Fimmtudagur 11.2.2016 - 19:32 - FB ummæli ()

Biðlistaborgin Reykjavík

Það er staðreynd að fjárhagsstaða borgarinnar er mjög slæm. Það er líka staðreynd að biðlistar eftir grunnþjónustu borgarinnar eru mjög langir.

Í árslok 2015 voru samtals 2.304 umsækjendur á biðlista eftir húsnæði, stuðningsþjónustu og sérfræðiþjónustu skóla, þ.e. 535 voru á biðlista eftir stuðningsþjónustu, 690 börn voru á biðlista eftir greiningu hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar, 723 voru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði, 190 voru á biðlista eftir þjónustuíbúðum fyrir aldraða og 166 voru á biðlista eftir sérstöku búsetuúrræði.

Hér má sjá hvernig biðlistarnir skiptast:


1. Biðlisti eftir stuðningsþjónustu í árslok 2015 skipt eftir tegund þjónustunnar sem sótt er um:

Tegund þjónustu Fjöldi
Liðveisla 218
Frekari liðveisla 52
Persónulegur ráðgjafi 119
Tilsjón 43
Stuðningsfjölskylda 88
Stuðningsfjölskylda fyrir fötluð börn 83
Fjöldi samtals með tilliti til skörunar 535

2. Fjöldi barna á biðlista eftir sérfræðiþjónustu skóla í Reykjavík í árslok 2015 skipt eftir þjónustumiðstöðvum og biðtíma:

Biðtími Vesturbær Miðborg og Hlíðar Árbær og Grafarholt Laugardalur og Háaleiti Grafarvogur og Kjalarnes Breiðholt Samtals
3 mánuðir eða minna 21 35 66 66 52 14 254
4-6 mánuðir 3 11 16 26 11 9 76
7-9 mánuðir 0 15 9 16 22 25 87
10-12 mánuðir 0 8 1 16 35 30 90
13-24 mánuðir 1 10 0 3 35 65 114
Meira en 2 ár 0 0 0 0 6 63 69
Samtals 25 79 92 127 161 206 690

3. Fjöldi umsækjenda á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í árslok 2015:

Fjölskyldugerð Biðlisti alls Þar af mikil þörf
Einhleypur karl 365 296
Einhleyp kona 182 148
Einstæður faðir 7 6
Einstæð móðir 139 70
Hjón/sambýlisfólk barnlaus 10 6
Hjón/sambýlisfólk með börn 20 9
Samtals 723 535

4. Fjöldi umsækjenda á biðlista eftir þjónustuíbúðum fyrir aldraða og sértækum búsetuúrræðum í árslok 2015: 

Fjöldi umsækjenda
Þjónustuíbúðir fyrir aldraða 190
Sértæk húsnæðisúrræði 166
Samtals 356

 

Flokkar: Húsnæðismál · Óflokkað

Laugardagur 6.2.2016 - 14:15 - FB ummæli ()

Ógagnsæið í boði meirihlutans

Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans í borgarstjórn, þ.e. Pírata, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, um gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hefur ekkert gerst í þeim efnum. Það er bæði erfitt fyrir borgarbúa og borgarfulltrúa að nálgast ýmsar upplýsingar þar sem þær eru ekki aðgengilegar á vef borgarinnar. Heimasíðu borgarinnar er verulega áfátt og vantar mikið af upplýsingum þar. Oft getur tekið vikur eða jafnvel mánuði fyrir borgarfulltrúa að fá svör við einföldum fyrirspurnum.

Orð og athafnir fara ekki saman

Í skýrslu um þjónustuveitingu borgarinnar sem gerð var síðasta sumar kemur fram að íbúar þurfi að hafa nokkra innsýn inn í stjórnkerfi borgarinnar til að átta sig á hvaða þjónusta sé í boði og hvar sé hægt að nálgast hana. Á meðal tækifæra til úrbóta sem þar eru nefnd er stórfelld aukning rafrænnar þjónustu, að nýta betur upplýsinga- og samskiptatækni og gera reglulegar þjónustukannanir. Slíkt hefur ekki verið uppi á pallborðinu hjá meirihlutanum því fyrir ári síðan kom Reykjavíkurborg verst út í þjónustukönnun 19 stærstu sveitarfélaga landsins svo í ár ákvað Reykjavíkurborg að taka ekki þátt í könnuninni. Þá fer meirihlutinn ekki eftir upplýsingastefnu borgarinnar sem samþykkt var síðasta sumar en þar kemur fram að ákvarðanir þurfa að byggjast á bestu fáanlegum upplýsingum. Enn liggja ekki fyrir fullnægjandi gögn til að taka upplýsta ákvörðun um að loka svokallaðri neyðarbraut. Vinnubrögð meirihlutans í því máli sýna að það er eitt að samþykkja upplýsingastefnuna og annað að framfylgja henni.

Svör við fyrirspurnum 

Þar sem lítið er af upplýsingum og gögnum á heimasíðu borgarinnar þurfa borgarfulltrúar ýmist að óska eftir gögnum frá starfsmönnum borgarinnar eða leggja fram fyrirspurnir sem stundum getur tekið ansi langan tíma að fá svör við.

Síðasta vor óskuðu Framsókn og flugvallarvinir eftir því að stjórnkerfis- og lýðræðisráð myndi kanna hvað það tæki langan tíma afgreiða tillögur og svara fyrirspurnum í ráðum borgarinnar. Var það kannað hjá sjö af átta stærstu ráðum borgarinnar. Svarið var lagt fram fimm mánuðum síðar en einungis bárust upplýsingar frá fimm af ráðunum því tvö af ráðunum svöruðu ekki stjórnkerfis- og lýðræðisráði.

Borgarstjóri svarar seint og illa

Sem dæmi um það hvað það getur oft tekið langan tíma að fá svör við fyrirspurnum þá lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tvær fyrirspurnir á fundi borgarráðs 19. nóvember sl., annars vegar  var óskað eftir yfirliti yfir þær lóðir sem borgin væri með til sölu byggingarrétt á fyrir fjölbýlishús með fleiri en fjórum íbúðum og hins vegar var óskað eftir upplýsingum um það hvenær og hvaða tíu lóðir það væru sem borgin úthlutaði síðast eða seldi byggingarrétt á undir fjölbýlishús með fleiri en fimm íbúðum og þá hversu mörgum íbúðum. Það tók borgarstjóra átta vikur að svara þessum fyrirspurnum og þegar hann loks svaraði þá svaraði hann bara að hluta því sem hann var spurður að. Svarið við fyrri spurningunni var að engar slíkar lóðir væru til sölu. Síðari spurningunni svaraði hann ekki í samræmi við það sem spurt var um og þurfti því að ítreka spurninguna. Nú samtals 11 vikum síðar er svarið enn ekki komið. Það er auðvitað algjörlega óviðunandi að það taki borgarstjóra svona langan tíma að svara og þegar hann svarar loks þá svarar hann ekki því sem hann er spurður að. Er slíkur dráttur ekki í anda við opna og gagnsæja stjórnsýslu og gerir borgarfulltrúum erfitt fyrir að rækja eftirlitshlutverk sitt.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 3.2.2016 - 22:47 - FB ummæli ()

Vatnsmýrin besta staðsetningin

Meirihluti landsmanna er hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni samkvæmt könnun sem Maskína gerði dagana 15. til 26. janúar sl. Samkvæmt könnuninni eru 59% hlynntir núverandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni en 22% andvígir. Alls svöruðu 847 manns eða 50% úrtaksins.

Kannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár sýna að landsmenn vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þeir sem vilja ekki hafa hann þar hafa bent á kosningu meðal borgarbúa sem gerð var á árinu 2001 en sú kosning hefur ekkert gildi.

Íbúakosningin 2001

Svona til upprifjunar fyrir þá sem hafa gleymt því hvernig sú kosning fór fram og af hverju hún var ekki bindandi þá var samþykkt á fundi borgarráðs 13. febrúar 2001 að atkvæðagreiðslan um flugvöllinn yrði bindandi ef a.m.k. 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni og ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna myndi greiða atkvæði á sama veg jafnvel þótt þátttaka í atkvæðagreiðslunni yrði undir 75% mörkunum. Fimm vikum seinna var atkvæðagreiðslan haldin. Voru fylgjendur flugvallarins hvattir til þess að taka ekki þátt í kosningunni.

Samtals 37,2 % atkvæðisbærra borgarbúa tóku þátt í kosningunni. Af þeim 30.219 borgarbúum sem kusu vildu 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn yrði fluttur eitthvert annað en óljóst var hvert en 14.529 eða 48,1% að hann yrði áfram í Vatnsmýrinni. Náðist því hvorki lágmarksfjöldinn né lágmarksviðmiðið.

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er ekki einkamál Reykjavíkur

Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, heimahöfn flugdeildar Landhelgisgæslu Íslands, gegnir lykilhlutverki í viðbragðsáætlunum Almannavarna vegna stórslysa og náttúruvá, er endastöð sjúkraflugs og miðstöð innanlandsflugs sem tengir landsbyggðina við ýmsa þjónustu, bæði opinbera og einkarekna, sem ekki fyrirfinnst heima í héraði. Ríkið rekur ýmsa kjarnaþjónustu miðlægt í höfuðborginni, þar með talda lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki væri gerlegt að halda úti víðsvegar um landið.

Ef flugvöllurinn yrði byggður annars staðar væri verið að aftengja eina mikilvægustu samgönguæðina milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar og myndi þjónustustig höfuðborgarinnar við landsbyggðina minnka, auk þess sem mikilvægur vinnustaður myndi leggjast af í borginni. Myndi það verða töluvert tímafrekara fyrir fólk sem þarf að notfæra sér þjónustuna í borginni svo sem vegna vinnu eða náms ef staðsetningin væri önnur sem og fyrir borgarbúa að fara út á land. Staðsetningin skiptir máli fyrir ýmsar atvinnugreinar svo sem ferðaþjónustuna.

Sjúkraflugið yrði ekki jafnt tryggt og þyrlur koma ekki í stað sjúkraflugvéla

Staðsetningin í Vatnsmýrinni skiptir máli vegna nálægðar við sjúkrahús þar sem sérhæfðir læknar, tæki og búnaður er og tíminn að koma fólki undir læknishendur getur skipt sköpum. Þaðan er einnig hægt að flytja fólk og búnað með skömmum fyrirvara svo sem lækna, sérsveitina og  björgunaraðila.

Oft hefur heyrst hvort ekki sé hægt að nota þyrlur í sjúkraflugið í staðinn. Gerð er krafa um jafnþrýst farþegarými í sjúkraflugi, til verndar sjúklingum með t.d. loftbrjóst, heilablæðingu eða höfuðmeiðsl. Engin þyrla er þannig útbúin. Engin þyrla hefur afkastagetu til að halda lágmarkshæðum í blindflugi yfir hálendi Íslands, fari svo að annar tveggja mótora hennar bili. Engin þyrla nær viðlíka flughraða og sjúkraflugvélar okkar og er munurinn u.þ.b. tvöfaldur. Þær eru þ.a.l. óviðunandi flutningstæki í sjúkraflugi. Kostnaður við útgerð þyrlu er margfaldur, miðað við sambærilega flugvél að stærð og burðargetu. Þyrlur eru stórkostleg björgunartæki á rúmsjó eða á hálendi fjarri flugvöllum. En þær skortir hraða, hagkvæmni, afkastagetu í blindflugi og jafnþrýstiklefa til að geta tekið við sjúkraflugsþjónustu hér innanlands.

Enginn önnur staðsetning jafngóð eða betri

Engin önnur staðsetning hefur enn fundist sem hefur jafn marga kosti og Vatnsmýrin. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, með aðkomu ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, fékk það hlutverk að skoða hvaða staðsetning kæmi helst til greina ef það ætti að byggja annan flugvöll. Það var ekki niðurstaða nefndarinnar að það ætti að byggja nýjan flugvöll enda var verksvið nefndarinnar skýrt afmarkað við það að skoða önnur flugvallarstæði en Reykjavíkurflugvöll í núverandi mynd og Keflavíkurflugvöll.  Niðurstaða nefndarinnar var sú að Hvassahraunið væri sá kostur sem helst kæmi til skoðunar.

Það hefur ekki verið sýnt fram á það að önnur staðsetning fyrir flugvöllinn sé jafngóð eða betri en Vatnsmýrin. Þá er alveg ljóst að kostnaðurinn yrði verulegur ef það ætti að byggja slíkan flugvöll á nýjum stað með öllum þeim innviðum sem þarf og þeirri þjónustu sem þarf að vera í kringum flugvöllinn eða nálægt honum og þeir peningar eru einfaldlega ekki til.

 

Flokkar: Flugvöllur

Miðvikudagur 3.2.2016 - 13:24 - FB ummæli ()

Æjjjjji byggðu bara sundlaug í garðinum hjá þér

Eins og allir vita er fjárhagsstaða borgarinnar mjög slæm undir stjórn Pírata. A-hluti borgarsjóðs var í 2,8 milljörðum í mínus 2014 og verður líklega í 13-15 milljörðum í mínus 2015.

Á borgarstjórnarfundi í gær var ákveðið að skera niður kostnað upp á 1.780 mkr. Inni í þeirri tölu er m.a. niðurskurður upp á 80 milljónir í sérkennslu og stuðningi við skólabörn. Á sama fundi ákváðu Píratar hins vegar að fara í framkvæmdir við Grensásveg upp á 170 milljónir. Þetta er svona eins og þeir sem þyrftu að spara í heimilisrekstrinum myndu skera niður allan nauðsynlegan rekstrarkostnað heimilisins en byggja sundlaug í garðinum staðinn.

Það er spurning hver viðbrögð Pírata eru við ályktun Félags skólastjórnenda í Reykjavík og áskorun foreldrafélaga grunnskóla í Breiðholti.

Í ályktun skólastjórnenda kemur m.a. fram að umtalsverður niðurskurður, sem gripið var til í kreppunni, bæði á almennum rekstri og stjórnun, hafi ekki verið bættur og því hafi rekstur skólanna verið afar erfiður. Á síðustu árum hafi niðurskurðurinn enn verið aukinn m.a. niðurskurður í sérkennslu á árinu 2015. Sú ákvörðun að skólar flytji nú með sér halla á rekstri ársins 2015 yfir á 2016, um leið og boðaður er frekari niðurskurður, muni eingöngu leiða til skertrar þjónustu við nemendur í grunnskólum borgarinnar á komandi misserum.

Þá kemur fram í áskorun frá öllum foreldrafélögum grunnskóla í Breiðholti að niðurskurður fjármagns til skólastarfs hafi nú þegar verið umtalsverður síðustu misseri og sé svo komið að grunnþjónusta eigi mjög undir högg að sækja. Sérkennsla hafi dregist saman og allur stuðningur til barna með hverskonar sérþarfir sömuleiðis.  Notendur þjónustu skólanna séu börn sem eiga allt sitt undir ákvörðunum fullorðinna, en hafa engar leiðir til áhrifa á þær ákvarðanir. Ef vel sé búið að menntun barna og skólaumhverfi muni þau endurgjalda það margfalt.  Þá segir. „Við sem störfum í sjálfboðastarfi í foreldrafélögum skólanna störfum eftir þessari hugsjón, að vera málsvarar barnanna og búa börnum hverfisins gott skólaumhverfi, og skorum við á borgina að standa vel að sínu hlutverki gagnvart börnum borgarinnar.“

 

 

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 20.1.2016 - 08:02 - FB ummæli ()

Þrenging Grensásvegar

Á fundi borgarstjórnar í gær var lögð fram tillaga minnihlutans í borgarstjórn, þ.e. Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks, um að hætt yrði við þrengingu Grensásvegar. Meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, felldu tillöguna.

Í bókun minnihlutans segir:

„Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir meiri rekstrarvanda en dæmi eru um í langri sögu borgarinnar. Starfsfólki hefur verið falið að leita leiða til að skera niður um 1,8 milljarða. Mestur niðurskurður er á skóla- og frístundaasviði og velferðarsviði.

Fjárfrekum verkefnum er slegið á frest, biðlistar eru langir en þrenging Grensásvegar sem áætlað er að kosti 170 milljónir er nú sett í forgang. Reynslan kennir okkur að með þrengingu gatna mun bílaumferð leita inn í nærliggjandi íbúðahverfi þar sem börn eru að leik. Grensásvegur er ekki í flokki hættulegra gatna. Engu að síður er hægt að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með kostnaðarminni aðgerðum. Þrenging götunnar er ekki forsenda aukins öryggis og 170 milljón króna framkvæmd er ekki í neinum takti við þann niðurskurð sem unnið er að í öllu borgarkerfinu.

Flokkarnir styðja hjólreiðaáætlun en á sama tíma og ekki eru til peningar til að sinna grunnþjónustu borgarinnar, biðlistar eru langir og fjármálin slæm þarf að forgangsraða fjármunum og þetta verkefni er ekki slíkt forgangsmál.“

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/01/15/folki-er-audvitad-misbodid/

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 17.1.2016 - 15:25 - FB ummæli ()

Húsnæðisuppbyggingin í Reykjavík málþing nóvember 2015

Í nóvember 2015 var málþing um húsnæðisuppbygginguna í Ráðhúsinu. Þar fór borgarstjóri meðal annars  yfir það hvað verktakar eru að byggja og hvað þeir ætla að byggja í borginni.

Á málþinginu kom í ljós að uppbyggingin gengur hægar fyrir sig en borgarstjóri var áður búinn að spá. Í mars 2014 spáði borgarstjóri, þá sem formaður borgarráðs, að byrjað yrði að byggja 950 íbúðir á árinu 2014. Staðreyndin er hins vegar sú að byrjað var að byggja 597 íbúðir á árinu 2014

Þá spáði hann því að byrjað yrði að byggja 1900 íbúðir á árinu 2015 en fjöldi nýrra íbúða í samþykktum byggingaráformum árið 2015 var samtals 969 og í útgefnum byggingarleyfum samtals 926.

Ef nýjustu áætlanir borgarstjóra, sem hann kynnti í nóvember sl., ganga eftir verður byrjað að byggja um 5000 íbúðir næstu 5 árin. Verður spennandi að sjá hvort byggðar verða 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir á 5 árum en nú er liðnir 19 mánuðir af kjörtímabilinu.

Hlutverk borgarinnar er að skipuleggja og úthluta lóðum

Hlutverk borgarinnar er að skipuleggja borgina svo hægt sé að byggja og að úthluta lóðum til að byggja á. Flestar þær lóðir sem verið er að byggja á eru lóðir sem búnar eru að vera í höndum annarra aðila en borgarinnar lengi og ekki að sjá að þar verði til sölu ódýrar íbúðir eins og sjá má á fasteignaauglýsingum.

Þar sem ekki er mikið til af lausum lóðum í eigu borgarinnar þar sem mesta uppbyggingin á að fara fram höfum við lagt til að byggt verði meira í Úlfarsárdal t.d. með því að skipuleggja fjölbýlishúsalóðir á svæðinu milli Mímisbrunns og Bauhaus.

Borgarstjóri hefur nú upplýst að engar fjölbýlishúsalóðir séu til sölu í Reykjavík með fleiri en 4 íbúðum en á næstu misserum muni borgin úthluta lóðum undir ca 1200 íbúðir.

Það þarf að setja í forgang að fjölga félagslegum leiguíbúðum, úthluta lóðum undir stúdentaíbúðir og úthluta lóðum til félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða til að byggja leigu- og búseturéttaríbúðir meðal annars fyrir ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat, býr í foreldrahúsum eða ósamþykktu húsnæði eða leigir á almenna leigumarkaðnum langt umfram greiðslugetu.

Það er einmitt síðast nefndi hópurinn sem virðist að mestu hafa gleymst þó svo að húsnæðisstefna Reykjavíkur frá 2011 geri ráð fyrir þeim hópi. Núna er árið 2016 og húsnæðisstefnan er ekki enn komin til framkvæmda. Það þurfa að vera til lóðir svo hægt sé að byggja slíkar íbúðir. Ekki er nóg að einungis sé gert ráð fyrir slíkum íbúðum fyrir stúdenta og aldraða heldur þurfa að vera til slíkar íbúðir fyrir alla aldurshópa. Á næstu dögum mun borgarstjóri vonandi upplýsa hvort umræddar lóðir sem að úthluta, einhvern tíma á næstu misserum, séu ætlaðar ákveðnum aðilum eða hópum en gera má ráð fyrir að stærsti hluti þeirra verði fyrir námsmenn, aldraða og Félagsbústaði.

Kynning borgarstjóra, þá sem formaður borgarráðs, í mars 2014

Þar upplýsti hann að byrjað hefði verið að byggja 614 íbúðir á árinu 2013. Benti hann á að það hefði þurft að byggja 2700 fleiri íbúðir á árunum 2007-2012 til þess að halda meðaltali undanfarinna áratuga.

Gerði hann ráð fyrir því að framkvæmdir myndu hefjast við 4200 íbúðir á næstu 3 árum og spáði því að hafin yrði bygging á 950 íbúðum á árinu 2014.

Spá hans um að byrjað yrði að byggja 950 íbúðir á árinu 2014 gekk ekki eftir heldur var raunin sú að byrjað var að byggja 597 íbúðir.

Kynning borgarstjóra í nóvember 2014, útskýring á kosningaloforðinu?

Þar gerði borgarstjóri ráð fyrir því að byrjað yrði að byggja 1900 íbúðir á árinu 2015. Í árslok var búið að veita byggingarleyfi ryrir rúmlega 900 íbúðum. Einnig kom fram í glærunum sem hann fór yfir að gert væri ráð fyrir að byrjað yrði að byggja 22oo íbúðir 2016 og 2800 íbúðir 2017.

Þá fór borgarstjóri yfir uppbyggingu á samtals 2409 íbúðum á vegum ýmissa aðila en sú upptalning virðist vera hluti af kosningaloforðinu um 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir næstu 5 árin en um eftirtaldar íbúðir er að ræða: Félagsbústaðir 500 íbúðir, 1100 stúdentaíbúðir, Búseti 451 íbúð, íbúðir fyrir aldraða 280, ný búsetuúrræði fyrir fatlað fólk 28 íbúðir og 50 íbúðir fyrir öryrkja, Brynja hússjóður.

Hér má finna link á grein sem ég skrifaði um þá kynningu:

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2014/11/12/eru-2500-3000-nyjar-ibudir-i-bodi-borgarstjora/

Kynning borgarstjóra í nóvember 2015

Hér að neðan er að finna samantekt á glærunum sem borgarstjóri fór yfir á kynningunni, þ.e. í fyrsta lagi þar sem búið er að samþykkja deiliskipulag, í öðru lagi þar sem deiliskipulag er í vinnslu og í þriðja lagi framtíðarsvæði:

1. Samþykkt deiliskipulag
Grandavegur 142 Þingvangur ehf. Framkvæmdir klárast 2016 og 2017
Nýlendureitur 20 Reir ehf. Framkvæmdir ekki hafnar
Tryggvagata 13 40 T13 ehf. Framkvæmdir hafnar
Austurhöfn 1-2 80 Landstólpar þróunarf. Framkvæmdir hafnar
Austurhöfn 5 90 Kolufell ehf. Framkvæmdir hefjast 2016
Hljómalindarreitur 25 Þingvangur ehf. Verklok 2015
Brynjureitur 80 Þingvangur ehf. Framkvæmdir að hefjast
Frakkastígsreitur 68 Blómaþing ehf. Framkvæmdir hafnar
Skuggahverfi 77 Skuggi 3 ehf. Verklok fyrri áfanga 2015 og seinni 2016
Hverfisgata 59-61 24
Brautarholt 7 102 Félagsstofnun stúdenta Verklok ágúst 2016
Smiðjuholt 204 Búseti Verklok 2016-2018
Guðrúnartún 100 Framkv. hafnar á 1 lóð
Höfðatorg 80 Eykt ehf. Heimild fyrir 250 á reitnum skv Aðalskipulagi
Skipholt 11-13 20 Upphaf fasteignafél. Framkv. í gangi
Mánatún 175 Mánatún hf. 90 íbúðir tilbúnar, framkv.tími seinni áfanga 2015-2018
Sigtúnsreitur 108 Helgaland ehf.
Hlíðarendi 600 Valsmenn/Rvk 60 námsmannaíb.
Háskólinn í Reykjavík 350 HR Framkv. geta hafist 2016, stúdenta- og starfsmannaíbúðir
Sléttuvegur 280 Þjónustuíb. f. aldraða, hjúkrunarheimili, búseturéttur, almennar íbúðir
Suðurlandsbraut 68-70 74 Grund Mörkin Verklok mars 2018, búseturéttur, íbúðir fyrir aldraða
Suður Mjódd 104 Búseturéttur, íbúðir fyrir aldraða
Eddufell 8 24 Heimavellir Tilbúið maí 2015, íbúðir í langtímaleigu
Bryggjuhverfi 245 ÞG verk 1. áfangi 185 íb. hófst í des 2014/2. áfangi 69 íb. hefst 2015 eða 2016?
Hraunbær 103-105 50 Reykjavíkurborg Skipulag í auglýsingu
Úlfarsárdalur 49 einbýlishúsalóðir til sölu, mögul að íbúðum fjölgi um 5-700
Reynisvatnsás 27 einbýlishúsalóðir til sölu, Búseti fjórar raðhúsalóðir fyrir 18 íbúðir, íbúðir afh. 2016-2017
2. Deiliskipulag í vinnslu
Keilugrandi 78 Búseti Áætluð afh. 2017-2018
Vesturbugt 170 Reykjavíkurborg  Rvkhús
Háskóli Íslands 400 Háskóli Íslands
Frakkastígur 1 20 Reykjavíkurborg Til skoðunar sem Rvk hús
Baróns- og Laugavegsreitir 200 ÞG verk
Stakkahlíð 150 Reykjavíkurborg 50 íbúðir f. aldraða og 100 námsmannaíb.
Reykjavíkurhús v/HR Reykjavíkurborg 50-80 íbúðir
Borgartún/Nóatún Margir eigendur 50-100
Borgartún 28 21 HEK ehf.
Kirkjusandur RVK/Íslandsbanki 300-360 íb., framkv. áformaðar 2016
Efstaleiti 250 RVK/Skuggi ehf 40 íb. í Rvk hús
Vogabyggð 1120 Margir eigendur Framkv.tími 2017-2020
Elliðabraut 4-6 og 8-14 115 Mótx/Þingvangur
3. Framtíðarsvæði
Bykoreitur 70
Landhelgisgæslureitur 120 Fasteignir ríkissjóðs
Héðinsreitur 275
Stjórnarráðsreitur
Heklureitur 100 Hekla
Skerjabyggð 800 Rvk/ríki 150 stúdentaíb
Veðurstofuhæð
Kringlan 150 skv. Aðalskipulagi
Ármúli/Síðumúli 450 skv. Aðalskipulagi
Skeifan 500
Lauganes 150 Húsnæði LHÍ
Fossvogur v/Borgarspítala 15
Hraunbær-Bæjarháls
Móavegur/Spöng 100 Reykjavíkurborg
Ártúnshöfði 3200 íbúðir til ársins 2030

Flokkar: Húsnæðismál

Föstudagur 15.1.2016 - 08:56 - FB ummæli ()

Engar lóðir til sölu

Engar fjölbýlishúsalóðir eru til sölu eða hafa verið til sölu í mörg ár með fleiri en 5 íbúðum. Það er hins vegar stefnt að því að úthluta lóðum á næstu misserum. Það tók Dag 8 vikur að svara þessu.

8 vikum síðar

Á fundi borgarráðs í gær 14. janúar lagði Dagur borgarstjóri loksins fram svör við tveimur fyrirspurnum sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram í borgarráði 19. nóvember sl. Fyrirspurnirnar eru svohljóðandi:

1. Óskað er eftir upplýsingum um það hvenær og hvaða 10 lóðir það eru sem borgin úthlutaði síðast/seldi byggingarrétt á undir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum og þá hversu mörgum íbúðum.

2. Óskað er eftir yfirliti yfir þær lóðir sem borgin hefur nú til sölu byggingarrétt á fyrir fjölbýlishús með fleiri en fjórum íbúðum.

Þrátt fyrir allan þennan tíma þá svaraði hann ekki annarri fyrirspurninni í samræmi við það sem spurt var um.

Fyrirspurn um úthlutun á síðustu 10 lóðum fyrir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum

Í svari borgarstjóra er einungis upplýst um tvær lóðir sem úthlutað var með fleiri en 5 íbúðum. Var þeim úthlutað á síðasta kjörtímabili. Annars vegar lóð fyrir 8 íbúða raðhús og hins vegar lóð fyrir 95 stúdentaíbúðir.

Þá bendir borgarstjóri í það að úthlutað hafi verið 5 lóðum fyrir 5 íbúða raðhús og þremur lóðum til viðbótar hafi verið úthlutað en upplýsir ekki um fjölda íbúða á þeim.

Fyrirspurn um lóðir til sölu fyrir fjölbýlishús með fleiri en 4 íbúðum

Í svari borgarstjóra kemur fram að engar slíkar lóðir séu til sölu. Hann bendir hins vegar á að það standi til að úthluta eða ráðstafa lóðum undir 1200 íbúðir á þessu og næstu misserum. Það er svo spurning hvort sú úthlutun taki jafn langan tíma og að efna kosningloforðið um 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir.

Fáránleg vinnubrögð

Það er auðvitað út í hött að það taki borgarstjóra svona langan tíma að svara og þegar hann svarar loks þá svarar hann ekki því sem hann er spurður að. Þurfti því að ítreka fyrirspurnina. Þá var óskað eftir upplýsingum um það hvort til stendur að úthluta þessum lóðum til ákveðinni hópa eða aðila eða hvort hver sem er geti boðið í þær.

Það getur auðvitað ekki gengið og varla í anda „opinnar og gagnsæjar stjórnsýslu“ að minnihlutinn fái ekki svör fyrr en löngu seinna því lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi tillögu á fundinum:

„Lagt er til að borgarráð samþykki að beina því til forsætisnefndar að vinna tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar þess efnis að fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa skuli svarað á næsta fundi borgarráðs nema gagnaöflun sé svo viðamikil að lengri tíma þurfi til að svara þeim. Sé fyrirspurn enn ósvarað á fundi borgarráðs tveimur vikum eftir að hún var lögð fram skal leggja fram skriflegar skýringar hvers vegna það þurfi lengri tíma til að svara henni.“

Flokkar: Húsnæðismál

Föstudagur 8.1.2016 - 12:11 - FB ummæli ()

Sorphirðugjald og hirðutíðni 2015 og 2016

Miklar umræður hafa verið undanfarið um sorpmál í Reykjavík. Hér má sjá breytingarnar á hirðutíðni og sorphirðugjaldi í Reykjavík milli ára:

Hirðutíðni Hirðutíðni Sorphirðugjald Sorphirðugjald
fyrir áramót eftir áramót 2015 án skrefa- 2016 án skrefa-
Úrgangsflokkur dagar dagar gjalds (kr/ári) gjalds (kr/ári)
Græn tunna Plast 28 21 4.800 8.400
Blá tunna Pappír og pappi 20 21 6.700 8.500
Grá tunna Blandaður úrgangur 10 14 21.600 21.300
Spar tunna Blandaður úrgangur 10 14 10.800 11.800

Á síðunni www.ekkirusl.is er að finna frekari upplýsingar.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 7.1.2016 - 16:23 - FB ummæli ()

Spurningar í upphafi árs

Á fyrsta fundi borgarráðs á nýju ári sem haldinn var í dag lagði undirrituð fram níu fyrirspurnir sem lúta m.a. að stöðu á biðlistum og kostnaði vegna utanlandsferða kjörinna fulltrúa á árinu 2015 sundurliðað eftir stjórnmálaflokkum og eina tillögu sem lýtur að úttekt á eineltismálum í skólum borgarinnar.

Fyrirspurnir:

  1. Óskað eftir upplýsingum um það hvað Félagsbústaðir keyptu og seldu margar almennar félagslegar leiguíbúðir á árinu 2015. Óskað er eftir sundurliðun eftir póstnúmeri, stærð, herbergjafjölda, kaupverði og í hvaða mánuði íbúðirnar voru keyptar eða seldar. Þá er óskað eftir upplýsingum um standsetningarkostnað hverrar íbúðar.
  2. Óskað er eftir upplýsingum hvað margir voru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í árslok 2015 og hve margir þeirra eru metnir í brýnni þörf og skipting þeirra eftir fjölskyldugerð og aldri umsækjenda.
  3. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda þjónustuíbúða aldraðra og íbúða vegna sértækra búsetuúrræða í eigu Félagsbústaða í árslok 2015 og fjölda á biðlista eftir slíkum íbúðum.
  4. Óskað er eftir upplýsingum um það hvað voru mörg laus pláss á leikskólum borgarinnar í árslok 2015.
  5. Óskað er eftir upplýsingum um það hvað margir voru á biðlista eftir stuðningsþjónustu í árslok 2015.
  6. Óskað er eftir upplýsingum um það hve mörg börn voru á biðlista eftir greiningu hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar í árslok 2015 og hversu lengi þau hafa verið á biðlista. Óskað er eftir sundurliðun á fjölda barna á biðlistum og biðtíma eftir hverfum.
  7. Óskað er eftir yfirliti yfir sölu á lóðum/byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði á árinu 2015 og  hvort um einbýlis- eða fjölbýlishúsalóðir hafi verið að ræða og þá fyrir hvað margar íbúðir á hverri lóð.
  8. Óskað er eftir yfirliti yfir óseldar lóðir/sölu á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði í árslok 2015 og hvort um einbýlis- eða fjölbýlishúsalóðir sé að ræða og þá fyrir hvað margar íbúðir á hverri lóð.
  9. Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað Reykjavíkurborgar vegna utanlandsferða starfsmanna og kjörinna fulltrúa á árinu 2015. Óskað er eftir sundurliðun annars vegar á kostnaði vegna starfsmanna og hins vegar kostnaði vegna kjörinna fulltrúa. Þá er óskað eftir sundurliðun á fjölda og kostnaði kjörinna fulltrúa í borgarstjórn og nefndum og ráðum á vegum borgarinnar sem og stjórnum b-hluta fyrirtækja eftir stjórnmálaflokkum sem fóru í utanlandsferðir á árinu 2015.

Tillaga:

Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skóla- og frístundasviði að vinna úttekt á meðferð eineltismála í skólum Reykjavíkurborgar. Í úttektinni skal kanna hvort einhverju er ábótavant við feril og meðferð eineltismála, forvarnir, inngrip og eftirfylgni og ef svo reynist vera, vinna tillögur að leiðum til að uppræta og koma í veg fyrir einelti meðal skólabarna í Reykjavík.

Flokkar: Húsnæðismál · Óflokkað

Miðvikudagur 6.1.2016 - 14:42 - FB ummæli ()

Í andstöðu við eigin upplýsingastefnu

Á borgarstjórnarfundi í gær kom skýrlega fram að borgarstjóri telur sig vita betur en Samgöngustofa, flugumferðarstjórar og flugstjórar. Á fundinum bar hann annars vegar fyrir sig niðurstöður úr skýrslu Eflu um nothæfistíma að það hefði verið hægt að lenda á öðrum brautum en neyðarbrautinni þó svo að Samgöngustofa hafi sagt að hún hafi hvorki rýnt umrædda skýrslu né tæki afstöðu til hennar því hugtakið væri ekki til og hins vegar hæddist hann að ákvörðun hafi verið tekin um að lenda á brautinni á nýársnótt. Þá liggur fyrir að fjárhagslegir hagsmunir skipta Píratana mestu máli en ekki flugöryggi.

Meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, samþykkti á borgarstjórnarfundi í gær að auglýsa að nýju deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar um að taka svokallaða neyðarbraut af skipulagi þrátt fyrir að enn hefur ekki verið sýnt fram á það með fullnægjandi gögnum að hægt sé að loka flugbrautinni þannig að það komi ekki niður á flugöryggi.

Ekki eru nema örfáir dagar síðan neyðarbrautin sannaði síðast gildi sitt en þrátt fyrir það og þrátt fyrir að fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun veður meirihlutinn áfram með bundið fyrir augun. Mál þetta varðar almannaheill og flugöryggi og því verða vinnubrögðin að vera faglega fullnægjandi við meðferð málsins.

Vinnubrögð meirihlutans í borginni eru hins vegar í hrópandi andstöðu við vandaða stjórnsýsluhætti og nýsamþykkta upplýsingastefnu borgarinnar en þar segir: „Ákvarðanir þurfa að byggjast á bestu fáanlegum upplýsingum“. Sýna vinnubrögð meirihlutans að það er eitt að samþykkja upplýsingastefnuna og annað að framfylgja henni. Orð og athafnir fara ekki saman.

Nauðsynleg gögn liggja ekki fyrir til að taka upplýsta ákvörðun en í niðurstöðu Samgöngustofu kemur fram að áhættumat Isavia nái hvorki til áhrifa á flugvallarkerfi landsins í heild sinni, neyðarskipulags Almannavarna, áhrifa á sjúkraflutninga né fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur og þurfi að gera sérstakt áhættumat um framkvæmd breytingarinnar komi til þess að ákveðið verði að loka flugbrautinni. Er því bæði órökrétt og óábyrgt að taka flugbraut út af skipulagi, gera ráð fyrir byggingum sem teppa aðflug að flugbrautinni og ætla að loka henni áður en slíkar upplýsingar liggja fyrir.

Þar sem enn liggur ekki fyrir fullvissa um það að hægt sé að loka brautinni án þess að það komi niður á flugöryggi er þar með ekki hægt að taka upplýsta ákvörðun um að taka neyðarbrautina af skipulagi. Ber því að þakka innanríkisráðherra en ekki meirihluta borgarstjórnar að framfylgja upplýsingastefnu borgarinnar.

http://www.hringbraut.is/frettir/borgarstjori-bidjist-afsokunar#.Vo0cFqIhYRm.facebook

 

 

Flokkar: Flugvöllur · Óflokkað

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur