Fimmtudagur 05.05.2011 - 21:40 - FB ummæli ()

Hvers vegna þarf ríkið lán?

Það að sárara en tárum taki að hlusta á þá bakkabræður Gylfa og Vilhjálm ræða saman í Kastljósi kvöldsins. Samkvæmt grein Haraldar L. Haraldssonar í Morgunblaðinu s.l. laugardag þá eru vaxtagreiðslur Íslands um 200 milljarðar á ári. Afgangur Íslands í erlendum gjaldeyri er um 160 milljarðar. Dæmið gengur ekki upp. Ísland fær engin lán. Gjaldeyrisvaraforðinn sem við fáum frá AGS fer ekki í vegaframkvæmdir til að skapa Íslendingum atvinnu. Hann er ætlaður eigendum krónubréfanna þegar gjaldeyrishöftunum verður sleppt.

Það mun enginn lána okkur nema þá á okurvöxtum. Það verða engar atvinnuskapandi framkvæmdir nema þá að skorið verði niður annars staðar. Næsta flétta verður sennilega sú að við setjum auðlind upp í skuldir.

Hvers vegna þarf ríkið lán? Hvers vegna býr ríkið ekki til peninga og greiðir fyrir vegaframkvæmdir á Íslandi. Íslenskur verktaki býr til vegarspotta fyrir 100 milljónir og fær greitt frá ríkinu 100 milljónir með peningum sem ríkið býr til án þess að taka þá að láni. Ríkið býr til peningana úr engu. Verktakinn býr til verðmæti upp á 100 milljónir. Í dag þarf ríkið að taka peningana að láni hjá banka og greiða síðan verktakanum. Síðan þarf ríkið að borga bankanum 100 milljónirnar til baka með vöxtum. Þá kostar vegurinn a.m.k. 200 milljónir. Síðan þarf ríkið að skattleggja alla þegna ríkissins tvöfalt vegna þess að bankinn fékk að búa til peninga úr engu en ekki ríkið.

Common, er ekki hægt að breyta þessu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur