Sunnudagur 03.04.2011 - 22:42 - FB ummæli ()

Hvað rekur Íslendinga í faðm lánadrottna Evrópu

Þjóðir í Evrópu skulda mikið en mismikið. Taflan hér fyrir neðan veldur yfirmönnum í ESB miklu hugarangri. Hún sýnir skuldastöðu nokkurra landa í Evrópu. Grikkir og Írar eru núna í gjörgæslu ESB og Portúgalar í dyragættinni. Samkvæmt töfluninni hér stöndumst við Íslendingar inntökuskilyrðin í gjörgæslu ESB.

Skuldir sem hlutfall af VLF
Skuldir ríkissjóðs Heildarskuldir
Portúgal 99% 232%
Írland 113% 1305%
Grikkland 137% 167%
Ísland 117% 260%

Talnaglöggir menn telja að afskrifa verði skuldir hjá viðkomandi löndum. M.a. Kenneth Rogoff heimsþekktur hagfæðipófessor frá Harvard. ESB vill ekki fara þá leið. ESB myndar neyðarsjóð sem fær fjármuni frá stærstu bönkum Evrópu. Sá sjóður lánar viðkomandi þjóðum peninga sem síðan eru notaðir til að endurreisa gjaldþrota banka. Þessir bankar geta því endurgreitt skuldir sínar til stóru bankanna sem lánuðu í stóra neyðarsjóð ESB. Þessi hringrás í boði yfirmanna ESB tryggir bankakerfinu líf en setur samtímis allan kostnaðinn á herðar almennings í viðkomandi löndum. Núverandi bankakreppa hefur afhjúpað ESB sem verkfæri bankakerfisins en ekki almennings. Þúsundum saman mótmæla verkalýðsfélög og almenningur um víða Evrópu en hafa takmarkaðann snertipunkt við hið ólýðræðislega valdakerfi framkvæmdavalds ESB. Þing þjóðlandanna hafa afsalað sér völdum til framkvæmdavaldsins í ESB og Evrópuþingið er nánast valdalaust í þessu tafli.

Átökin eru hörð á milli skuldara og lánadrottna. Hugsanlega mun evrusvæðið bresta vegna þess að almenningur í Evrópu mun ekki sætt sig við afarkjör bankanna. Hvað er það sem heillar íslenska vinstri stjórn til að leggja ríkustu bönkum Evrópu lið við innheimtu á misheppnaðri lánastarfsemi þeirra? Samtímis samþykkir sama vinstri stjórn að rústa áratuga baráttu verkalýðsfélaga í velferðarmálum. Ekki er raunhæft að ætla að um sé að ræða hugsjónir hjá „vinstri“ stjórninni og því er um annað hvort að ræða þrælsótta eða einhver hlunnindi þeim til handa.

Rök almennings í Evrópu eru að mistök bankakerfisins eigi ekki að lenda á skattgreiðendum. Það eru sömu rök og andstæðingar Icesave á Íslandi hafa. Rök framkvæmdavaldsins í ESB eru þau að veröldin fari til fjandans ef bönkunum sé ekki bjargað. Já-sinnar á Íslandi eru því sammála framkvæmdavaldinu í ESB og tala því máli lánadrottna en ekki skuldara, almennings.

Þessi grein birtist í Morgunbalðinu í gær.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur