Seint virðist sumum forráðamönnum Reykjavíkurborgar ætla að skiljast, að Reykjavík er höfuðborð Íslands – höfuðborg allra landsmanna – með öllum þeim gögnum og gæðum, kostum og göllum sem slíku fylgir. Við Akureyringar hefðum gjarnan viljað afsala okkur atkvæðisrétti í Alþingiskosningum til þess að fá löggjafarþingið, stjórnarráðið, Háskóla Íslands og Landspítalann norður og leggja land […]
Nú stendur yfir „álfukeppni í knattspyrnu“, eins og alþjóð veit – og jafnvel heimurinn allur. Knattspyrna er skemmtilegur leikur – eins og fótbolti og skylmingar sem við stunduðum á Norðurbrekkunni um miðja síðustu öld. Í þeim fótbolta – knattspyrnunni – var spilað á eitt mark, allir á móti öllum, og mestu skipti að sparka sem […]
Stundum virðist gleymast að Reykjavík er höfuðborg Íslands og hefur hlutverki að gegna sem höfuðborg allra landsmanna. Stefna núverandi meirihluta í borgarstjórn er enn eitt dæmið um þessa gleymsku þegar stefnt er að því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður fyrir 2030 til þess að byggja nokkur þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni, enda þótt nægilegt byggingarland sé […]
Það er auðvelt að vera vitur eftir á – ekki síst fyrir annarra hönd. Nú hefur vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs runnið skeið sitt á enda. Eftirmælin verða misjöfn, einkum eftir því hvar í flokki menn standa. Eins og lesendur þekkja, varð sterk vinstri sveifla í kosningunum 2009. VG varð sigurvegari, […]
Þetta eru einhver frægustu orð Járnfrúnarinnar, Margaret Thatcher, sem hún viðhafði á landsfund breska íhaldsflokksins í Blackpool árið 1983. Orðin hafa skoðanabræður hennar og skoðanasystur endurtekið í þrjátíu ár sem grundvallarsannleika mannlegs samfélags. Ummælin eru sannarlega hnyttileg um leið og þau eru röng, eins og mörg hnyttileg orð atvinnustjórnmálamanna hér á landi sem annars staðar. […]
Miklar breytingar verða á þingliði eftir kosningar. Ljóst er, að fleiri nýir fulltrúar taka sæti á Alþingi en nokkru sinni í 167 ára sögu hins endurreista Alþingis. Vonandi þekkja nýir alþingismenn og -konur sinn vitjunartíma og átta sig á því, til hvers ætlast er til af þeim: að þjóna almenningi, hætta skömmum og málrófi og taka upp […]
Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu: heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að jöfnuði í heilsu og lífsgæðum og tryggja aðgengi allra að viðeigandi velferðarþjónustu, óháð efnahag. Þessu markmiði þarf að fylgja eftir án undanbragða. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning velferðarstefnunnar og heilbrigðisáætlunarinnar, enda eru […]
Enn einu sinni er ástæða til þess að ræða hlutverk forseta Íslands í fortið, nútíð og framtíð, því að enn einu sinni hefur Ólafur Ragnar blandað sér á óviðeigandi hátt í stjórnmáladeilur samtímans. Eins og oft áður hefur höfundur þessara orða hlustað á áramótaræður Margrétar Danadrottningar og Haralds Noregskonungs, en frá Noregi og Danmörku var […]
Margt bendir til þess að ný kynslóð sé að kveðja sér hljóðs í stjórnmálum á Íslandi, bæði í gamla fjórflokkunum og nýjum flokkum eða framboðum, sem hafa hætt sér út á vígvöllinn, þar sem flestir verða sárir, allir ákaflega móðir og margur góður maður, karl eða kona, fer þaðan kalinn á hjarta, eins og Grímur […]
Eins og áður er kynlegt að lesa skrif Sighvats Björgvinssonar. Í grein í Fréttablaðinu daginn fyrir friðardaginn ræðst hann með skömmum að fólki á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 35 til 45 ára og kallar það sjálfhverfustu kynslóð á Íslandi, sem tali ekki um annað en sjálft sig og sagðist fyrir hrunið bera lagt af jafnöldrum sínum á […]