Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 15.02 2011 - 07:59

Einfættir leik- og grunnskólar

Ef marka má orð borgarstjóra þá er stefna Besta flokksins að reka einfætta leik- og grunnskóla í Reykjavík.

Mánudagur 14.02 2011 - 18:14

Faglega löggu með forvirkar rannsóknarheimildir

„Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að vinna og leggja fyrir Alþingi frumvarp sem veiti lögreglunni sambærilegar heimildir og lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi (forvirkar rannsóknarheimildir).“ Þannig hljóðar góð þingsályktunartillaga sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Treysti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra mjög vel til að útfæra […]

Mánudagur 14.02 2011 - 08:09

Mútur og misbeiting valds

Mörður Árnason þingmaður og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafa styrkt stöðu sína meðal öfgafullra umhverfissinna. Mörður með því að saka Landsvirkjun um mútur og Svandísi fyrir að misbeita ráðherravaldi sínu. Hvorutveggja hljómar dásamlega í eyrum hinna öfgafullu. Vinstri menn eru dálítið eins og unglingar. Að deyja úr réttlætiskennd – gagnvart öllum öðrum en sjálfum sér. Því […]

Laugardagur 12.02 2011 - 17:18

Dýr reykvískur húmor

Reykvíkingar hafa húmor. Það sannaðist í síðustu borgarstjórnarkosningum. Gamanið reyndar farið að kárna. Bíður okkar þriggja ára húmorsleysi?

Föstudagur 11.02 2011 - 18:28

Ómerkilegir hjúkrunarfræðingar?

Læknar á LSH hafa að undanförnu verið að kvarta yfir undirmönnun og halda því fram að þeir séu farnir að finna fyrir streitueinkennum vegna niðurskurðar. Þessar umkvartanir hafa verið áberandi í fjölmiðlum. En ætli staðan sé betri í hópi hjúkrunarfræðinga? Ég efast um það – en einhverra hluta vegna er undirmönnun hjúkrunarfræðinga og streita meðal þeirra […]

Föstudagur 11.02 2011 - 08:09

Umhverfishryðjuverk við Urriðafoss

Það geta flestir verið sammála um að umhverfishryðjuverk hafi verið framið við Urriðafoss. Annars vegar þeir sem telja að umhverfisráðherra hafi framið hryðjuverk gagnvart íslensku atvinnulífi og efnahagslífi á viðkvæmasta tíma með því að á ólögmætan hátt neita staðfestingu skipulags um Urriðafossvirkjun megi kalla umhverfishryðjuverk. Hins vegar þeir sem telja að staðfesting dómskerfisins á að umhverfisráðherra […]

Fimmtudagur 10.02 2011 - 10:45

Hrunvíxill íhaldsins fellur á þjóðina

Hafa menn gleymt því að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem ásamt Samfylkingunni skrifaði upp á hrunvíxilinn mikla sem var undanfari IceSave klúðursins?  VG kom síðar að hrunvíxlinum sem ábekingur. Formaður Sjálfstæðisflokksins slær sér nú upp á því að sýna „kalt hagsmunamat“ með því að samþykkja nýjasta IceSave samkomulagið – sem vissulega er miklu betra en hin […]

Miðvikudagur 09.02 2011 - 13:30

30 milljarða gjaldþrot Verkó

Eru menn búnir að gleyma að Byggingarsjóður Verkamanna var gjaldþrota um rúma 30 milljarða við upphaf Íbúðalánasjóðs. Eru menn búnir að gleyma að ein ástæða niðurlagningar Húsnæðisstofnunar og stofnun Íbúðalánasjóðs var vegna þessa gjaldþrots?

Þriðjudagur 08.02 2011 - 19:50

Bezta strákaklíka í heimi?

Er Bezti flokkurinn Bezta strákaklíka í heimi? Það er ýmislegt sem bendir til þess. Bezta strákaklíkan setti Bezta vin sinn sem stjórnarformann í Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hafa flottir strákaklíkustrákar af allra flokka gerðum átt sinn bezta heimavöll undanfarin ár  – en þeir fölna í samanburði við núverandi Bezta stjórnarformann… … og Bezta tímabundna strákaklíkustrákinn í […]

Þriðjudagur 08.02 2011 - 08:11

Hugrakkur Gutti stóðst prófið

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stóðst prófið og sýnir hugrekki  með því að birta neysluviðmið. Þá stóð hann sig  afar vel í fjölmiðlum í kjölfarið.  Þá er framsetning neysluviðmiðanna á vef velferðarráðuneytisins til mikillar fyrirmyndar. Nú er stóra spurningin hvort ríkisstjórnin muni standast prófið, því þótt formaður Öryrkjabandalagið hafi andað með nefinu og verið málefnalegur í athugasemdum sínum í gær – […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur