Föstudagur 09.03.2012 - 11:15 - 25 ummæli

Kampavínsliðið í KSÍ

Nú er kampavínsliðið í KSÍ búið að tryggja sér áframhaldandi veisluhöld um víða veröld með því að selja allan rétt á umfjöllun um íslenska knattspyrnu til útlendra peningamanna.

Útlendu peningamennirnir selja hæstbjóðanda og taka ekki tillit til aðgengis almennings að knattpyrnuefninu.

Það þýðir að börnin mín og margra annarra fara á mis við umfjöllun um sitt helsta áhugamál – knattspyrnu.

Er ekki kominn tími til að íþróttamálaráðherra grípi inn í þessa öfugþróun?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Halldór Halldórsson

    Neytendur hafa þetta í hendi sér! Þeir geta sleppt því að kaupa dagskrána af 365 miðlum og þá skulum við sjá hver sýnir hvað og fyrir hvað!

  • Jóna Jóns

    Markaðurinn ræður – er það ekki mantran? Keyptu þér bara aðgang að 365 og þú og þínir krakkar geta glápt að vild. Við hin sem höfum ekki minnsta áhug á þessu efni þökkum okkar sæla fyrir að ruv geti ekki neytt þessu lengur uppá okkur.

  • Þetta er búið að vera svona í fjölda ára.

    Væri slæmt ef að RúV fengi að eyðileggja þetta með metnaðarleysi eins og annað sem þeir mega sýna frá.

  • Geisp!

  • Ég krefst þess að öllum styrkjum til KSÍ og aðildarfélaga þess, verði hætt, ekki seinna en núna.

    Ráðherra getur reyndar krafist þess að allir landsleikir verði sýndir í opinni dagskrá, en ég myndi ekki treysta á að þessi ríkisstjórn, sem á Jóni Ásgeiri skuld að gjalda, muni grípa inní.

    Eitt er víst, að ekki króna af mínu fé, sem ríkið hirðir ekki af mér, skal renna til íslenskrar knattspyrnu.

  • Held þeir fái reyndar flesta sína styrki að utan, UEFA og FIFA.

    EN þvílíka grínið sem gengur hér um netið að knattspyrna verði að vera sýnd á RÚV vegna einhverra almannahagsmuna.

    Kommon, þetta er fótbolti haha.

  • Íþróttafélög fá gríðarlega styrki, með margvíslegum hætti, bæði frá ríki og sveit.

    Og það sem meira er, íþróttafélögin eru rekin eins og einkafyrirtæki, þar sem markmiðið er tekjuöflun fyrir umfangsmikla attvinnustarsemi. Ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir því, hversu margir vinna hjá íþróttafélögunum, og eru í raun að passa starfið sitt. Í þessum tilgangi er m.a. sett upp fjöldi móta út um allt land, til þess að draga að sér fé foreldra úr öðrum sveitarfélögum.

    Öll tekjuöflun er undir því yfirskyni að „tryggja“ rekstur félaganna, þegar málið er að tryggja laun starfsmanna. Ég veit t.d. ekki til að íþróttafélög greiði fyrir aðstöðu, húsaleigu eða annað.

    Og árangurinn af öllum þessu rekstri og peningaaustri?
    Jú, við erum neðar en Færeyingar á heimslistanum.

  • Magnús Björgvinsson

    Menn bull hér eins og venjulega. RUV var til skamms tíma með sýningarrétt á Landsleikjum innanlands. En Stöð 2 á leikjum erlendis. Átti ekki einhverntíma að banna að rugla útsendingar af Landsleikjum hérlendis. Held að þetta verði nú til þess að KSÍ tapar stuðningaðilum og verði því enn meira að treysta á þessar tekjur. Sem og að stjórnmálamenn verða sjálfsagt harðir bæði við félagsliðin og KSÍ í heild varðandi framlög á fjárlögum og hjá sveitarstjórnum til meistaraflokka þessara liða.. Því ef þetta er í læstri dagskrá er verið að gera upp á milli aðgangs fólks að þessu efni. Þ.e. að þeir sem vilja fremur kaupa mat en áskrift verða þá sviptir möguleikanum að horfa á íþróttir sem það þó styrkir með sköttum sínum

  • Kristinn

    Þetta er líka sprenghlægilegt fyrir þá sem eiga engin tök á að gerast áskrifendur, þar sem þeir liggja utan þess markaðssvæðis sem stöð 2 einbeitir sér að. Við erum fólkið sem markaðshyggjan hefur engan áhuga á að þjónusta.

  • valdimar

    Gott mál, gott að vera laus við þetta af RUV.
    Auk þess er það löngu komið á hreint að við erum bara góðir í að komast neðar á lista FIFA 🙂

  • Bottom line er eiginlega, að á meðan sumir geta ekki fætt sig og klætt vegna fátæktar, þá eigum við ekki að stiuðla að því að Geir Þorsteins og önnur sjálfskipuð fyrirmenni, sötri kampavín í glæsilegum stúkum, og heimsæki súludansstaði erlendis með krítarkort KSÍ.

    Ef einkafyrirtækið KSÍ ehf getur staðið undir rekstri, á einkamarkaði, án ríkisaðstoðar, með því að greiða fyrir afnot af opinberum byggingum o.sv.frv., er mér drullusama þó Geir borgi með krítarkortinu. Það yrði einkamál hans, fyrirtækisins og skattyfirvalda.

    Burtu með þessar afætur, sem nota börnin okkar sem afsökun fyrir eigin lífsstíl.

  • KSÍ er nær eingöngu rekið á styrkjum (84%) en þeir sem þarna ráða láta eins og um einkafyrirtæki í þeirra eigin eigu sé að ræða. Ekki skrýtið að stundaðir séu súlustaðir þegar verið er að skemmta sér á vegum sambandsins.

  • Jón Ingi

    Þetta gefur sveitarstjórnum gott tækifæri til að draga úr framlögum til keppnisíþrótta, sérstaklega fótbolta. Forusta þeirra mála virðast ekki skynja almenningshagsmuni þegar kemur að landsleikjum og slíku. KSÍ virðist vera að grafa sína eigin gröf til lengri tíma.

  • Jóna Jóns

    Fínt að draga úr styrkjum til fótbolta og Guði sé lof að vera laus við þetta af RUV.

  • Styrkirnir eru aðallega að utan eins og sést hér:

    http://www.ksi.is/media/arsthing/Fjarhagsaaetlun-KSI-2012.pdf

    Má eiginlega segja að KSÍ séu að koma með eina af stærstu erlendu fjárfestingunum um þessar mundir (sem er engin) í formi styrkja UEFA og FIFA.

    En að tala um almannahagsmuni, þó svo að Palli Magg geti ekki unnið vinnuna sína…

    kommon, þetta er fjandans fótbolti!

    Tölum frekar um þjóðkirkjuna, milljarðana og mannréttindin þar!

    ps: svo má sýna frá neðri deildunum, miklu meira fjör þar!

  • Það er heilmikið af opinberum íslenskum styrkjum sem fara til knattspyrnufélaga auk þeirra sem fara til KSÍ. Sammála Jóni Inga, það á að draga tilbaka alla opinbera styrki til KSÍ og knattspyrnufélaga sem eru í samtökunum. Þetta gengur engan veginn. Ef KSÍ finnur engar félagslegar skyldur hjá sér í þessum efnum þá á knattspyrnan að fjármagna sig sjálf án allra opinberra styrkja.

  • Er ekki uppbygging íþróttamannvirkja helsta framlag opinberra aðila (sveitarfélaga) til keppnisíþrótta? Og flest íþróttamannvirki eru nú mestmegnis notuð af börnum og unglingum þannig að þann pening má nú allavega að hálfu telja til æskulýðsstarfs…

    Menn tala hér eins og það streymi einhverjir peningar frá hinu opinbera inn í keppnisíþróttir… ég hef ekki orðið mikið var við þá…

  • Jón Guðmundsson

    KSÍ getur nagað á sér handarbökin eftir nokkur ár, þegar allir verða hættir að horfa á boltann á Stöð 2 Sport og knattspyrnufélögin verða hætt að fá auglýsingar og styrki vegna þess að áhorfendurnir eru horfnir. Hægfara sjálfsmorð.

    En, þökkum samt fyrir að vera laus við þetta af skylduáskriftarsjónvarpinu. Hrein hörmung t.d. að þriðjungur hvers fréttatíma fari í að sýna þetta.

  • Messinn og skipperinn

    Hver er íþróttamálaráðherra þarna í Stalínlandi?
    Er það ekki Lolita litla í kjöltu einhvers Steingríms?
    Fáið þið þá ekki bara kjöltudans í beinni?

  • Messinn og skipperinn

    Eða býður Lolita upp á búrkudans í boði stóru systranna?

  • Enginn fótbolti á RÚV…
    og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna…!

  • Kokkurinn

    Palli hlýtur að geta boðið upp á fjölskyldumyndir í staðinn.
    Og minni svo á búrkudansinn í boði Kötu litlu í kjöltunni.

  • Bjarnveig Ingvadóttir

    Ef ekki væru ölli litlu og stóru félögin um allt land væri KSÍ ekki til og þar af leiðandi kæmu engir styrkir að utan, og hver stendur undir þeim kostnaði.
    Jú almenningur í landinu, ýmist með frjálsum framlögum og vinnuframlagi eða beinum og óbeinum framlögum sveitarfélaganna.
    Svo það erum við sem almenningur sem stöndum undir rekstri KSí

  • Halldór Guðmundsson

    Það á að sameina íþróttadeild Ruv og íþróttadeild Stöðvar 2, í eitt fyrirtæki, og hafa þar opna íþróttarás fyrir alla landsmenn, og það væri í góðu lagi að ríkisjóður styddi þetta fyrstu árin, en þessi nauðungaráskrift að Ruv er með öllu óþolandi lengur.
    Þessi opna íþróttarás myndi örugglega halda mörgu ungmenninu frá óreglu. Það er með öllu óþolandi að vera með íþróttafréttir frá mið og suður Ameríku, og úrslit í 3-4 deild Ensku deildarinnar inn í miðjum fréttatíma, ofan í lélegan fréttaflutning Ruv, samanber Ransóknarskýrslu Alþingis.

  • Skjálftavaktin

    Pungtak á þetta pakk -RÚV og KSÍ- og kreista þangað til það skríkir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur