Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 18.05 2011 - 22:37

Að þurrka rykið af peningunum

Í gegnum tíðina hafa margir aðilar tjáð sig um ábyrgð banka á tilverunni. Eftir bankahrunið haustið 2008 hefur sú umræða verið vaxandi. Nú er svo komið að mjög mikið af fréttum snúast um óeðlilegt hátterni þeirra. Skýrslur eru skrifaðar og margir tjá sig á netinu. Að auki hafa dómstólar dæmt þá seka fyrir lögbrot gegn […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 08:58

HITAMÆLIRINN hans Árna Páls

Árni Páll ráðherra líkti verðbólgunni við hitamæli. Hann sagði að það hjálpaði lítið að þrasa við hitamælinn. Þar sem verð á vörum hækkar þá sé verðbólga. Hann vill líta á verðbólguna sem náttúrufyrirbrigði sem á sinn tilverurétt. Hann er því samt sammála að reyna að minnka neikvæð áhrif verðbólgunnar á almenning. Kenningin er sú að […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 00:14

Drökmur, krónur og evrur

Undanfarið hafa menn velt því fyrir sér hvort betra sé fyrir Grikki að taka upp gömlu drökmuna sína og hætta þá við að nota evru. Svipuð umræða hefur verið um kosti og galla íslensku krónunnar gagnvart evrunni. Vandamálið við peninga er að þeir eru misskildir og misnotaðir. Í raun skiptir engu máli hvað peningurinn heitir […]

Föstudagur 13.05 2011 - 22:32

Erum við þorskhausar

Gagnsæi í íslenskri stjórnsýslu sogast óðum ofan í firrta stofnanahyggju valdstéttarinnar. Þegar nýtt kvótafrumvarp er kynnt til sögunnar er þjóðin lang aftast á listanum yfir þá sem fá að lesa frumvarpið. Í staðin erum við mötuð eins og óvitar af fyrirfram matreiddum fréttum af hvað stendur hugsanlega í frumvarpinu. Leikritið spilast fumlaust fyrir framan alþjóð, […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 21:32

Vextir hubris og liljur

Flókin stærðfræðimódel hagfræðinnar hafa þann eina tilgang að telja okkur trú um að hagkerfið ráði við óendalega miklar skuldir. Á þann hátt horfum við fram hjá grundvallaratriðum hagfræðinnar sem snýr að rekstri eininga eins og heimilis sem dæmi. Þar sem hagfræðikenningar nútímans ganga út á það að hægt sé að greiða allar skuldir er augljóst […]

Mánudagur 09.05 2011 - 22:51

Bankalandið

Það eru viss tímamót í uppsiglingu á Íslandi. Nýir kjarasamningar til þriggja ára voru samþykktir um daginn ásamt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana. Með þessum skjölum er kominn fram nálgun hvernig verður að búa á Íslandi á næstunni. Við skulum glugga aðeins í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Þau helstu eru að fjármálakerfið hefur verið endurreist, markmið […]

Föstudagur 06.05 2011 - 23:18

Eru fasistabeljur til?

Það eru nokkrir einstaklingar í þjóðfélaginu sem hafa verulegar áhyggjur af framtíð landsins. Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur ritar langa og ítarlega grein í Morgunblaðið um daginn sem má finna á heimasíðu Hagsmunasamtaka Heimilanna. Þar fer hann yfir skuldastöðu Íslands og möguleika landsins til að greiða niður skuldirnar. Í stuttu máli þá eigum við ekki fyrir […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 21:40

Hvers vegna þarf ríkið lán?

Það að sárara en tárum taki að hlusta á þá bakkabræður Gylfa og Vilhjálm ræða saman í Kastljósi kvöldsins. Samkvæmt grein Haraldar L. Haraldssonar í Morgunblaðinu s.l. laugardag þá eru vaxtagreiðslur Íslands um 200 milljarðar á ári. Afgangur Íslands í erlendum gjaldeyri er um 160 milljarðar. Dæmið gengur ekki upp. Ísland fær engin lán. Gjaldeyrisvaraforðinn […]

Sunnudagur 01.05 2011 - 00:30

Fyrsti maí

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. Fyrsti maí er dagur verkalýðsins og þá safnast launamenn saman úr mörgum stéttum og setja […]

Laugardagur 30.04 2011 - 01:05

Vinnuhjú

Það virðist sem ríkisstjórnin hafi komist að einhverri niðurstöðu í kvótamálinu. Hún vill ekki segja okkur eigendum kvótans hvað til stendur. Samtök atvinnulífsins vilja semja núna við launþega og er það sennilega vegna þess að kvótamálið er komið höfn að þeirra mati. ASÍ notar tækifærið og rífur kjaft vegna þess að þeir vita að LÍÚ […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur