Fimmtudagur 07.10.2010 - 22:20 - FB ummæli ()

Stund milli stríða

Þór Saari sagði á þingi í dag, eftir fund með ráðherrunum, að honum findist að Ögmundur væri viljugur til að leysa skuldavanda heimilanna en Jóhanna og Steingrímur væru enn þá hálfvolg. Þetta kemur ekki á óvart í sjálfu sér. Steingrímur er í Whasington á haustfundi AGS og mun ræða við helstu lánadrottna heimsins. Spurningin er hvort hann muni fá frekari tilsögn í katastrófu kapítalisma sem okkur er boðið upp á þessa dagana hér á Íslandi.

Ögmundur sagði á Alþingi í dag að lengja ætti frestinn á nauðungaruppboðum. Það er í andstöðu við viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við AGS. Vonandi er þetta merki um að við ætlum að ráða okkar málum sjálf en ekki láta AGS stjórna okkur í einu og öllu.

Mótmælendur, skuldugir einstaklingar, hafa fundið smjörþefinn af því valdi sem samstaðan gefur. Mér er til efs að fólk sætti sig við áframhaldandi óréttlæti. Enn hefur hinn raunverulegi forsendubrestur verið rekinn heim til föðurhúsanna.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur