Föstudagur 6.1.2012 - 20:53 - 5 ummæli

Ógagnsæ spilling VG?

Ógagnsæi, skinhelgi  og möguleg spilling virðist gegnsýra VG.  Steingrímur J. Sigfússon æðsti leiðtogi VG lét það verða eitt síðasta verk sitt að ráða sem nýjan forstjóra Ríkisskaupa mann sem er með skrautlegan feril dómsmála á bakinu. Það eftir að hafa neitað fjölmiðlum um nöfn þeirra sem sóttu um starfið þótt Steingrími J. hafi borið lögum samkæmt skylda til þess að birta nöfnin.

Um þessa sögu dómsmála á baki nýráðins forstjórar Ríkiskaupa og neitun Steingríms J. um að uppfylla lagaskyldur sínar má lesa í frétt Pressunar: „Nýráðin ríkisforstjóri á yfir höfði sér kæru: Útboða á hans vegum ítrekað kærð – 12 mál töpuðust“ 

Þetta er sami Steingrímur J. sem beitti pólitískum þrýstingi ásamt félögum sínum úr VG og Samfó að bola Páli Magnússyni úr starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins – eftir að hafa áður gefið grænt ljós á þá ráðningu.  Þess má geta að Páll átti enga kæru yfir höfði sér né hafði hann tapað dómsmálum vegna embættisfærslna sinna.  Það eina sem hann hafði til sakar unnið var að vera hvorki í VG né Samfylkingunni.

Nú berast fréttir af heilagri vandlætingu VG manna í Eyjafirði vegna þess að ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar afar hæfur maður og enginn hefur sýnt fram á að aðrir umsækjendur séu honum hæfar. Maðurinn hefur hins vegar það sér til sakar unnið að vera ekki í VG og verið í stjórnunarstöðu í fjármálastofnun fyrir hrun.

Ekki hvað síst bylur í bæjarfulltrúa VG sem á maka sem sótti um starfið.

Þessi bæjarfulltrúi VG er í sama flokki og fyrrum landbúnaðarráðherra og núverandi umhverfisráðherra sem ákváðu að hylma yfir eiturdreifingu á tún landsmanna vítt og breytt um landið. Eiturdreifingu sem þeim var í lófa lagið að stöðva.

Þetta er sama VG liðið sem vill banna í nafni umhverfisverndar afar hóflegar lundaveiðar hlunnindabænda í Ísafjarðardjúpi þar sem krökkt er af lunda vegna skorts á sansíli kring um Vestmannaeyjar.

Ef þetta er ekki skinhelgi hjá VG þá er skinhelgi ekki til!

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 5.1.2012 - 19:42 - 9 ummæli

Ofstæki skaðar umhverfisvernd

„Þú fjölgar ekki lunda í ecxelskjali“ segir bóndinn í Vigur sem þá vafasömu ákvörðun umhverfisráðherra að berjast fyrir breytingar á lögum til að banna alfarið svartfuglsveiðar.

Þetta er rétt hjá bóndanum í Vigur sem hefur haft hlunnindi af hóflegum veiðum á lunda í eynni – lunda sem krökkt er af og ógnar í raun tekjum af öðrum hlunnindum þeirra Vigurbúa – æðardúnstekjunni.

Það hjálpar ekki veikum lundastofni í Vestmannaeyjum að banna hóflegar veiðar á lundastofninum í Ísafjarðardjúpi. Slíkt bann er eins og sena í leikhúsi fáránleikans og ber vott um ofstæki. En ofstæki dregur úr trúverðugleika og skaðar umhverfisvernd.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 5.1.2012 - 08:13 - 2 ummæli

Bezti ber af VG

Bezti í Reykjavík ber af VG á landsvísu þegar litið er til trúverðugleika. Bezti lofaði að svíkja kosningaloforðin sín. VG bara sveik þau.

„Ég tel að Vinstri græn hafi svikið öll, eða flest, loforð sem þau gáfu okkur,“ Hafsteinn Hjartarson, fyrrum formaður VG í Kópavogi og einn stofnanda VG. Mbl. 5.1.12.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 3.1.2012 - 22:03 - 3 ummæli

Loka Bláfjöllum strax!

Ef fallast ætti á rök andstæðinga skíðaíþróttarinnar í Bláfjöllum ætti að loka skíðasvæðunum þar nú þegar!  Ástæðan. Mikil umferð skíðafólks á einkabílum á skíðasvæðinu þessa dagana.

Staðreyndin er nefnilega sú að andstæðingar snjóframleiðslu í Bláfjöllum sem myndi tryggja opin skíðasvæði um langan tíma þótt snjó skorti vita að snjóframleiðsla er ekki ógnun við  umhverfið og vatnsverndarsvæðið sem liggur ekki fjarri Bláfjöllunum.

Það kemur skýrt fram í skýrslu Mannvits að bein ógnun snjóframleiðslunnar er engin.

Hins vegar kynni kannske mögulega vera smá möguleiki á að bílaumferð í Bláfjöllum geti skaðað umhverfið lítillega.  Líkurnar þó nánast engar.

En ef koma á í veg fyrir snjóframleiðslu í Bláfjöllum eins og fámennur hópur andstæðinga skíðasvæðanna í Bláfjöllum virðast vilja vegna meintra mögulegra áhrifa bílaumferðar á umhverfið – þá ætti að loka Bláfjöllum strax!

Er ekki leiðin að takmarka umferð einkabílsins og tryggja góðar almenningssamgöngur inn á skíðasvæðin og njóta Bláfjallanna á skíðum miklu lengur og betur en nú gerist – með umhverfisvænni snjóframleiðslu sem skaðar klárlega ekki umhverfið?

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 2.1.2012 - 17:41 - 2 ummæli

Rugl í Ríkiskaupum

Það virðist ruglið eitt í gangi hjá Ríkiskaupum ef marka má frétt Pressunnar af sérkennilegri ráðningu nýs forstjóra Ríkiskaupa. Þeir sem til þekktu sáu að eitthvað sérkennilegt var í uppsiglingu strax í upphafi ráðningarferilsins og greinilegt að fjármálaráðherra væri búinn að ákveða hver ætti að fá starfið.

Auglýsing um starfið var nánast falin í atvinnuauglýsingum og fór hún framhjá mörgum. Þó sóttu 17 manns um starfið. Við vitum ekki hverjir þar sem fjármálaráðuneytið neitaði að gefa fjölmiðlum upplýsingar um umsækjendur þrátt fyrir lagaskyldu þar um.

Sá sem var ráðinn er klárlega ekki Framsóknarmaður því enginn nema Pressan hefur sagt frá ráðningunni og það er ekki allt logandi í netheimum þótt ýmislegt sérkennilegt sé við ráðninguna.

Held það sé best að láta frétt Pressunar segja það sem segja þarf:

„Nýráðinn ríkisforstjóri á yfir höfði sér kæru: Útboð á hans vegum ítrekað kærð – 12 mál töpuðust

Ráðnings Halldórs Ó. Sigurðssonar í forstjórastól Ríkiskaupa hefur valdið titringi meðal birgja á markaði. Að minnsta kosti einn aðili hyggst leggja fram kæru gegn Halldóri vegna starfa hans fyrir Landspítalann sem hefur á síðustu árum tapað 12 málum hjá kærunefnd útboðsmála.

Fjármálaráðuneytið greindi frá ráðningunni í gærmorgun. Alls sóttu 17 einstaklingar um starfið, en þrátt fyrir beiðni Pressunnar hefur ráðuneytið ekki fengist til að gefa upp nöfn umsækjanda, líkt og því ber að gera samkvæmt lögum.

Halldór starfaði lengst af hjá Osta- og smjörsölunni, en frá árinu 2009 var hann deildarstjóri innkaupadeildar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi. Tók hann við starfinu af Valgerði Bjarnadóttur, alþingismanni. Sem slíkur hafði hann yfirumsjón með öllum vörukaupum spítalans, þar með talið útboðum á vegum spítalans sem boðin voru út á grundvelli laga um opinber innkaup í gegnum Ríkiskaup.

Frá árinu 2008 hafa fjölmörg erindi borist kærunefnd útboðsmála, þar sem útboð á vegum Landspítala eru kærð.  Oftar en ekki hefur kærunefndin komist að þeirri nðurstöðu að verulegir annmarkar hafi verið á framkvæmd útboðanna.  Þannig hefur spítalinn á tímabilinu tapað í heild sinni 12 málum vegna útboða þar sem úrskurðað var að ákvarðarnir spítalans feli í sér brot á lögum um opinber innkaup. Þess ber þó einnig að geta að í all nokkur skipti hefur kærum á hendur Landspítalanum verið vísað frá af útboðsnefndinni.

Pressan hefur rætt við aðila sem fullyrðir að Landspítalinn, undir stjórn Halldórs, hafi gert markvissa tilraun til að bola fyrirtækinu úr áralöngum viðskiptum við Landspítalann, þar sem Halldór sat fundi með erlendum birgjum og hvatti þá til að slíta viðskiptasambandi sínu við innlenda birgja.

Eina augljósa skýringin, að sögn viðmælandans, virðist vera sú að þessi aðili hefur margoft kært útboð spítalans en kærur eru einu stjórnsýslulegu úrræði þeirra sem telja á sér brotið.  Segir viðmælandinn að  Halldór hafi í störfum sínum gert allt sem í valdi hans stóð til að koma í veg fyrir eðlilega úrlausn deilumála og beitt til þess afar óhefðbundnum aðferðum í því skyni.

Þá hyggst að minnsta kosti einn aðili leggja fram kærur vegna vinnubragða Landspítala þar sem Halldór var í fyrirsvari.  Segir hann Halldór hafa reynt að hafa af sér stóran erlendan birgja og koma honum að hjá samkeppnisaðila. Það mál hefur, samkvæmt heimildum Pressunnar, ratað inn á borð forstjóra LSH, Björns Zöega, án þess að brugðist hafi verið við. „

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 1.1.2012 - 02:30 - 3 ummæli

Að bjarga „establismenti“

Mugison bjargaði Hörpunni. Árni Páll Samfylkingunni. Hver ætlar að bjarga okkur hinum?

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 30.12.2011 - 23:52 - 13 ummæli

Samfylking stjórntæk á ný?

Þegar Árni Páll Árnason sigurvegari átakanna í Samfylkingunni í dag og undanfarna daga tekur við af Jóhönnu á óumflýjanlegum landsfundi flokksins í vor – þá gæti Samfylkingin orðið stjórntæk á ný!

… það sem ÖSKRAR á óflokksbundinn áhugamann um pólitík er algjör ósýnileiki vinar míns Össurar Skarphéðinssonar sem boðar í drottningarviðtali áramótablaðs Viðskiptablaðsins kynslóðaskipti í forystu Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar.

Þögn hans á fundi flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í kvöld segir meira en mörg orð …

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 30.12.2011 - 20:13 - 10 ummæli

„Pútín“ J. Sigfússon

„Pútín“ J. Sigfússon hefur náð sínu fram. Losnaði við eina ráðherrann sem stóð upp í hárinu á honum og gagnrýndi bullið. Lágt leggst Jóhanna. Hennar tími er liðinn.

Eigum við að rifja upp stöðu sveitarfélagsins Garðsins fyrir síðustu Alþingiskosningar?

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 30.12.2011 - 11:53 - 5 ummæli

Meðmæli með Árna Páli!

Árni Páll Árnason hefur staðið sig vel sem efnahags-og  viðskiptaráðherra.  Árni hefur verið gagnrýninn á ýmsa þá vitleysu sem ríkisstjórnin sem hann situr í hefur staðið fyrir. Það fer fyrir brjóstið á Steingrími J. „Skattmann“ sem vill Árna Pál burtu. Jóhanna Sigurðardóttir óttast aukinn styrk Árna Páls og vill hann líka burtu.

Þetta eru meðmæli með Árna Páli.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.12.2011 - 16:18 - 6 ummæli

Byggjum sjávarfallsvirkjun

Við eigum að byggja sjávarfallsvirkjun í Breiðafirði þótt arðsemi hennar sé ekki fullnægjandi við núverandi aðstæður. Það mun ekki verða vandamál til lengri framtíðar að koma umhverfisvænni orku í verð þótt verð til íslenskra heimila sé lágt miðað við Evrópumarkað.

Reyndar virðist nú hafin áróðursherferð þar sem ananrs vegar er haldið fram að virkjanir hafi ekki skilað samfélaginu eðilegan arð – en á sama tíma sé verð á orku til heimilanna allt of lágt!  Ef lágt verð á heimilisrafmagni er ekki að skila arðinum til samfélagsins á eðlilegan hátt – þá veit ég ekki hvernig á að skila arði af auðlindum til fólksins í landinu!

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur