Baráttan fyrir bættu aðgengi að ódýrum smokkum var eitt af merkum baráttumálum okkar í Félagi ungra Framsóknarmanna í Reykjavík frá því haustið 1985. Þá voru smokkakaup feimnismál og aðgengið einungis í apótekum og á Núllinu í Bankastræti. En þrátt fyrir að baráttumálið hafi farið fyrir brjóstið á sumum miðaldra og þaðan af eldra Framsóknarfólki þá náði málið inn í kosningaskrá Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986.
Aðrir stjórnmálaflokkar leiddu smokkamálið hjá sér.
Baráttumál okkar náðist hins vegar á flug nokkrum mánuðum síðar þegar heilbrigðisyfirvöld hófu að takast á við eyðnivánna sem þá hafði magnast og formaður Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson sat fyrir á áróðursplaggati með smokk í hönd!
Ástæða þess að ég rifja þetta upp er að þrátt fyrir að bylting hafi orðið í aðgengi að smokknum þá er einungis hálfur sigur unninn í þessu gamla baráttumáli ungs Framsóknarfólks í Reykjavík. Smokkar eru ennþá allt of dýrir og kostnaður við þá veldur því að unglingar sem farnir eru að stunda kynlíf sleppa því að kaupa smokka.
Smokkar eiga að vera staðalútbúnaður í útilegum ungs fólks. Maður veit aldrei …
Sem betur fer standa ýmis samtök fyrir því að dreifa ókeypis smokkum kring um útihátíðir. (Sama fyrirkomulag og á ólympíuleikunum 🙂 ) Þá getur ungt fólk nálgast ókeypis smokka í Hinu húsinu.
En hátt verð á smokkum er vandamál.
Það er lágmark að stjórnvöld taki þátt í baráttunni við kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir með því að afnema virðisaukaskatt af smokkum!
Er þetta ekki einn af syndasköttunum, rétt eins og ofurskattar og tollar á tóbak, áfengi bensín, snyrtivörur og annan syndsamlegan lúxus? Okkur er talin trú um að við verðum fullráða og jafnvel fullorðin á ákveðnum tímapunkti. En ríkið veit betur. Big Mama is watching you!
🙂 Skemmtileg upprifjun. Kannski er þarna komin skýringin á hvað Framsóknarmönnum hefur fækkað ?
Gott mál. En sá „böggull fylgir skammrifi“ að verulega hefur fækkað í framsókn síðan 1986. Kannski er þarna skýringin fundin!