Enn einu sinni er það staðfest að íslenska krónan er ónýt. Nú er ríkisstjórnin að keyra í gegnum þingið frumvarp sem herðir enn á gjaldeyrishöftunum en eins og alþjóð veit gengur krónan ekki án harðra gjaldeyrishafta.
Enn einu sinni er það staðfest að íslenska krónan er ónýt. Nú er ríkisstjórnin að keyra í gegnum þingið frumvarp sem herðir enn á gjaldeyrishöftunum en eins og alþjóð veit gengur krónan ekki án harðra gjaldeyrishafta.
Flokkar: Óflokkað
Sæll Hallur.
Nú er kominn tími fyrir verklegar æfingar: finna nýjar leiðir til að hefta krónuna. Láta hugmyndaflugið ráða. Koma svo! Sýna hvað Íslendingar geta.
Höftin sýna nákvæmlega hvað krónan er mikilvægur gjaldmiðill. með því að hefta streymi fjármuna út úr landinu er hægt að halda úti atvinnu, halda í við kaupmátt og sjá til þess að opinbera kerfið virki.
Af hverju gekk þetta ekki jafn vel og raunin hefur sýnt okkur í neyð Spánverja, Grikkja, Portúgala, Íra og annarra evru þjóða? Þar er allt í rjúkandi rúst. Hrunið á Íslandi varð mun harðara, samt hafa lífskjör ekki hrunið jafn mikið og þar, og það þrátt fyrir að við sitjum uppi með ríkisstjórn sem veit ekkert hvað hún gerir.
Því miður vegna getuleysis er Jóhönnustjórnin að festa í sessi gjaldeyrishöft og stöðnun og rammaátælun orðin að pólitísku bitbeini milli stjórnarflokkana.
Það verður einhver að fara gera íslenski þjóð það góðverk að leyfa Jóhönnustjórninni að deyja.
joi, Þessar fullyrðingar þínar sína fullvel að þú skilur ekki hvernig fjármálakerfið virkar. Þessi höft bæta ekki neitt í íslenskum efnahag. Heldur eru aðeins fallin til þess að gera íslenskt efnahagslíf einangraðra og verra að auki. Blaðrið í sjálfstæðisflokknum núna er bara blaður. Þeir munu verða ansi frumlegir við að herða gjaldeyrishöftin þegar þeir komast til valda á Íslandi aftur.
Ekki SF – trúboði, Það var í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem þessi gjaldeyrishöft voru sett. Þá áttu þau upphaflega bara að vera í nokkra mánuði. Þessir mánuðir eru núna orðnir nokkur ár og ennþá lengist í þessum gjaldeyrishöftum á Íslandi.
—
Staðreyndin er sú að íslenska krónan er búin að vera, og það er staðreynd. Þessi höft eru bara tefja fyrir því að íslenska krónan verði gerð að sögulegri mynt íslendinga.
Alveg rétt sem „joi“ hér að ofan segir.
Afhverju er þetta allt saman miklu verra og erfiðara fyrir Íra, Grikki, Portúgali og Spánverja, þar sem samdrátturinn og efnahagshrunið og fjármagnsflóttinn er ennþá verri og skuldatryggingarálagið í ruslflokki eða á hraðari leið þangað, Tala nú ekki um atvinnuleysið sem er í þessum fyrrtöldu ESB/EVRU ríkjum frá því að vera 15 til 23%. Afhverju er EVRU svæðið nú með vaxandi atvinnuleysi sem er nú að meðaltali 10,7% og hefur aldrei verið hærra. 25 milljónir manna ganga nú atvinnulausir innan ESB ríkjanna og fátækt hefur farið vaxandi og hefur ekki verið verri síðan stuttu eftir Síðari Heimsstyrjöldina.
Takmörkuð gjaldeyrishöft eru okkur algerlega nauðsynleg á þessum krýsu tímum í alheims viðskiptunum.
KRÓNAN ER AÐ RÝRNA JAFNT OG ÞÉTT ÚTAF ÓSTJÓRN Á EFNAHAGSMÁLUM, ÞAÐ ER LJÓTT AÐ KENNA KRÓNUNNI UM GETULEYSI STJÓRNVALDA Í HAGSTJÓRN Á LANDINU. ÞESSI 80 ÁR SEM VIÐ HÖFUM HAFT ÍSLENSKA KRÓNU HAFA LÍFSKJÖR BATNAÐ ÆVINTÝRALEGA. Það þarf að fá hér ríkisstjórn sem kemur atvinnulífinu úr þessari stöðnum sem verið hefur frá hruni. Það er mikið brýnna verkefni en að skipta um gjaldmiðil.
Undarlegt bull í kommentum hér að ofan. Þessi ríkisstjórn er ekki höfundur gjaldeyrishafta. Ég veit ekki einu sinni til þess að hún hafi sérstakan áhuga á að viðhalda þeim. Höftin eru hins vegar nauðsynleg til að halda uppi íslenskum heimilum og atvinnuvegi. Vegna hinnar ónýtu krónu. Skoðið bara aflandsgengið (t.d. á keldan.is) – sem er sennilega nær raungengi krónunnar blessaðrar en gengi seðlabankans.
Og hvað Íra, Grikki og aðra varðar þá held ég að samanburður við Grikkland sé út í hött. Þar eru aðstæður svo algerlega allt öðruvísi að samanburður við Ísland gengur ekki upp. Samanburður við Írland er mun meira viðeigandi. Þar fór allt á sama veg og hér. Margir misstu vinnuna. Og þeir sem höfðu offjárfest í húsnæði misstu það. EN þar stökkbreyttust skuldir ekki og verðlag tvöfaldaðist ekki og heimilin því að mörgu leyti betur sett en hér. Hér hefur botninum ekki enn verið náð eftir 3 ár.
Þessir sömu gaurar og hér að kveina undan gjaldeyrishöftunum ættu kannski að leggja til leiðir til að afnema þau. Eru þær leiðir til? Efast um það.
Hrekkjalómur
Hrenni.
Hvernig ætlarðu að koma atvinnulífinu af stað? Fyrirtækin eru öll í lamasessi vegna vitlausra ákvarðana þeirra fyrir hrun, og vegna stökkbreyttra skulda og hruns bankanna. Allt í boði fyrri ríkisstjórna. Gjaldeyrishöftin hjálpa ekki til. Og undirliggjandi er náttúrulega stóri vandinn: Íslenska krónan sem enginn treystir. Það vantar fjármagn inn í islenskt atvinnulíf. Erlendar lánastofnanir lána ekki til Íslands í bili. Vegna hrunsins. Svo einfalt er það.
En það væri gaman að heyra hvaða töfralausnir Hrenni býr yfir.
Hrekkjalómur
þó þessi „leki“ sé slæmur þá er betra að herða á höftunum heldur en að láta almenning sitja uppi með ævilangan reikning frá AGS vegna gjaldeyrisvarasjóðsláninu. láni sem við skuldbundum okkur til að nota til að borga einmitt út til þeirra sem vilja skipta krónun í annan gjaldeyri. af tvennu illu þá vel ég frekar frekari höft en stórkostlegar skuldir á ríkinu í erlendum gjaldeyri.
hitt er svo annað á þeim tíma sem menn segja að krónan hafi fallið 99% á móti þeirri dönsku, tókst íslendingum að vinna sig úr því að búa í holum ofan í jörðinni í sömu efni og lífskjör og eru í danmörku. hefði verið betra að halda sama verðgildi á krónunni og þeirri dönsku en vera á sama stað og við vorum fyrir næstum 100 árum?
vandi okkar í dag er ekki krónan. það er hagstjórnin. við eyðum um efni fram. við viljum ekki takast á við þynnkuna af 2007 góðærinu þar sem við tókum að láni framtíðar gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að hafa of hátt skráð gengi. á eftir öldu toppum koma öldu dalir. sama er með gengið. ef við skrúfum gengið of hátt upp, þá mun það leiðréttast síðar með lágu gengi.
núna er margir sem koma fram og segja að hægt sé að komast hjá því að fá timburmenn ef tökum inn nýtt undrameðal. ef tökum upp evru þá lagist allt og við getum farið á nýtt fyllerí án þess að þurfa að þola þynnkuna. nei nei nei. það virkar ekkert slíkt.
krónan er bara spegil mynd af þeirri hagstjórn sem er í landinu. þeir sem segja að krónan sé ónýtt og þess vegna sé allt slæmt, eru þeir sem hafa enga hugmynd um til hvaða ráða eigi að grípa. þeir geta ekki hugsað sér ráðdeild eða aga í fjármálum og flýja því til auðveldari lausna til að geta haldið fjármálafylleríinu áfram, bara aðeins lengur svo þeir þurfi ekki að upplyfa þynnkuna.
Fannar
Ég kann vel við ráðdeild. Sýni hana í mínum rekstri og heimilisrekstri. Tók engin ofurlán og er alltaf réttu megin við strikið. En ég vil Evru. Því hún mun auðvelda mér enn frekar að sýna ráðdeild.
Ef trixið er „bara“ að tryggja hagstjórn, hvernig stendur á því að ENGRI ríkisstjórn á Íslandi hefur nokkru sinni tekist að tryggja hagstjórn?
Hrekkjalómur
1914 slitu Danmörk, Svíþjóð og Noregur myntsamstarfi sem hafði verið í gildi í ca 40 ár og var á þeim tímapunkti krónur allra landanna jafnverðmætar. 1918 (eða 1920?) slítur íslenska króna sig frá þeirri dönsku. Nú næstum öld síðar eru krónur Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs merkilegt nokk með mjög svipað verðgildi, danska og norska krónan nánast jafnar en sú sænska örlítið verðminni. Á meðan hefur íslenska krónan fallið 99%.
Menn tala mikið um slaka hagsstjórn á Íslandi, en ef menn kynna sér hagstjórn hinna norðurlandanna þá má finna tímabil þar sem menn fóru líka fram úr sjálfum sér. Lífskjör á Íslandi væru ekki þau sem þau þó eru ef hagstjórn hefði verð svo mörgum sinnum lélegri en annars staðar.
Aðalástæðan er nú einfaldlega sú að Ísland er bara of lítið land til að halda úti eigin mynt. Til að skapa það traust sem gjaldmiðil þarf, verður einfaldlega að vera tölvert stærra efnahagskerfi á bak við heldur en Ísland getur nokkurn tíma verið. Luxenburg (ca 500 þús) hefur t.d. aldrei verið með sjálfstæðan gjaldmiðil, áður en þeir tóku upp evru voru þeir í myntsamstarfi við Belgíu.
Eigin gjaldmiðill getur haft ýmsa kosti í för með sér en það er bara ekki valkostur fyrir dvergríki eins og Ísland og því fyrr sem við göngumst við þeirri staðreynd því betra fyrir alla.
Núverandi ríkisstjórn hefur markvisst unnið að því að eyðileggja krónuna eða allt frá því að Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir einhliða á Alþingi í feb. 2008 að krónan væri ónýt án þess þó að rökstyðja það nánar.
Ástand krónunnar er mannanna verk.
Allt frá því að útrásarvíkingar nauðguðu krónunni á árunum 2003-2008 var krónan leiksoppur óvandaðra peningamann sem misnotuðu hana eins og barn.
Nú er krónan hraksmánuð af stjórnvöldum sem vilja ólmir skipta henni út af því að þau halda að þá lagist allt við það.
Höfum þetta í huga varðandi myntskiptin:
Skiptigengið:
Engin veit hvað skiptigengið upp í t.d. Evru á vera, en þetta skiptir miklu máli varðandi það hversu verðmætar innlendar eignir okkar verða í Evrum talaði miðað við sambærilega eignir í Evrulöndunum.
Hér er ég ekki bara að tala um fasteignir heldur líka eignir okkar í sparnaði t.d. bankainnstæðum og lífeyrirssparnaði.
Ekki má heldur gleyma því hver laun okkar í Evrum talið verða.
Verðum við með sambærileg laun og Þjóðverjar eða verða þau miklu lægri vegna óhagstæðs skiptigengis.
Freistnivandi:
Búast má við því að söluaðilar hér á landi laumi inn hækkunum á vorum og þjónusta vegna þess að verðskyn fólks verður brenglað eftir myntskiptin.
Þetta var reynsla margra nýrra Evruríkja við myntskiptin árið 2002 var sú að almennt hækkaði verðlag hjá þeim.
Við þekkjum þetta líka frá því að núllin tvö voru skorin af krónunni um áramótin 1980/1981.
Ekki er lengur hægt að láta gengið síga:
Við myntskiptin verður gjaldmiðillinn ekki lengur efnahagsleg sveiflujöfnun.
Þess í stað verður vinnumarkaðurinn þessi efnahagslega sveiflujöfnun.