Miðvikudagur 6.1.2016 - 09:36 - FB ummæli ()

Íslensk smjörklípa

Formaður bændasamtakanna sýnir sitt rétta andlit ,,grímulaust“ í svargrein í Fréttablaðinu vegna ummæla Finns Árnasonar forstjóra Haga um að nýr búvörusamningur muni kosta skattgreiðendur ámóta upphæð og einn Icesave samningur.

Í grein sinni segir Sindri að ,,megininntak sé að treysta rekstrargrundvöll landbúnaðarins“ og á þar við hinn miðstýrða áætlanabúskap sem hér er stundaður að sovíeskri fyrirmynd. Auðvitað koma hagsmunir skattgreiðenda málinu ekkert við og aldrei kæmi til greina að setja slíkan ,,Iceasave samning“ í þjóðaratkvæðagreiðslu.1375642988-0_jpg__600×457_

Sindri, sem líklega vill ljúka samningi þar sem hann nennir ekki að hafa hann hangandi yfir sér eins og Svavar forðum, ræðir um hugtakið ,,stuðning við bændur“ án þess að nefna að sá stuðningur kostar meðalfjölskyldu í landinu kr. 200.000 í minni kaupgetu á hverju ári. Réttara hugtak væri auðvitað ,,samsæri gegn almenningi.“

Ekki er djúpt á smjörklípuna. Hagsmunagæslumaður stjórnkerfisins spyr hvort það sé ,,trúverðugt að forstjóri Haga tali máli neytenda.“ Öfugt við bændasamtökin þurfa Hagar einfaldlega að standa sig í samkeppni um neytendur. Ef Sindri vildi telja sjálfan sig trúverðugan málsvara neytenda en ekki samtakanna sem borga launin hans, ætti hann auðvitað að tala fyrir valfrelsi neytenda.

En hvaða annarlegi ásetningur skyldi nú liggja að baki kröfu Haga um viðskiptafrelsi til handa neytenda? Ef matvælaverð lækkar, myndi slíkt einfaldlega þýða lægri heildarveltu sem varla er hagsmunamál verslunarinnar. Einmitt þess vegna er málflutningur Finns Árnasonar trúverðugur öfugt við hagsmunapot Sindra.

Eftir vandlega yfirferð hefur bændasamtökunum ekki tekist að reikna út að álagning eða dreifingarkostnaður íslenskrar verslunar sé óeðlilegur en hinsvegar sé arðsemin það góð að hún hljóti að vera af hinu illa. Það að arðsemi smásöluverslunar erlendis sé lægri hljóti hinsvegar að þýða að þar sé samkeppni meiri. Vandamálið liggi því í fákeppni, auðvitað bara í versluninni en ekki í landbúnaðarkerfinu sjálfu. Þar þarf auðvitað enga samkeppi og umfram allt ekki markaðsbúskap því frelsi er jú helsi að mati Sindra Sigurgeirssonar.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 1.1.2016 - 16:42 - FB ummæli ()

Lagavændi

Nýlega sendi lögmaðurinn Stefán Geir Þórisson álit til allra þingmanna með fyrir hönd ,,umbjóðenda“ þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að viðskiptafrelsi með áfengi kynni að brjóta ákvæði EES samningsins um viðskiptafrelsi!

MakeThumbnailHugsanlega er lögfræði næst-elsta atvinnugreinin sem í umræddu bréfi minnir um margt á þá elstu. Í öllu falli er ljóst að margir lögmenn leggja nafn sitt við hvað sem er gegn greiðslu.

Í bréfinu nefnir Stefán Geir ,,umbjóðendur“ sína án þess að geta þess að um er að ræða óformlegan félagsskap hilluplásshafa í ÁTVR. Sú stofnun byggir sinn hagnað á 18% skatti af tóbaki undir því falska yfirskini að um heildsöludreifingu á tóbaki sé að ræða (að ríkið reki heildsöludreifingu fyrir heildsala hlýtur að vera einhver galnasti partur af ríkisrekstrinum þó af mörgu sé að taka). Eðli málsins samkvæmt vill félag hilluplásshafa ekki sjá á eftir því að smásöluverslunin sé niðurgreidd með skattfé eða að neytendur hafi frjálst val um hvar eða hvenær þeir versli. Slíkt fyrirkomulag er semsagt andstætt hagsmunum hilluplásshafa og pilsfaldarkapítalista sem Ólafur Stephensen fyrrum formaður Heimdallar er annars í forsvari fyrir.

Niðurstaða lögmannsins er að hér á landi sé fákeppni slík á matvörumarkaði að ekki verði við neitt ráðið nema með ríkiseinokunarverslun. Með sömu rökum væri auðvitað eðlilegt að endurvekja aftur einokunarverslun með mjólk enda mörg varnaðarorðin ræst eins og um skyr-hrærslu og hræðslu.

timarit_is_files_14762720_pdf_navpanes_1_view_FitH

ÁfengisfrumvarpESAfinal

 

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 1.1.2016 - 14:52 - FB ummæli ()

Bætt hagstjórn

Í áramótaávarpi benti Bjarni Benediktsson á að kjarasamningar hefðu farið langt fram úr framleiðniaukningu hagkerfisins sem fjármálaráðherra réttilega ályktaði sem ósjálfbært fyrirkomulag.

Til að takast á við slíkt gæti Bjarni verið klókur og í stað þess að gagnrýna verkalýðsfélög og atvinnurekendur, einfaldlega gripið til einu rökréttu mótvægisaðgerðanna sem er niðurskurður ríkisútgjalda. Sama á auðvitað við ef verðbólga fer að aukast, í stað þess að stóla á jólasveininn Vaxtasleiki í Seðlabankanum ætti að stemma stigu við sóun í ríkisrekstri þegar þensla eykst.

Óumdeilt ætti að vera að byrja á lokun stofnana sem enga þjónustu veita, af nógu er að taka.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 28.12.2015 - 23:10 - FB ummæli ()

,,Torvelt aðgengi“ með ÁTVR

Í samræmi við meginmarkmið áfengislaga, þ.e. ,,að vinna gegn misnotkun á áfengi“ bjóða einokunarverslanir hins opinbera stórnotendum ,,ókeypis“ heimsendingu (lesist á kostnað skattgreiðenda) ef verslað er fyrir kr. 50.000 eða meira.

Hvatningarauglýsingar til stórnotenda

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 27.12.2015 - 10:26 - FB ummæli ()

Réttlæti að lokum?

Í hinni frábæru bók ,,Heimur batnandi fer“ eftir Matt Ridley kemur fram að alls hafi 314 fangar fengið frelsi sitt aftur á grundvelli DNA rannsókna eftir að hafa setið að meðaltali 12 ár í fangelsi, þar af 18 sem voru á dauðadeild.

Fátítt er að sakborningar fái uppreist æru hér á landi á grundvelli DNA en sakborningar í Guðmundar og Geirfinns málinu bíða réttar síns á grundvelli þess að almenningsálitið hefur snúist 180 gráður þeim í hag. Ekkert hefur hinsvegar komið fram sem sannar sakleysi eftirlifandi sakborninga annað en að ákæruvaldið hafi farið offari og ekki rannsakað jafnt til sýknu sem sektar. Þó beitti ákæruvaldið ekki fyrir sig ljúgvitnum eins og sjálfsagt þykir nú til dags.

Samkvæmt Símoni ,,Grimma“ dómara í Héraðsdómi eru allir sekir uns almenningsálitið breytist.

940814_10208109693527948_5111598756893942869_n

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 24.12.2015 - 12:20 - FB ummæli ()

Draumalandið ?

Goldman Sachs spáir olíuverði í $20 sem þýðir að norski olíudraumurinn er úti. Engin þjóð hagnast hinsvegar meira af lágu olíuverði en Íslendingar.

Framtíðin er því björt hér á landi.

Svo fremi að vinstri mönnum vegni illa mun íslenskri þjóð vegna vel.

Verðfall norskrar krónu gagnvart þeirri íslensku síðustu 3 ár.

 

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 23.12.2015 - 09:25 - FB ummæli ()

,,Okurhöfnin“ í Leifsstöð

Enn og aftur afhjúpast hin rangnefnda fríhöfn!

pappir_mbl_is_getFile_php_type_pdf_file_1_30_pdf

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 23.12.2015 - 09:17 - FB ummæli ()

Heimur batnandi fer

Engin þjóð notar meira af olíu miðað við höfðatölu en Íslendingar ef Singapor er undanskilið.

Lágt olíuverð og lækkandi skuldastaða þjóðarbúsins í erlendri mynt mun styrkja krónuna til lengri tíma litið og lyfta þjóðartekjum á mann upp að Sviss.

Við þessar aðstæður er lítið að sækja til Noregs….

unnamed

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 20.12.2015 - 13:39 - FB ummæli ()

Einokunareftirlit?

Hið opinbera leysir engin vandamál, bara niðurgreiðir þau. Þó svo að flestir vilji að stjórnvöld verndi líf fólks er fáir sem vilja að stjórnvöld stjórni lífi fólks. Eitthvert afkáralegasta fyrirbæri í opinberri stjórnsýslu er úthlutun sérleyfa til fólksflutninga, hvort heldur er í rútum eða leigubílum.

Vegagerð Ríkisins hafa í gegnum tíðina verið mislagðar hendur við úthlutun slíkra einokunarleyfa og hafa slík mál oftar en ekki endað hjá dómstólum.

Væri ekki ráð að færa úthlutun einokunarleyfa undir Samkeppniseftirlitið?

Reglugerð_um_fólksflutninga_á_landi____Reglugerðir___Reglugerðasafn

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 14.12.2015 - 15:24 - FB ummæli ()

Stjórnarandstöðuniðurskurður?

Eins og nafnið gefur sterklega til kynna þarf stjórnar-andstaða að sýna einmitt andstöðu, helst við allt sem stjórnvöld hafa fram að færa þar með talið fjárlög. Vandamálið við þau góðærisfjárlög sem nú er verið að leggja fram er að þar fer enn ein sönnun þess að þjóðinn vegnar vel ef vinstri mönnum vegnar illa.

Málþóf gegn fjárlögum er því eina útspilið sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa án þess að skilja kanski hvaða afleiðingar slíkt kunni að hafa.

Eðli málsins samkvæmt verður ekki hægt að greiða út laun til ríkisstarfsmanna eftir áramót að öllu óbreyttu enda byggjast launagreiðslur til ríkisstarfmanna á heimild í fjárlögum sem eins og nafnið gefur til kynna eru einmitt lög.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur