Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fyrrum gullkálfum sem komið hafa hver á eftir öðrum fyrir Landsdóm. Af þessu tilefni langar mig að endurbirta pistil sem ég skrifaði fyrir nokkru og bar heitið „Þegar gullinu rigndi“.
Pistillinn byggir á klárum tölfræðilegum staðreyndum og sýnir hvernig gullkálfarnir settu efnahagslífið á hvolf með glópagulli – meðan Seðlabankinn sat hjá og spilaði á hörpu ljóðlínuna: „Hækkun bindiskyldu og strangari reglur um lausafjárstöðu er ekki úrræði sem Seðlabankar í löndum sem við miðum okkur við beita. Þess vegna notum við ekki þá aðferð heldur hækkum vexti hvað sem það kostar!“
Þeir gátu reyndar aldrei svarað spurningunni minni: „Í hvaða löndum sem við miðum okkur við eru 80% langtímalána fjölskyldnanna verðtryggð ?“
En pistillinn „Þegar gullinu rigndi“ er svona:
„Það er einungis í ævintýrunum sem gulli rignir yfir almúgan. Slíkt ævintýri gekk yfir þjóðina haustið 2004 þegar gulldrengirnir í viðskiptabönkunum ákváðu á einni nóttu að bjóða fasteignaeigendum og íbúðakaupendum takmarkalaus íbúðalán á helmingi lægri vöxtum en áður hafði tíðkast. Fram að þeim tíma hafði það verið jafn líklegt að almenningur gæti kreist mjólk úr grjóti og að kreista fasteignatryggð lán úr banka á svipuðum kjörum og íbúðalán Íbúðalánasjóðs.
Það má segja að gullinu hafi rignt yfir íslenska fasteignaeigendur og íslenska fasteignakaupendur. Bankarnir sem lánuðu einungis 90 milljónir í fasteignalán í ágústmánuði 2004 lánuðu um 30 milljarða í september og lánuðu alls 115 milljarða síðustu 4 mánuði ársins. Á sama tíma hélt Íbúðalánasjóður áfram hóflegum lánveitingum sínum – sem ekki voru nema brot af því gullregni sem flóði úr bönkunum.
Það er athyglisvert að skoða myndrænt þetta gullregn í formi fasteignatryggðra lána í íslenskum krónum:
Eins og glöggt má sjá þá fylltist efnahagslífið af nýju fjármagni akkúrat á þeim tíma sem síst skyldi vegna þeirrar þenslu sem þegar var fyrir í efnahagslífinu vegna stóriðjuframkvæmda á Grundartanga og á Austurlandi. Stjórnvöld höfðu einmitt í hyggju að fresta rýmkun lánsréttar íbúðalána Íbúðalánasjóðs fram á síðari hluta ársins 2006 og fyrri hluta ársins 2007 vegna efnahagsástandsins. En gulldrengirnir í bönkunum töldu sig ekki þurfa að taka tillit til slíks heldur dældu út fasteignatryggðum lánum, stórhækkuðu íbúðaverð, margfölduðu neyslugetu almennings og settu efnahagslífið á hvolf.
Við súpum seyðið af því núnar. Gullið sem rigndi reyndist glópagull og gulldrengirnar sem fjölmiðlar hömpuðu gagnrýnilaust eru nú færðir lúpulegir til yfirheyrslna vegna meintra efnahagsbrota. Fallnir útrásarvíkingar og gagnrýnilaus samúð fjölmiðla fokin út í veður og vind.
Eftir situr almenningur með gullklumpana um hálsinn eins og myllusteina – og lífskjörin hrunin.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þess augljósa sem lesa má útúr framangreindu línuriti – að óheft íbúðalán bankakerfisins settu efnahagslífið á hvolf – þá eru ennþá einstaka stjórnmálamaður og einstaka fjölmiðlamaður sem trúir á goðsögn gulldrengjanna um að Íbúðalánasjóður og hófleg lán hans hafi verið orsök þenslunnar og efnahagshrunsins. Meira að segja rannsóknarnefnd Alþingis féll í þá gryfju – þótt fulltrúar í rannsóknarnefndinni viti það núna að þeir gerðu alvarleg mistök í skýrslunni og að þenslan var fyrst og fremst vegna hömlulausra útlána bankakerfisins frá því í september 2004 og fram á árið 2008.
Við fyrstu sýn mætti halda að bankarnir hefðu dregið sig út af íbúðalánamarkaði á árinu 2007 og 2008. Svo var reyndar ekki,. En í stað þess að lána fasteignakaupendum verðtryggð lán í íslenskum krónum – þá tóku þeir að lána íbúðalán sem tóku mið af gengi erlendra gjaldmiðla. Afleiðing þess var að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu sem hafði verið stöðugt um skeið – rauk upp að nýju og hélst hátt allt þar til efnahagshrunið gekk yfir – í boði bankanna.
Þessa útlánaþróun má sjá í eftirfarandi mynd.
Að lokum er vert að bera saman verðþróun á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og tímasetningar í gullregni bankanna – fyrst í formi verðtryggðra lána í september 2004 – og síðar í gjaldeyristryggðum lánum árið 2007.
Er einhver sem telur enn að innkoma bankanna með óheft íbúðalán hafi EKKI verið ástæða þenslunnar á fasteignamarkaði – sem endaði síðan í efnahagshruni?“
Framsókn lofaði fyrir kosningar 2003 90% lánum það gekk eftir hjá íbúðalánasjóði m.a. í samstarfi við SPRON síðla árs 2004. Guðmundur sparisjóðstjóri lofaði frekari lánum (100%). Geir Haarde sagði á Landsfundi 2009 það mikil mistök að hafa leift Framsókn að efna kosningaloforðin frá 2003.
Það þíðir ekki að benda á aðra þó þeirra sök sé líka mikil. Það var aðhaldið sem brást hjá sfjórnvöldum á þessum tíma. Afspyrnu léleg hagstjórn í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Stjórmálasiðfræðingur gerði upp landsdómsmálið á þessum síðasta degi vitnaleiðslna og niðurstaðan: „Margir samverkandi þættir leiddu til efnahagshrunsins og hefði verið raunverulegur vilji til þess að draga fram það sem miður fór til þess síðan að læra af mistökunum átti að stofna til sannleiksnefndar. Að draga einn mann til ábyrgðar fyrir Landsdómi voru mistök og hafa vitnaleiðslurnar tekið af allan vafa um það“.
Mat þessa fræðings er rétt og áfellisdómur yfir þá sem keyrðu málið í gegnum þingið af pólitísku offorsi. Það hefur síðan komið í ljós við vitnaleiðslurnar, að ákæruliðir Alþingis standast enga skoðun, eru þinginu til háðungar og sýna alþjóð hvílíkir undirmálsmenn sitja þar bekki.
Spá um dómsorð Landsdóms: Vér dómendur finnum enga sök hjá þessum réttláta manni og vísum á bug þeim ákærum sem háttvirt Alþingi lagði á herðar honum. Það er vort hlutverk að fara að landslögum þar sem mannréttindi eru virt í hvívetna og vér hirðum ekki um pólitískar refjar sem láta sér vel líka dómsmorð ef það mætti verða til ávinnings. Með tilvísan til þess sem hér er að ofan greint, staðfestum vér, að Geir Haarde skal héðan út ganga með fullri sæmd, sýknaður af öllum ákærum Alþingis.
„Hækkun bindiskyldu og strangari reglur um lausafjárstöðu er ekki úrræði sem Seðlabankar í löndum sem við miðum okkur við beita…“
Talandi um lausafjárstöðu, að sjáið þá hvað kröfu FSA, þ.e fjármálaeftirlit hinna vondu breta, gerði um lausafjárstöðu til Kaupþing EDGE sem var dótturfélag Kaupþings í gegnum KSF: (Taka ber líka eftir lánaskilmálum ýmsum hjá Kaupþingi varðndi KSF sem þýddu að ef KSF lenti í vantræðum = lán til Kaupþings móðurfélags yrðu gjaldfelld).
,,Hinn 4. febrúar 2008 byrjaði KSF að bjóða upp á bæði óbundna og bundna innlánsreikninga á veraldarvefnum undir vörumerkinu „Kaupthing Edge“.361 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) gerði kröfu um að KSF héldi ávallt 95% af innlánunum í lausu fé eða ígildi þess.“
http://rna.clara.is/Kafli_20.5
Segi og skrifa. 95%. ,,FSA gerði kröfu um að KSF héldi ávallt 95% af innlánunum í lausu fé eða ígildi þes“.
,,Ígildi þess“ þýðir eignir sem hægt var að likvída með stuttum fyrirvara, örugg skuldabréf, ríkiskuldabréf oþh.
Um þetta er svo fjallað í löngu máli á linknum. þarf að lesa hægt og allt að 20 sinnum til að ná því. það kemur þarna fram, eða það er það sem RNA er að stynja út úr sér, að Kaupþing náttúrulega þverbraut fljótlega þessa samninga með allskyns manipúleringu og flutti stjórar upphæðir einhvern andskotann. Sennilega hingað upp.
Stebbi. Þetta er eifnaldlega rangt hjá þér. 90% lánin voru í raun lögð niður 1. júlí 2004 þegar húsbréfakerfið var lagt niður. Fram að þeim tíma var allt að þriðja hvert lán 90% lán.
Reyndar hafði Húsnæðisstofnun og síðar ÍLS lánað 90% lán frá því árið 1986 – þannig að þau voru ekki nýjung í sjálfu sér.
Fyrst 6. desember 2004 var ÍLS heimilað af Alþingi að veita almenn 90% lán. Þá höfðu bankarnir lánað allt að 100% lán í marga mánuði – og dælt út nær 200 milljörðum króna – með skelfilegum afleiðingum eins og sjá má í línuriti í pistlinum.
Fyrstu almennu 90% lánin hjá ÍLS voru veitt í janúar 2005. Alls voru einungis 40 eiginleg almenn 90% lán lánuð á höfuðborgarsvæðinu alllt árið 2005. Líklega aldrei verið veitt færri eiginleg 90% lán á því svæði frá árinu 1986.
Það er því þjóðsaga og eftiráskýring bankanna og Geirs Haarde að almenn 90% lán hafi átt einhvern þátt í þenslunni! Geir greip til vafasamra ráða á landsfundinum til að verjast gagnrýni á skattalækkanir sem ýttu undir þenslu á árinu 2004.
Staðreyndin er nefnilega sú að það var einungis á landsbyggðinni sem 90% lánin gengu. Bankarnir áttu höfuðborgarsvæðið með húð og hári – enda ekki hámarksfjárhæð á þeirra lánum og þau takmörkuðust heldur ekki af brunabótamati eins og lán ÍLS.
Hallur minn, það er alveg sama hvernig þú reynir að afasaka þensluna og kenna bönkunum um. Í grunninn var það stjórnkerfið og hagstjórnin sem brást. Við kjósum stjórnvöld sem eiga að gæta almanna hagsmuna. Þau stjórnvöld brugðust í nafni frjálshyggju og sérhagsmuna.
Stebbi. Ég er einmitt að gagnrýna stjórnkerfið og hagstjórnina.
Lækkun Seðlabankans á bindiskyldu bankanna stórjók lánagetu þeirra. Það að Seðlabankinn greip ekki inní með hækkun bindiskyldu og auknum kröfum um lausafjárstöðu haustið 2004 eru með alvarlegri hagstjórnarmistökum.
Einnig að láta óáreitt ólögmætt uppgreiðslugjald bankanna – sem var ein af forsendunum fyrir helmingslækkun vaxta þeirra á fasteignatryggðum lánum.
Ekki gleyma því að í júlí 2004 lánuðu bankarnir einungis 10 stykki íbúðalán – en dældu síðan út 200 milljörðum á 6 mánuðum – einmitt þeim mánuðum sem EKKI voru 90% lán ÍLS!
Það er allavega ekki unnt að kenna íbúðalánum ÍLS um þensluna 2004 – 2005.