

Að bjarga „establismenti“

Mugison bjargaði Hörpunni. Árni Páll Samfylkingunni. Hver ætlar að bjarga okkur hinum?

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur