Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 06.01 2012 - 20:53

Ógagnsæ spilling VG?

Ógagnsæi, skinhelgi  og möguleg spilling virðist gegnsýra VG.  Steingrímur J. Sigfússon æðsti leiðtogi VG lét það verða eitt síðasta verk sitt að ráða sem nýjan forstjóra Ríkisskaupa mann sem er með skrautlegan feril dómsmála á bakinu. Það eftir að hafa neitað fjölmiðlum um nöfn þeirra sem sóttu um starfið þótt Steingrími J. hafi borið lögum samkæmt skylda til […]

Fimmtudagur 05.01 2012 - 19:42

Ofstæki skaðar umhverfisvernd

„Þú fjölgar ekki lunda í ecxelskjali“ segir bóndinn í Vigur sem þá vafasömu ákvörðun umhverfisráðherra að berjast fyrir breytingar á lögum til að banna alfarið svartfuglsveiðar. Þetta er rétt hjá bóndanum í Vigur sem hefur haft hlunnindi af hóflegum veiðum á lunda í eynni – lunda sem krökkt er af og ógnar í raun tekjum […]

Fimmtudagur 05.01 2012 - 08:13

Bezti ber af VG

Bezti í Reykjavík ber af VG á landsvísu þegar litið er til trúverðugleika. Bezti lofaði að svíkja kosningaloforðin sín. VG bara sveik þau. „Ég tel að Vinstri græn hafi svikið öll, eða flest, loforð sem þau gáfu okkur,“ Hafsteinn Hjartarson, fyrrum formaður VG í Kópavogi og einn stofnanda VG. Mbl. 5.1.12.

Þriðjudagur 03.01 2012 - 22:03

Loka Bláfjöllum strax!

Ef fallast ætti á rök andstæðinga skíðaíþróttarinnar í Bláfjöllum ætti að loka skíðasvæðunum þar nú þegar!  Ástæðan. Mikil umferð skíðafólks á einkabílum á skíðasvæðinu þessa dagana. Staðreyndin er nefnilega sú að andstæðingar snjóframleiðslu í Bláfjöllum sem myndi tryggja opin skíðasvæði um langan tíma þótt snjó skorti vita að snjóframleiðsla er ekki ógnun við  umhverfið og […]

Mánudagur 02.01 2012 - 17:41

Rugl í Ríkiskaupum

Það virðist ruglið eitt í gangi hjá Ríkiskaupum ef marka má frétt Pressunnar af sérkennilegri ráðningu nýs forstjóra Ríkiskaupa. Þeir sem til þekktu sáu að eitthvað sérkennilegt var í uppsiglingu strax í upphafi ráðningarferilsins og greinilegt að fjármálaráðherra væri búinn að ákveða hver ætti að fá starfið. Auglýsing um starfið var nánast falin í atvinnuauglýsingum […]

Sunnudagur 01.01 2012 - 02:30

Að bjarga „establismenti“

Mugison bjargaði Hörpunni. Árni Páll Samfylkingunni. Hver ætlar að bjarga okkur hinum?

Föstudagur 30.12 2011 - 23:52

Samfylking stjórntæk á ný?

Þegar Árni Páll Árnason sigurvegari átakanna í Samfylkingunni í dag og undanfarna daga tekur við af Jóhönnu á óumflýjanlegum landsfundi flokksins í vor – þá gæti Samfylkingin orðið stjórntæk á ný! … það sem ÖSKRAR á óflokksbundinn áhugamann um pólitík er algjör ósýnileiki vinar míns Össurar Skarphéðinssonar sem boðar í drottningarviðtali áramótablaðs Viðskiptablaðsins kynslóðaskipti í […]

Föstudagur 30.12 2011 - 20:13

„Pútín“ J. Sigfússon

„Pútín“ J. Sigfússon hefur náð sínu fram. Losnaði við eina ráðherrann sem stóð upp í hárinu á honum og gagnrýndi bullið. Lágt leggst Jóhanna. Hennar tími er liðinn. Eigum við að rifja upp stöðu sveitarfélagsins Garðsins fyrir síðustu Alþingiskosningar?

Föstudagur 30.12 2011 - 11:53

Meðmæli með Árna Páli!

Árni Páll Árnason hefur staðið sig vel sem efnahags-og  viðskiptaráðherra.  Árni hefur verið gagnrýninn á ýmsa þá vitleysu sem ríkisstjórnin sem hann situr í hefur staðið fyrir. Það fer fyrir brjóstið á Steingrími J. „Skattmann“ sem vill Árna Pál burtu. Jóhanna Sigurðardóttir óttast aukinn styrk Árna Páls og vill hann líka burtu. Þetta eru meðmæli með Árna Páli.

Miðvikudagur 28.12 2011 - 16:18

Byggjum sjávarfallsvirkjun

Við eigum að byggja sjávarfallsvirkjun í Breiðafirði þótt arðsemi hennar sé ekki fullnægjandi við núverandi aðstæður. Það mun ekki verða vandamál til lengri framtíðar að koma umhverfisvænni orku í verð þótt verð til íslenskra heimila sé lágt miðað við Evrópumarkað. Reyndar virðist nú hafin áróðursherferð þar sem ananrs vegar er haldið fram að virkjanir hafi […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur