Ríkisstjórnin hefur nú sóknarfæri til að breyta sjálfri sér úr hálfgerðri minnihlutastjórn með flöktandi stuðningi eigin liðsmanna í öfluga ríkisstjórn sem hefur alla burði til að takast á við þau brýnu verkefni sem framundan eru. Ekki síst vegna þess að IceSave málið mun verða úr sögunni helgina sem Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing. Brotthvarf Lilju Mósesdóttur og […]
Fréttamenn sækja í Vilhjálm Bjarnason háskólakennara eins og mý í mykjuskán þegar þeir þurfa krassandi, en lítt rökstuddar fyrirsagnir á æsifréttir sínar. Þá skiptir engu hvort eitthvert samhengi er í hlutunum eða ekki – Villi klikkar ekki með krassandi staðhæfingar – sem fréttamenn passa sig á að sannreyna ekki. Þetta á ekki síst við ef fjallað […]
Ef snjóar í júlí þá þarf ég KANNSKE að moka útitröppurnar. Þetta er sambærileg röksemdarfærsla og nú er komin á kreik um MÖGULEGT framlag ríkisins til Íbúðalánasjóðs vegna HUGSANLEGRA afskrifta á næstu árum. Íbúðalánasjóður hefur reiknað út hverjar HÁMARKSAFSKRIFTIR gætu HUGSANLEGA orðið ef ALLIR þeir sem MÖGULEGA geta nýtt sér afskriftir íbúðalána í 110% fái […]
Ósanngirnisbætur hafa verið ákvarðaðar. Ræði það ekki meir en bendi á eftirfarandi tengla: Enn barið á Breiðavíkurdrengjum? Breiðavíkurdrengir bíða bóta
Fórnfýsi virðist Japönum í blóð borin. Nú berjast japanskir starfsmenn kjarnorkuversins í Fukushima við að koma í veg fyrir enn alvarlegra kjarnorkuslys en orðið er. Þeir eru að hætta lífi sínu í baráttunni – og vita það fullvel. Þetta virðist sama elementið og hjá kamikaze flugmönnunum í síðari heimsstyrjöldinn sem fórnuði lífi sínu skipulega til […]
Íslenskir bændur og íbúar hinna dreifðu byggða á Íslandi eiga mikil sóknarfæri í sameiginlegu skógræktarátaki Íslendinga og Evrópusambandsins. Samninganefnd Íslands á að sjálfsögðu að leggja ríka áherslu á mikilvægi öflugs skógræktarátaks á Íslandi – átaks sem vinnur gegn losun koltvísýring í andrúmslofti og styður við jákvæða byggðaþróun á Íslandi. Slíkt skógræktarátak á Íslandi á því […]
Íslenska skyrið er að slá í gegn austan hafs og vestan. Enda einstök afurð unnin úr einstakri mjólk. Það þarf að tryggja í viðræðum við Evrópusambandið að heitið Skyr nái einungis yfir íslenskt skyr unnið úr íslenskri mjólk. Svona eins og Feta ostur getur einungis verið grískur. Skyr mun slá í gegn í Evrópu. Ég efast […]
Rakst á kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Ákvað að birta nokkur stefnuatriði þessa öfluga bakhjarls Beztaflokksins í Reykjavík – svona af handahófi. Fróðlegt að bera loforðin saman við framkvæmdina! Samráð í skipulags-, umhverfis- og skólamálum á að gera markvissara og styrkja aðkomu íbúa og foreldra að lykilákvörðunum. Forgangsraðað verði í þágu þjónustu við íbúa. Stuðla […]
Quis custodiet ipsos custodes? Skilanefndir hafa verið skipaðar sem verðir þrotabúa. En það hefur enginn gætt þessara varða. Líkur á að verðirnir hafi misnotað stöðu sína. Allt of margar rökstuddar vísbendingar um slíkt. Quis custodiet ipsos custodes? Árni Páll Árnason efnahagsráðherra hefur nú tekið af skarið og sagt að það vanti verði til að gæta […]
Íslenska bændaforystan er helsta ógn íslenskra bænda – ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sjálfsbyrgingslegur málflutningur bændaforystunnar gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu dregur athygli íslenskra kjósenda að þeim gífurlegu fjármunum sem íslenskri skattgreiðendur leggja bændum til í formi niðurgreiðslna. Ofan í kaupið er sjálhverfni bændaforystunnar slík að í svokölluðum „varnarlínum“ gegn Evrópusambandinu gengur bændaforystan út frá því að engar […]