SA og stjórnvöld virðast sammála um að 300 þúsund króna lágmarkslaun í Íslandi séu allt of há laun. Það vita það allir að svo er ekki.
Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði. Hækkun úr núverand lágmarsklaun í 300 þúsund króna lágmarkslaun eru 86 þúsund krónur.
Forstjórum finnst slík launahækkun til sín ekkert tiltökumál. Ég er sammála þeim í því.
Ég er hins vegar ósammála þeim í því að það sé tiltökumál að hækka lægstu laun um 86 þúsund krónur.
Lausnin er hins vegar einföld.
Hækkum öll laun frá fægikústatækni til forstjóra og forsætisráðherra um 86 þúsund krónur. Ekki krónu meira né minna.
…. og bönnum bankabónusa næstu 3 árin …
Ég deili þessari skoðun og hef talað fyrir þessu lengi. Reyndar vil ég ekki sjá svona mikla hækkun í einu. Mætti e.t.v. gera þetta yfir lengri tíma 2 ár a.m.k.
Næstu launabreytingar mættu svo einnig taka mið af kónutöluhækkun og gætum við þannig dregið úr launamun hæstu og lægstu launa.
Ég verð að segja að það er morgun-ljóst að prósentuhækkanir launa eru hvorki eðlilegar né sanngjarnar þegar launabilið er orðið eins og það er…
Látum okkur annt um kjör og líðan náungans, það gerir okkur að betri manneskjum.
300.000 króna lágmarkslaun er allt of lítið. Ég legg til að þau verði 500.000 krónur eftir skatt. Það kostar t.d. 150.000 krónur að leigja íbúð. Sæmilegur BMW kostar 120.000 krónur á mánuði. Það kostar ekki undir 10.000 krónum að fara út að borða á Holtinu með ódýrasta víninu. Gallabuxur og jakki kosta líka sitt. Svo má ekki gleyma fermingaveislunum. Jæja, 600.000 króna lágmarkslaun eftir skatt til að vera alveg save.
Mína tillaga er að 18 ára mállaus útlendingur og allir aðrir sem eru á lágmarkslaunum fái 600.000 krónur í vasann til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi.
Gefum feðraveldinu löngutöng í afmælisgjöf og heimtum hærri verðbólgu svo óverðtryggðu lánin mín á föstu vöxtunum gufi upp.
Það er svo svigrúm til að lækka vexti um 1,5% flatt á öll lán og þá mun þessi launahækkun ekki valda neinum verðbólguþrýstingi.