Frjálslynt fólk í Samfylkingu, Framsókn og Sjálfstæðisflokki eiga oft á tíðum miklu meira sameiginlegt með hvort öðru en með öðrum hópum innan sömu flokka. Þetta hefur Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar áttað sig á og biðlar nú til Evrópusinnaðs fólks í Framsókn og Sjálfstæðisflokki um að stofna nýjan flokk með Samfylkingunni. Þetta er pólitískt mjög merkileg yfirlýsing hjá […]
Jón Gnarr borgarstjóri er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar. Hann ber því ábyrgðina á smánarlegri aðför stöðumælavarða borgarinnar á varnarlausar barnafjölskyldur sem neyddust til að leggja á óhefðbundna staði í Laugardalnum vegna bílastæðaskorts vegna mikillar aðsóknar á fjölmennt knattspyrnumót Þróttar annars vegar og afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldugarðinum. 5000 aukaskattur á þegar skattpíndar barnafjölskyldur. Það er engin […]
Það á að gera 17. júní að alþjóðlegum frídegi! Öðruvísi get ég ekki skilið fyrrum formann Framsóknarflokksins Guðna Ágústsson sem skrifar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Hvers vegna niðurlægir ríkisstjórnin 17. júní?“. Tilefnið er sú tilviljun að árlega ríkjaráðstefna Evrópusambandsins að vori lendir á 17. júní. Á ríkjaráðstefnunni mun Evrópusambandið meðal annars væntanlega samþykkja að hefja formlegar […]
Þjóðhyggja samvinnu og umburðarlyndis eða þjóðernisrembingur og kynþáttatortryggni? Það virðast vera að koma upp áður óþekktar átakalínur milli þessara áherslna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Hvort viljum við? Reyndar var að koma út athyglisverð bók sem snertir þessar spurningar. „Sjálfstæð þjóð“ Eiríks Bergmanns. Skyldulesning hvert sem sjónarmið lesandans er – og hvaða afstöðu menn hafa til hins umdeilda […]
Hvað eiga þeir Björn Ingi Hrafnsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Benedikt Sigurðsson og Jóhannes Þór Skúlason sameiginlegt? Þeir hafa allir verið aðstoðarmenn formanns Framsóknarflokksins Enginn þeirra var skráður í Framsóknarflokkinn þegar þeir voru ráðnir til flokksins Enginn þeirra hafði starfað í Framsóknarflokknum áður en þeir voru ráðnir til flokksins Enginn þeirra þekkti til innviða Framsóknarflokksins þegar […]
Formannsslagur milli Katrínar Jakobsdóttur Thoroddsen og Svandísar Svavarsdóttur er hafinn ef marka má draugasögu í Mogganum í dag. Það dregur úr trúverðugleika fréttarinnar að það er Agnes Bragadóttir sem skrifar hana – en oftar en ekki byggja stjórnmálaskýringar hennar á óskhyggju frekar en staðreyndum – en stundum er hún með puttan á púlsinum. En auðvitað […]
Gimbrin Evra frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sló í gegn í fimmtugsafmæli vinar míns G Valdimars Valdemarssonar í gærkvöld. Við Gestur Guðjónsson og Gísli Tryggvason gáfum G Vald þessa efnilegu kynbótagimur í fimmtugsafmælisgjöf ásamt eyrnamarkinu Stýft, fjöður aftan hægra – Hangfjöður framan vinstra – sem er gamalt Straumfjarðarmark – en G Valdimar er einmitt að hefja sauðfjárbúskap með tengdafólki sínu í Straumfirði. […]
Er vandamálið kannske að blakari er að reyna að leika sóknarleik í fótbolta: „Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði við upphaf flokksráðsfundar VG, að Ísland væri á leið upp úr kreppunni eftir langan og erfiðan fyrri hálfleik í vörn.“ Úr frétt mbl.is. Má ég þá frekar biðja um badmintonstelpuna!
Það er rísandi Framsóknarstjarna í íslenskri pólitík. Þingmaður sem hefur þroskast verulega sem stjórnmálamaður á undanförnum mánuðum og vex með hverju verkefni sem hann fæst við. Þingmaður sem átti það til á fyrstu vikunum að falla í gryfju æsingastjórnmála í ræðustól Alþingis en hefur þróast yfir í staðfastan, málefnalegan og lausnarmiðaðan þingmann sem byggir á rótgróinni frjálslyndri […]
Ég hef borið mikla virðingu fyrir Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni gegnum tíðina. Þeir félagar hafa yfir mikilli blaðamannareynslu sem þeir beita nú á vef Evrópuvaktarinanr. En eitthvað er þeim félögum farið förlast heimildaöflunin og fréttamennskan. Á vef Evrópuvaktarinnar er frétt um „Sanna Finna“ – þjóðernissinnaflokk sem lengi hefur verið við lýði í Finnlandi – […]