Föstudagur 06.05.2011 - 23:18 - FB ummæli ()

Eru fasistabeljur til?

Það eru nokkrir einstaklingar í þjóðfélaginu sem hafa verulegar áhyggjur af framtíð landsins. Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur ritar langa og ítarlega grein í Morgunblaðið um daginn sem má finna á heimasíðu Hagsmunasamtaka Heimilanna. Þar fer hann yfir skuldastöðu Íslands og möguleika landsins til að greiða niður skuldirnar. Í stuttu máli þá eigum við ekki fyrir skuldunum og því mun engin lána okkur frekari peninga, þ.e.a.s. erlend fjárfesting er draumsýn og áróður sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Andri Geir landsþekktur bloggari á Eyjunni kemst að svipaðri niðurstöðu og er hann vel menntaður í heimi fjármálanna. Hann telur að mikill skortur verði á gjaldeyri til framtíðar. Við Andri Geir erum reyndar ekki sammála um hvernig best er að slökkva bálið en það er nú önnur saga. Ólafur Arnarsson Pressupenni dregur einnig upp svipaða mynd í góðri færslu þar sem hann lýsir vel hversu ósjálfbært hagkerfið er í raun á Íslandi.

Nú mætti svo sem fullyrða að við séum bara þunglyndir miðaldra karlar sem kunnum ekki gotta að meta hjá ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. AGS hefur metið efnahagshorfur 183 ríkja í heiminum og erum við Íslendingar í einum af botnsætunum, þ.e.a.s. á dauðalistanum. Þess vegna má fullyrða að við miðaldra karlarnir séum sammála AGS í mati sjóðsins á horfum íslands til framtíðar.

Hvers vegna fjalla ekki allir fjölmiðlar og blaðamenn um þessa ógnvænlegu stöðu landsins? Hvers vegna sökkva menn sér ekki í mannkynssöguna, sögu ríkja sem hafa lent í kreppu, sögu AGS eða reyna að sjá hvaða möguleika við höfum sem fullvalda ríki til sjá meðborgrum okkar farborða með þeim auðlindum sem við höfum til ráðstöfunar. Auðlindir og ríkidæmi sem margir öfunda okkur af. Hvers vegna fjalla fjölmiðlar meira um beljutegund sem er ekki einu sinni til, þ.e. „fasistabeljur“?

Ég held að okkur sé ekki viðbjargandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur