Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 31.12 2012 - 12:42

Tryggir Samfó Bjarta framtíð?

Ég geti ekki annað séð en að Samfylkingarfélag Reykjavíkur og flokkseigendafélag Samfylkingarinnar sé að tryggja Bjarta framtíð! Ekki með öflugri Samfylkingu. Þvert á móti …

Miðvikudagur 19.12 2012 - 15:32

Bjartur pólitískur hugsuður

Einn af öflugri pólitísku hugsuðum Íslands er nú loksins kominn í framboð í alvöru sæti á lista. Borinn og barnfæddur á Skagaströnd, menntaður á Bifröst, starfandi í Borgarnesi um skeið, tómstundabóndi í Straumfirði á Mýrum með tengdafjölskyldu sinni. Eðlilega tekur slíkur maður sæti á lista í kjördæminu þar sem ræturnar liggja og hjartað slær. G. Valdimar […]

Laugardagur 08.12 2012 - 09:09

9% raunvextir Jóhönnu!

 Eru menn búnir að gleyma að raunvextir húsnæðislána í húsbréfakerfi Jóhönnu Sigurðardóttur voru allt að 9%!  Já, 9%vextir UMFRAM VERÐBÓLGU!!!  Algengasta vaxtastig í húsbréfakerfinu var á milli 6% og 7% raunvextir UMFRAM VERÐBÓLGU! Ef hugmyndir Gylfa  Arnbjörnssonar forseta ASÍ og fulltrúa hans á Alþingi – Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur – ganga eftir mun raunvaxtastig á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs […]

Föstudagur 07.12 2012 - 07:53

Bjargar ESB Bretlandi?

Það er kaldhæðnislegt að Evrópusambandið kynni að bjarga Bretlandi frá því að klofna í frumeindir sínar. Skotar sem hafa fengið sífellt meiri stjórn á eigin málum – ekki síst vegna stefnu Evrópusambandsins um sjálfstjórn þjóða innan sambandsins – kynnu að falla út úr Evrópusambandinu ef þeir samþykkja sjálfstætt Skotland í þjóðaratkvæðagreiðslu og segja sig úr […]

Þriðjudagur 04.12 2012 - 07:36

xB vantar HA lögfræðing!

Fjölbreytni skiptir miklu máli þegar stillt er upp sigurstranglegum framboðslistum fyrir Alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur greinilega áttað sig á þessu. Flokksmenn hafa raðað fjölbreyttum tegundum af lögfræðingum í efstu sæti framboðslistans. Efst trónir lögspekingurinn Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.  Í öðru sæti er Karl Garðarson sem er að ljúka lögfræðinámi frá […]

Sunnudagur 02.12 2012 - 16:40

Dýr mistök Velferðar-Gutta

Alvarleg mistök Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra þegar  hækkaði laun forstjóra Landspítalans um mánaðarlaun hjúkrunarfræðings eru nú að koma í hausinn á honum og heilbrigðiskerfinu.  Aðgerðarleysi velferðarráðherrans sem hefur ekkert gert til að knýja á um að gengið verði frá stofnanasamningum við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum bætir ekki úr skák! Nú hafa tugir hjúkrunarfræðinga sagt upp starfi sínu á […]

Fimmtudagur 29.11 2012 - 14:30

Sáttarleið í íbúðalánum var greið

Umræðan um verðtryggð íbúðalán og flækjan við að endurreikna hin ólögmætu gjaldeyrislán er enn áberandi nú 4 árum eftir hrunið. Þeir sem tóku verðtryggð íbúðalán í íslenskum krónum finna sig svikna meðan margir þeir sem tóku gjaldeyrislán virðast frá sjónarhóli hinna verðtryggðu hafa verið skornir úr snörunni sem þeir sjálfir hanga nú í. Þá bíður […]

Miðvikudagur 28.11 2012 - 08:00

Sannleikurinn um 90% lán ÍLS!

Enn einu sinni eru komnar á kreik rangfærslur um 90% lán Íbúðalánasjóðs. Það er dálítið sérstakt að tiltölulega virtir hagfræðingar leyfa sér að fara rangt með tímasetningar og láta jafnvel eins og 90% lán hafi verið fundin upp eftir árið 2000.  Því er ekki úr vegi að birta töflu sem sýnir hlutfall 90% lána Húsnæðisstofnar […]

Þriðjudagur 27.11 2012 - 11:45

Óþörf útlánakrísa ÍLS

Íbúðalánasjóður býr nú við heimatilbúna útlánakrísu sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjóðinn.  Ástæða útlánakrísunnar er allt of lág hámarkslán sjóðsins. Hámarkslánið hrekkur skammt til kaupa á hóflegu húsnæði. Ríkisstjórnin og Velferðarráðherra bera ábyrgð á þessari útlánakrísu. Tregi til að hækka hámarkslán hefur ekki einungis þvingað almenning til þess að taka bankalán vegna íbúðakaupa heldur hefur […]

Miðvikudagur 21.11 2012 - 17:09

Frestunarárátta Framsóknar

Forysta Framsóknar í Reykjavík virðist haldin frestunaráráttu. Þegar stillt var upp lista fyrir síðustu Alþingiskosningar náðist ekki strax meirihluti í uppstillinganefnd til að stilla upp Vigdísi Hauksdóttur upp í 1. sæti. Því var kjördæmisþingi sem hafði það hlutverk að staðfesta framboðslista frestað um viku. Á þeirri viku náðist meirihluti fyrir uppstillingu Vigdísar í uppstillingarnefnd – 3 gegn […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur