Umræðan um verðtryggð íbúðalán og flækjan við að endurreikna hin ólögmætu gjaldeyrislán er enn áberandi nú 4 árum eftir hrunið. Þeir sem tóku verðtryggð íbúðalán í íslenskum krónum finna sig svikna meðan margir þeir sem tóku gjaldeyrislán virðast frá sjónarhóli hinna verðtryggðu hafa verið skornir úr snörunni sem þeir sjálfir hanga nú í. Þá bíður […]
Enn einu sinni eru komnar á kreik rangfærslur um 90% lán Íbúðalánasjóðs. Það er dálítið sérstakt að tiltölulega virtir hagfræðingar leyfa sér að fara rangt með tímasetningar og láta jafnvel eins og 90% lán hafi verið fundin upp eftir árið 2000. Því er ekki úr vegi að birta töflu sem sýnir hlutfall 90% lána Húsnæðisstofnar […]
Íbúðalánasjóður býr nú við heimatilbúna útlánakrísu sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjóðinn. Ástæða útlánakrísunnar er allt of lág hámarkslán sjóðsins. Hámarkslánið hrekkur skammt til kaupa á hóflegu húsnæði. Ríkisstjórnin og Velferðarráðherra bera ábyrgð á þessari útlánakrísu. Tregi til að hækka hámarkslán hefur ekki einungis þvingað almenning til þess að taka bankalán vegna íbúðakaupa heldur hefur […]
Forysta Framsóknar í Reykjavík virðist haldin frestunaráráttu. Þegar stillt var upp lista fyrir síðustu Alþingiskosningar náðist ekki strax meirihluti í uppstillinganefnd til að stilla upp Vigdísi Hauksdóttur upp í 1. sæti. Því var kjördæmisþingi sem hafði það hlutverk að staðfesta framboðslista frestað um viku. Á þeirri viku náðist meirihluti fyrir uppstillingu Vigdísar í uppstillingarnefnd – 3 gegn […]
Það er rangt hjá Þorsteini Pálssyni þeim vandaða manni og öfluga penna að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi sér „enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“. Hanna Birna Kristjánsdóttir skildi ekki skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn. Þvert á móti þá vann Hanna Birna […]
Lygin um að Framsóknarflokkurinn hafi lofað vímulausu Íslandi árið 2000 er lífseig. Lygin er orðin sannleikur í hugum margra Íslendinga. Sá enn einu sinni þessari lygi haldið fram í athugasemdakerfi DV í dag í tilefni miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins. Sem reyndar var að fjalla um stuðning við landbúnað, sjávarútveg og iðnað – en var ekki að pæla […]
Seðlabankinn lék lykilhlutverk í hruninu. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu bankana á versta tíma og klikkaði á að snarhækka bindiskylduna þegar bankarnir fóru að dæla út niðurgreiddu lánsfé upp á hundruð milljarða króna haustið 2004. Seðlabankinn bjó til falskt sterkt gengi íslensku krónunnar með hávaxtastefnu sinni. Það falska sterka gengi varð til þess að ódýrt erlent lánfé […]
Það er dálítið hjákátlegt að sjá suma stjórnmálamenn sem segjast vilja afnám verðtryggingu íslensku krónunnar í lánum til almennings berjast fyrir framhaldslífi þess annars ágæta gjaldmiðils! Staðreyndin er nefnilega sú að ónýt íslensk króna er algerlega ónýt ef ekki verður unnt að verðtryggja hana á einn eða annan hátt. Leiðin er einföld. Hættum heimskulegri meðvirkni með krónunni. […]
Það er raunhæfur möguleiki á því að það verði ný forysta sem leiði Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu fyrir næstu Alþingiskosningar. Bjarni Benediktsson fór afar illa út úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum þótt hann hafi náð að halda 1. sæti listans. Það eru hins vegar allar líkur á því Hanna Birna Kristjánsdóttir fái góða kosningu í […]
Það er hætt við að það hefði hvinið í forystu Samfylkingarinnar ef Framsóknarflokkurinn hefði ákveðið að spandera milljörðum úr ríkissjóði til að styrkja stöðu fjármálaráðherra Framsóknar sem handgenginn væri fráfarandi flokksforystu korter fyrir prófkjör og hálftíma fyrir kosningarr „Spilling! Siðleysi! Óábyrg fjármálastjórn!“ Minnir að ég hafi heyrt slíkar upphrópanir frá Samfylkingarforystunni í garð Framsóknarflokksins af […]