Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 20.09 2016 - 09:42

Misskilningur á misskiptingu

Einhver þrálátasti misskilningur vinstri manna er að misskipting auðs (ekki bara tekna) sé meginástæða þess að hinir efnaminni séu efnaminni. Sú kenning byggir á þeirri grunnforsendu að auður eins sé annars manns tap – að auður sé fasti sem hvorki vex né dragist saman og að ef auður eins aukist, hljóti hann að minnka hjá öðrum. Engu […]

Þriðjudagur 06.09 2016 - 15:38

Ræningjar undir réttu flaggi?

Þekkt er að oft komast lýðskrumarar til valda í kjölfar þjóðaráfalla. Eftir hrun var engu er líkara en að íslenska þjóðin hefði ákveðið að taka sitt sprengjuáfall út á bankamönnum sem nú hefur snúist upp í óþol gegn einhverskonar óhelgu sambandi stjórnmála og fjármála. Nú er krafan eitthvað nýtt, eitthvað annað og sannanlega eru Píratar einmitt eitthvað annað. Fylgismenn flokksins […]

Þriðjudagur 30.08 2016 - 09:05

,,Sjálftaka“ hjá Kaupþingi

Stjórnmálamenn hreyktu sér af því að hirða (eða ætla sér að hirða) 700 milljarða af s.k. hrægömmum. Þegar hrægammarnir ætla að bæta við 700 milljónum til ríkissjóðs í formi skatta og 800 milljónum í vasa sinna starfsmanna hér á landi kallast það ,,sjálftaka“ Læknir nokkur telur að læknar á Barnaspítala Hringsins hafi svo lág laun að ríkissjóður megi […]

Sunnudagur 28.08 2016 - 11:57

,,Bændur uggandi yfir lækkuðu afurðaverði“

Í fréttaflutning hér á landi er orsakasamhengi sjaldnast leitt út. Þannig birtist í síðustu viku frétt með ofangreindri fyrirsögn þar sem segir: Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni… Samandregið virðist ljóst að of mikil fákeppni sé í verslun en of lítil í afurðarstöðvum. Stærsti […]

Fimmtudagur 28.07 2016 - 09:29

Ögurstundir Svandísar

Svandís Svavarsdóttir skrifar pistil í Fréttalbaðið undir fyrirsögninni ,,Ögurstund“. Til að forðast misskilning er hún þar ekki að ræða um þá ögurstund þegar faðir hennar Svavar Gestsson hugðist hneppa þjóðina í 208 Milljarða skuldafangelsi, í umboði hennar eigin ríkisstjórnar. Í grein sinni segir Svandís: Pólitísk öfl taka sér stöðu með forréttindum, með hinum ríku beita […]

Mánudagur 25.07 2016 - 20:41

Tvær fréttir – ekkert samhengi?

Á fréttavef RÚV (Ríkis-Útvarp Vinstri manna) eru tvær athyglisverðar fréttir í dag, hér og hér. Lesendur, aðrir en fréttamenn geta spáð í samhengið.

Miðvikudagur 20.07 2016 - 13:14

Ögmundur og Regnbogabörnin

Einn merkasti stjórnmálamaður sögunnar Ronald Reagan sagði eitt sinn að einhver hræðilegustu orð í enskri tungu rúmuðust í einni setningu ,, Hæ, ég er frá hinu opinbera kominn til að hjálpa“ Liðsmenn VG eru bókstaflega talandi dæmi um þessa fullyrðingu. Ögmundur Jónasson sem ekkert aumt má sjá, skrifar pistil í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni ,,MS […]

Laugardagur 17.10 2015 - 18:12

Stjórnlyndisfyrring

Að grunni til eru bara tvær gerðir stjórnmálamanna, þeir stjórnlyndu og svo þeir sem telja einstaklingum best til að sjá fótum sínum forráð. Sjálfstæðisflokkurinn er að nafni til flokkur sem aðyllist einstaklingsfrelsi en innan hans eru svartir sauðir sem í raun eru vinstri menn í ….gæru. Líklega er stjórnlyndisfyrringin orðin alger þegar stofnanirnar eru látnar […]

Laugardagur 21.03 2015 - 18:30

Hræðileg stofnun

Ronald Reagan sagði að hræðilegustu orð í enskri tungu væru ,,I’m from the government and I’m here to help“. Sama mætti segja ef einhver óskaði eftir vegvísun frá Landmælingum Íslands þar sem vegir liggja úti í sjó, ár renna upp fjöll og hús standa úti í stöðuvötnum. Landupplýsingar og álitamál þeim tengdum eru fyrirbæri sem líklega […]

Sunnudagur 28.09 2014 - 11:56

Viðskiptafrelsi

Frumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um afnám einokunarverslunar ríkisins með áfengi er í raun einfaldara mál en ætla mætti.  Þegar öllu er á botnin hvolft skiptir engu máli hver skoðun fólks kann að vera á gæðum þjónustunnar, hvort verð muni hækka eða lækka eða hvort félagsmenn í BSRB séu líklegri til að fara að lögum heldur […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur