Mánudagur 04.04.2011 - 20:39 - FB ummæli ()

Er Icesave refsing guðs

Margir óttast að ef við höfnum Icesave þá muni fjármálamarkaðurinn hafna okkur. Markaðurinn er oft persónugerður eins og um manneskju sé að ræða en mun frekar er honum komið fyrir á guðlegum stalli. Sagt er að ekki sé til neins að reyna að binda markaðinn með lögum því hann er sterkari en lögin, þ.e. almáttugur(omnipotent). Ekki reyna að stjórna niðurstöðum því markaðurinn veit alltaf betur, þ.e. alvitur(omniscent). Gerðu hið rétta og markaðurinn mun verðlauna þig, þ.e. blessunarríkur(beneficent). Þar með hefur hann alla eiginleika guðs. Því sé það ekki bara tilgangslaust að reyna að andæfa honum heldur beinlínist rangt og meðlimum sértrúarflokksins finnst það nánast ósvinna að þurfa að rökstyðja það að markaðurinn eigi sér tilverugrundvöll í samfélagi manna.

Til eru ýmsir markaðir þar sem menn geta prúttað og hætt við ef svo ber undir án þess að það komi nokkrum manni í koll. Þar er frelsi til staðar. Fjármálamarkaðurinn snýst um að útvega peninga eða fjármagn. Fyrir kreppuna 2008 var markaðurinn örlátur en síðan skrúfaði hann fyrir og allt hrundi. Þessa hegðun hefur markaðurinn marg sinnis sýnt af sér og ætíð með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning. Ef við rifjum upp helstu ártölin:

1637  1720  1772  1792  1796  1813  1819  1825  1837  1847  1857  1866  1873  1884  1890  1893  1896  1901  1907  1910  1929  1973  1980  1983  1987  1989  1990  1992  1994  1997  1998  2001  2007

Markaðurinn er að sjálfsögðu ekki guðleg vera, honum er stjórnað af mönnum. Áhrifamáttur fjármálamarkaðarins er mjög mikill og hann veldur skaða oftar en ekki. Um er að ræða einokun banka á framleiðslu peninga sem gerir fjármálamarkaðinn svo valdamikinn og skapar þann ótta sem margir finna fyrir þegar rætt er um að hafna Icesave.

Erum við sátt við að lítill hópur manna sem hafa einokun á framleiðslu peninga og magni peninga í umferð á hverjum tíma hafi örlög þjóða í hendir sér. Eigum við að óttast þá svo mikið að við samþykkjum hvað sem er. Þegar afrekaskrá þeirra er könnuð og afleiðingarnar af öllum kreppunum eru kannaðar er augljóst að um er að ræða ótamið villdýr mun frekar en alvitra, almáttuga góðhjartaða veru.

Áður fyrr var sagt að það væri refsing guðs þegar pestir gengu yfir heimsbyggðina. Jafnvel á okkar tímum er guði kennt um AIDS. Í því felst að eina vonin um bata er meinlæti og tilbeiðsla. Margir hafa lagt á sig mikla fyrirhöfn til að útskýra hið raunverulega eðli sjúkdóma og smitleiðir og oftar en ekki verið sakaðir um guðlast. Í dag er tilbeiðsla á markaðnum á svipuðu stigi og okkur sem segja eitthvað annað er hótað spænska rannsóknarréttinum.

Spænski rannsóknarrétturinn var verkfæri valdsjúkra manna en ekki guði neitt viðkomandi. Á sama hátt er refsings fjármálamarkaðarins ekkert mannlegum samskiptum viðkomandi heldur verkfæri valdsjúkra manna. Án einstaklinga sem segja nei við órétti hefði mannkynsagan orðið allt önnur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur