Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru ein höfuðorsök þess að það „Nýja Ísland! sem þjóðin sóttist eftir í kjölfar hrunsins 2008 hefur ekki orðið. Þeirra ´“Nýja Ísland“ er ekki það sem þjóðin sóttist eftir. Enda parið skilgetið pólitískt afkvæmi „Gamla Íslands“. Hluti hinnar valdsæknu ´68 kynslóðar!
Fyrrum Framsóknarmaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson er ekki síður skilgetið pólitískt afkvæmi „Gamla Íslands“. Eins og helstu hvatamenn þess að Ólafur Ragnar bjóði sig fram á ný – þeir gömlu félagar Ólafs Ragnars úr Sambandi ungra Framsóknarmanna upp úr 1970 – Guðni Ágústsson og Baldur Óskarsson. Hluti hinnar valdsæknu ´68 kynslóðar!
Gamla pólitíska valdsækna ’68 kynslóðin úr „Gamla Íslandi“ er að verja stöðu sína. Þetta gamla fólk er ekki að hugsa um hag unga fólksins. Það vill ekki það „Nýja Ísland“ sem yngri kynslóðir og miðaldra Íslendingar vilja. Það vill bara halda halda í þau völd sem þau hafa. Ekki hugsjónir ´68 kynslóðarinnar.
Við þurfum nýtt Ísland. Gamla valdsækna ´68 kynslóðin er ekki rétta fólkið að leiða þjóðina inn í nýtt og betra Ísland. Því ´68 kynslóðin er stærsti þröskuldur hins „Nýja Íslands“.
Áttu einhverja skilgreiningu á 68 kynslóðinni, Hallur, eða er þetta bara svona universal skammaryrði hjá þér?
Nú skjöplast þér ,,unglingur“. JS OG ÒRG eru hvorugt af 68 kynslóðinni.
Hefði ekki verið betra að nota „Baby boomers“ en valdakjarninn sem hér ræður og er að klúðra öllu tilheyrir þeim hóp.
Speak fer yerself!
Ég er af ’68 kynslóðinni og vil alveg endilega hreint fá yngra liðið til að taka við. Mín kynslóð fékk sinn séns og klúðraði honum með skelfilegum afleiðingum.
Það er rétt sr. Baldur. Þau eru ennþá fornari!
Jóhanna og Ólafur Ragnar eru af „World War II“ kynslóðinni. Steingrímur og Guðni hinsvegar „Baby boomers, Hippie generation“. Nú veit ég ekki hvað Hallur er gamall, erfitt að giska, hann hefur svona „boyish look“, en hann tilheyrir líklega „Generation X, Gen Xer“.
Hvort ertu að gera athugasemd við skilgreininguna ´“aldur“ Hallur eða „valdasækni“? Er gamall valdasækinn verri en ungur valdasækinn? Auðvitað ættu bara þeir að fá völdin sem ekki sækjast eftir þeim. En hvernig þekkjum þá úr?
Já endilega að fá liðið sem fætt er um 70, svona eins og Sigurð Einarsson og þá kumpána
Blessuð sýran og það allt.