Í uppsiglingu er fullkomin kaos smáframboða. Sú kaos er að mörgu leiti eðlileg í kjölfar efnahags og kerfishruns. Þá hefur hefðbundið flokkakerfi 20. aldarinnar hefur verið að riðlast á undanförnum misserum og árum. En út úr kaos kemur oft regla.
Ég vænti þess að regla verði komin á kaosina í lok næsta kjörtímabils og nýjar línur í stjórnmálum 21. aldarinnar liggi nokkurn veginn fyrir í þarnæstu kosningum. Það verður athyglisvert að sjá hvernig þær línur munu liggja.
Mikið rétt. Í svona rugl ástandi myndast oft fasistaflokkar og lýðskrumsflokkar af ýmsum toga. Þess þarf ekki með á Íslandi. Framvinda mála verður forvitnileg.
Þessi kaos smáflokka mun eyðileggja um 10 til 15 prósent atkvæða á félagshyggjuhlið litrófsins. Þessir smáflokkar vita síðan að þeirra besti séns á því að ná fólki á þing er að herja á vg, samfylkingunna og framsókn.
Þessi sundrung mun tryggja Sjálfstæðisflokknum völd á næsta kjörtímabili. Því ef smáflokkarnir ná ekki 5% þá eru þessi atkvæði dauð og nýttast eingöngu andstæðingnum.
Já lýðræðisríki fá alltaf þá stjórn sem þau eiga skilið.