Þriðjudagur 05.10.2010 - 17:36 - FB ummæli ()

Hvað viljum við

Ástandið er eitthvað svo absúrd. Við erum strax farin að deila um hvers konar fólk var á Austurvelli í gær. Reynt er að gjaldfella mótmælendur eins og ríkjandi stjórnvöld reyndu líka veturinn 2008-9. „Þið eruð ekki þjóðin“ stendur þó enn óhaggað á toppnum.

Enn aðrir telja sjálfum sér trú um að núverandi stjórnvöld hafi gert allt sem í mannlegu valdi er hægt að gera.

Sjálfstæðisflokkurinn lætur sig sjálfsagt dreyma um völd en ekki eru margir sem trúa á að þeirra nálgun sé eitthvað skárri.

Það sem ég les í mótmælin er að núverandi stjórnvöld standi við kosningaloforðin, ef þeim er það fyrirmunað þá hafa viðkomandi flokkar ekkert umboð lengur til að stjórna landinu. Það er ekki boðið upp á neinn milliveg í þessu samhengi, að menn hafi staðið sig skítsæmilega miðað við….

Ástæðan er augljós, það er að núverandi ríkisstjórn vill ekki fara í almenna skuldaniðurfærslu hjá skuldsettum heimilum. Þar slær hjarta hennar í takt með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Afleiðingin er í algjörri andstöðu við kosningaloforðin. Ef skuldavandi heimilanna verður ekki leystur verður upplausn í þjóðfélaginu. Ef AGS hefur sitt fram verður engin millistétt eftir á Íslandi.

Ég tel að aðalatriðið sé að hafna stefnu AGS gagnvart skuldsettum heimilum. Eina leiðin er að allir Alþingismenn sameinist um það og fái þjóðina til að standa með sér í þeirri kröfu. Ef við stöndum saman þá mun sjóðurinn gefa eftir. Ef við ætlum að skoða málin fram eftir hausti eða rífast um hver er bestur verða nauðungarsölurnar afstaðnar og ekki mikið að gera úr því.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur