Laugardagur 09.10.2010 - 22:36 - FB ummæli ()

Áminning

Það er sennilega eitthvað bogið við okkur Íslendinga. Sjálfsagt er það ástæðan fyrir því hvað við erum spes, eða þannig sko. Siðan hrunið varð hefur verið örtröð af mönnum, konum og samtökum sem hafa rætt almennar afskriftir á skuldum heimila. Það eru liðin tvö ár. Í dag er ákveðið að reikna út dæmið! Er þetta ekki dæmigert að við gerum allt á elleftu stundu eða gjarnan of seint.

Það hefur verið talið of dýrt fyrir samfélagið okkar að fara í almennar afskriftir. Nú á að reikna það loksins út. Hitt er ljóst að fjöldagjaldþrot eru einnig mjög kostnaðarsöm.

Sjálfstæðisflokkurinn og Lilja Mósesdóttir hafa stungið upp á því að skattleggja séreignasparnað landsmanna núna í stað þess að skattleggja hann þegar hann er tekinn út. Þá er ríkið að taka vaxtalaust lán hjá sjálfu sér. Þar gætu verið um 100 milljarðar.

Frjálslyndi flokkurinn hefur lengi talað fyrir auknum veiðum og verið sárt um að gull hafsins fái að deyja ellidauða engum til gagns. Ef veiðar eru auknar um 30% þá myndast 60 milljarðar. Um 80% af kostnaði sjávarútvegsins er innlendur og því munu 50 milljarðar koma innlendu hagkerfi til góða.

Við öll erum minnug þess að núverandi ríkisstjórn var sköpuð í kjölfar mikilla mótmæla. Ríkisstjórnin hefur frá upphafi talið sitt mikilvægasta mál að koma heimilum landsmanna til hjálpar. Núna verður ríkisstjórnin að forgangsraða í þágu heimilanna. Mánudaginn 4 október fékk hún áminningu, næst gæti það verið brottrekstur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur