Ef marka má orð borgarstjóra þá er stefna Besta flokksins að reka einfætta leik- og grunnskóla í Reykjavík.
Ef marka má orð borgarstjóra þá er stefna Besta flokksins að reka einfætta leik- og grunnskóla í Reykjavík.
Flokkar: Óflokkað
Þannig hljóðar góð þingsályktunartillaga sem lögð hefur verið fram á Alþingi.
Treysti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra mjög vel til að útfæra slíkar heimildir með sérfræðingum sínum því hvað sem mönnum finnst um Ögmund – þá þekkir hann mörk þess hvenær gengið er of nærri persónufrelsinu. Því forvirkar rannsóknarheimildir eins nauðynlegar og þær eru mega ekki ganga of nærri persónufrelsi okkar.
Nauðsynlegt skref sem þau Siv Friðleifsdóttir, Róbert Marshall, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Kristján L. Möller, Sigurður Ingi Jóhannsson og Höskuldur Þórhallsson stíga með þingsályktunartillögunni.
En það má ekki gleyma því að farsæl framkvæmd löggæslu byggir á öflugru og faglegri lögreglu.
Því miður stöndum við frammi fyrir því að góð lögregla gæti versnað verulega vegna fjárskorts.
Treysti Ögmundi að koma í veg fyrir að slíkt gerist.
Flokkar: Óflokkað
Mörður Árnason þingmaður og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafa styrkt stöðu sína meðal öfgafullra umhverfissinna. Mörður með því að saka Landsvirkjun um mútur og Svandísi fyrir að misbeita ráðherravaldi sínu. Hvorutveggja hljómar dásamlega í eyrum hinna öfgafullu.
Vinstri menn eru dálítið eins og unglingar. Að deyja úr réttlætiskennd – gagnvart öllum öðrum en sjálfum sér.
Því mun aldrei hvarfla að Svandís og Merði að segja af sér vegna ummæla eða misbeitingar valds í þágu öfgafullrar umhverfisstefnu hvað sem á dynur. Enda eru þau að uppfylla væntingar kjósenda sinna. Kjósenda sem telja atvinnuuppbyggingu aukaatriði ef atvinna þarf að byggja á nýtingu náttúruauðlinda í formi virkjanna.
Flokkar: Óflokkað
Reykvíkingar hafa húmor. Það sannaðist í síðustu borgarstjórnarkosningum. Gamanið reyndar farið að kárna. Bíður okkar þriggja ára húmorsleysi?
Flokkar: Óflokkað
Læknar á LSH hafa að undanförnu verið að kvarta yfir undirmönnun og halda því fram að þeir séu farnir að finna fyrir streitueinkennum vegna niðurskurðar. Þessar umkvartanir hafa verið áberandi í fjölmiðlum.
En ætli staðan sé betri í hópi hjúkrunarfræðinga?
Ég efast um það – en einhverra hluta vegna er undirmönnun hjúkrunarfræðinga og streita meðal þeirra ekki eins merkileg og læknaálagið.
Ætli það sé vegna þess að hjúkrunarfræðingar séu ennþá fyrst og fremst kvennastétt?
Flokkar: Óflokkað
Það geta flestir verið sammála um að umhverfishryðjuverk hafi verið framið við Urriðafoss.
Annars vegar þeir sem telja að umhverfisráðherra hafi framið hryðjuverk gagnvart íslensku atvinnulífi og efnahagslífi á viðkvæmasta tíma með því að á ólögmætan hátt neita staðfestingu skipulags um Urriðafossvirkjun megi kalla umhverfishryðjuverk.
Hins vegar þeir sem telja að staðfesting dómskerfisins á að umhverfisráðherra beitti ólögmætum leiðum til að koma í veg fyrir Urriðafossvirkjun og Urriðafoss verði því að líkindum virkjaður megi kalla umhverfishryðjuverk.
Flokkar: Óflokkað
Hafa menn gleymt því að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem ásamt Samfylkingunni skrifaði upp á hrunvíxilinn mikla sem var undanfari IceSave klúðursins? VG kom síðar að hrunvíxlinum sem ábekingur.
Formaður Sjálfstæðisflokksins slær sér nú upp á því að sýna „kalt hagsmunamat“ með því að samþykkja nýjasta IceSave samkomulagið – sem vissulega er miklu betra en hin þau fyrri.
Í lófaklappinu fyrir þessari „fórn“ Sjálfstæðisflokksins virðist algerlega gleymt að málið hófst þegar Sjálfstæðisflokkurinn skrifaði upp á óútfylltan hrunvíxil – hrunvíxil sem nú er að falla á þjóðina.
Flokkar: Óflokkað
Eru menn búnir að gleyma að Byggingarsjóður Verkamanna var gjaldþrota um rúma 30 milljarða við upphaf Íbúðalánasjóðs.
Eru menn búnir að gleyma að ein ástæða niðurlagningar Húsnæðisstofnunar og stofnun Íbúðalánasjóðs var vegna þessa gjaldþrots?
Flokkar: Óflokkað
Er Bezti flokkurinn Bezta strákaklíka í heimi? Það er ýmislegt sem bendir til þess.
Bezta strákaklíkan setti Bezta vin sinn sem stjórnarformann í Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hafa flottir strákaklíkustrákar af allra flokka gerðum átt sinn bezta heimavöll undanfarin ár – en þeir fölna í samanburði við núverandi Bezta stjórnarformann…
… og Bezta tímabundna strákaklíkustrákinn í forstjórastöðunni. Sem leitar ekki langt yfir skammt – enda Bezt að halda sig við Beztu strákaklíkuna. Fær Bezta fyrrum yfirmann sinn til að taka við Bezta forstjóraembættinu í Reykjavíkurborg undir stjórn Bezta flokksins.
Hvað þurfti til til að ná þessum Bezta árangri?
Er það ekki Bezta Deginum ljósara?
Ég óska OR sem beztrar framtíðar!
Flokkar: Óflokkað
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stóðst prófið og sýnir hugrekki með því að birta neysluviðmið. Þá stóð hann sig afar vel í fjölmiðlum í kjölfarið. Þá er framsetning neysluviðmiðanna á vef velferðarráðuneytisins til mikillar fyrirmyndar.
Nú er stóra spurningin hvort ríkisstjórnin muni standast prófið, því þótt formaður Öryrkjabandalagið hafi andað með nefinu og verið málefnalegur í athugasemdum sínum í gær – þá er virðist mér undiraldan vera þung. Enda formaður ASÍ farinn að tala neysluviðmiðið niður.
Birting neysluviðmiða er nefnilega tvíeggjuð eins og ég hef bent á í pistlum mínum um Pandórubox Jóhönnu.
Næstu dagar og vikur munu leiða í ljós hvort um Pandórubox sé að ræða.
En ég tek ofan fyrir Guðbjarti fyrir hugrekkið og frammistöðuna í gær.
Flokkar: Óflokkað