Færslur fyrir október, 2015

Laugardagur 31.10 2015 - 12:05

Sér-hagsmunagæslumaður afturhaldsins

Það er vel til fundið hjá Morgunblaðinu að skipta einum dálki aðra hverja viku milli frelsis og helsis þar sem Sigríður Andersen og Ögmundur Jónasson skiptast á að útlista skoðanir er varða framfarir og afturhald. Í pistli sínum í dag fjallar Ögmundur um sérhagsmuni, nánar tiltekið hagsmuni neytenda af verslunarfrelsi sem augljóslega er mikilvægasta hagsmunamál almennings fyrr og […]

Föstudagur 30.10 2015 - 16:35

Hagsmunagæsla fortíðar

Egill Helgason hefur réttilega gagnrýnt RÚV eins og hér kemur fram. Gagnrýni Egils byggist á fagþekkingu að eigin mati en gagnrýni annara á vanþekkingu. Látum ver að að ræða um hógværð í málflutningi og sjálfsáliti nú eða svona klássísk álitaefni um hagsmunaárekstra þess að launþegi verji vinnuveitanda sinn. Engu er líkara en að Egill hafi misst af […]

Fimmtudagur 29.10 2015 - 10:53

RÚV-Kjarni málsins

Óðinn í Viðskiptablaðinu er skyldulesning alls hugsandi fólks á Íslandi. Í blaðinu í dag er tilvitnun í Egil Helgason sem hægt er að taka undir: Aðalmálið hlýtur að vera að efla íslenska dagskrá í staðinn fyrir allan óhroðann sápujukkið,glæparuslið og raunveruleikaþáttaógeðið sem veltur yfir okkur. Hlutverk RÚV hlýtur að vera að flytja okkur íslenskt menningarlegt […]

Fimmtudagur 29.10 2015 - 09:45

Breytingar í orði eða borði

Eitt sinn tilkynnti Sjálfstæðisflokkurinn að hann myndi sækja inn á miðju. Héldu þá flestir að sóknin yrði til hægri. Sú varð ekki raunin. Með því að tala upp vinstri gildi og blása út báknið jók flokkurinn fylgi vinstri flokkana eðli málsins samkvæmt. Ekki sér enn fyrir endan á fylgistapinu sér í lagi meðal ungs fólks. […]

Miðvikudagur 28.10 2015 - 16:03

Báknið blæs út

Í Morgunblaðinu var nýlega frétt um að Ragnheiður Ríkarðsdóttir væri farin að huga að endurkjöri og vilji því færa íbúum i sínu heimakjördæmi ,,Laxnessetur“ á kostnað annara skattgreiðenda. Slíkar stofnanagjafir falla nefnilega ekki undir máltækið ,,æ sér gjöf til gjalda“ af því að það eru jú einfaldlega aðrir sem gjalda en njóta. Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá […]

Mánudagur 26.10 2015 - 15:43

V.G. – Verulega Galið

Í nýjustu landsfundarályktum VG kemur m.a. fram að þjóðin ætti: ..að hverfa frá notkun á jarðefnaeldsneyti.. Komið verði á reglubundu millilandaflugi inn á Norður- og Austurland …leggst gegn hugmyndum um vinnslu jarðefnaeldsneytis á íslensku yfirráðasvæði, þar með talið fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu ..ályktar að stofnaður verði auðlindasjóður að norskri fyrirmynd.. Fyrir þá sem ekki skilja samhengið á […]

Laugardagur 24.10 2015 - 10:21

VG og stærðfræðin

Hinn geðþekki ekki-þingmaður VG, Björn Valur gerði nýverið grín að all sérstæðum prósentuútreikningi Eyglóar Harðar sem taldi að ef 10 aðilar sem komað að byggingu einnar og sömu byggingar, lækkuðu byggingakostnað um 1% myndi byggingakostnaður lækka um 10%. Stærðfræði virðist hinsvegar vera afar fjarlæg fræðigrein á landsfundi VG þar sem formaður flokksins áréttar að ,,við […]

Mánudagur 19.10 2015 - 11:36

Vont er ranglætið en verra er réttlætið

Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem starfsmaður Seðlabanka Íslands hafði verið rekinn fyrir umsvifamikil verðbréfaviðskipti í eigin þágu, þvert á allar skráðar reglur um innherjaviðskipti. Hæstiréttur dæmdi hinum opinbera starfsmanni kr.3m. bætur. Már Guðmundsson hinn kæruglaði, sá ekki ástæðu til að kæra starfsmanninn, né heldur Sérstakur Saksóknari enda sérhæfa báðir embættismenn sig í kærum […]

Mánudagur 19.10 2015 - 08:38

Meðferðarúrræði?

Vissulega er grunnreglan sú að allt eigi að vera leyfilegt sem ekki er bannað. Björgvin G Sigurðsson taldi að þar sem sveitarstjórnarlög bönnuðu ekki útlána sérstaklega, væri honum heimilt að hefja slíka starfsemi, nánar tiltekið til síns sjálfs. Í framhaldinu fór Björgvin svo í meðferð. Bæjarstjóri Seltjarnarness á sér þann draum að stofna ,,Íbúðalánasjóð Seltjarnarness“ sem […]

Sunnudagur 18.10 2015 - 15:44

Landmælt klúður

Fyrir um tveimur árum tilkynnti fyrirtækið Loftmyndir að það hefði lokið við fyrstu útgáfu af nýjum háupplausnar-kortagrunni af öllu landinu. Ekki fór mikið fyrir áhuga fjölmiðla á þessum áfanga, hvað þá að greint væri hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskt samfélag. Fyrir það fyrsta ber að nefna að grunnurinn er gerður alfarið án nokkurskonar aðkomu hins […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur