Þriðjudagur 8.10.2013 - 23:01 - FB ummæli ()

Að deila og drottna

Þessa dagana er hið ”svokallaða” hrun fimm ára og þar með Búsáhaldabyltingin. Uppi varð fótur og fit, mikil umræða og stór hluti almennings virtist leita svara við stóru spurningunum. Meðan menn veltu fyrir sér grundvallaratriðum höfðu mismunandi pólitískar skoðanir ekki mikil áhrif. Hópurinn var reiðubúinn að vinna saman að því að leita svara og finna lausnir. Sú lausn gekk stundum undir nafninu nýtt Ísland. Síðan var boðað til kosninga og flokkarnir fengu framgang samtímis sem draumurinn um nýtt Ísland dó.

Það voru til margar raddir fyrir hrun sem bentu ítrekað á óréttlætið og hrunið hleypti auknu lífi í þá umræðu. Í kjölfar hrunsins vöknuðu vonir um að hægt yrði að ganga að óréttlætinu dauðu með sameiginlegu átaki fjöldans. Kosningar og orðræðan gerði það síðan mikilvægara að vera í rétta liðinu þannig að fjöldinn tvístraðist. Minniháttar mál skyggðu á mikilvægu málin. Byltingin drukknaði í smáatriðum og sérhagsmunum pólitískrar rétthugsunar með dyggri aðstoð tækifærissinna.

”Að deila og drottna (latína: divide et impera, „deildu og drottnaðu“) er stjórnunaraðferð og hernaðarlist sem byggir á því að sá sem henni beitir reynir að kljúfa andstæðinga sína í hópa og hindra það að hópar andstæðinga hans geti tengst saman og myndað eina heild. Hugtakið er upprunnið hjá Rómverjum sem gerðu það að hornsteini utanríkisstefnu sinnar.” Wikipedia.

Kannski er það eftir allt saman guðleg forsjón að við sitjum aftur uppi með Svarta Pétur í pólitíkinni. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að fjöldinn verði svikinn um kosningaloforðin og þá kannski mun hann fara aftur á Austurvöll og mótmæla. Kannski verður bylting af viti. Kannski þarf annað hrun svo að það gerist?

Ætlum við að láta sundra okkur eina ferðina enn? Ef kjörnir fulltrúar stjórna ekki hvar er þá valdið, hver eða hverjir stjórna í raun og veru? Að minnsta kosti er valdið ekki hjá sundruðum almenningi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 4.10.2013 - 23:14 - FB ummæli ()

Mótmælendur Íslands…

Okkar kæra land hefur upplifað bankakreppu frá 2008. Ísland hefur síðan brugðist við kreppunni á hefðbundinn hátt að mestu leyti. Stórar fjárhæðir skattgreiðenda hafa farið í að endurreisa fjármálakerfi sem bar höfuð ábyrgðina á hruninu. Til að standa straum að þessum kostnaði ríkisins hefur þurft að skera verulega niður í öðrum útgjaldaliðum ríkisins og þá fyrst og fremst í velferðarmálum. Þess vegna er meginástæða vandræða okkar að við ákváðum að dæla miklum fjármunum í þá sem settu okkur á hausinn.

Eins og flest okkar ættu að gera sér grein fyrir þá breyttist ekki magn fisks sem við veiddum fyrir eða eftir hrun og skapar sjávarútvegurinn um 40% tekna Íslands. Flæði hráefna til álframleiðslu minnkaði ekki heldur haustið 2008 og því gátum við framleitt jafn mikið ál fyrir og eftir kreppu og sá iðnaður skapar um 40% tekna Íslands. Þrátt fyrir að við framleiðum jafn mikið af seljanlegum verðmætum varð hér hrun vegna gjaldþrots einkabanka, sem í raun framleiddu minnst lítið. Kæmi mér ekki á óvart að verðmætasköpun heilbrigðiskerfisins væri meiri en bankanna.

Að sjálfsögðu á bankakerfið að skila tilbaka þeirri ríkisshjálp sem það hefur fengið  og með hæstu leyfilegum vöxtum. Aðrir í okkar þjóðfélagi sem hafa afgang eiga þar að auki að leggja meira af mörkum. Innistæðueigendur feitra bankabóka sem treystu einkabönkum fyrir sparnaði sínum en fengu síðan allt til baka á kostnað skattgreiðenda mættu finna fyrir samfélagslegri ábyrgð og skila eitthvað af milljónunum til baka þegar velferðakerfið okkar er að hruni komið. Heilbrigðisráðherra er þvi ekkert að vanbúnaði að hefja peningasöfnun fyrir heilbrigðiskerfið okkar.

Þar sem auðmenn Íslands keyptu núverandi Ríkisstjórn til valda mun ekki verða nein bylting hér til handa venjulegu fólki. Meðan íslenskur almenningur telur að byltingin komi frá strengjabrúðunum á Austurvelli mun fátt breytast. Meðan ekki eru minnst fimmtíuþúsund Íslendingar að mótmæla á Austurvelli skil ég lítið í þessu nöldri á netinu.

Alþingishúsið og eldur

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 7.9.2013 - 01:40 - FB ummæli ()

Landspítalinn, það sem er í askana látið

Landspítalinn okkar á við mikil vandamál að stríða. Birtingamynd vandans er atgerfisflótti lækna, bæði unglækna og sérfræðinga. Lyflækingasvið spítalans er núna í kreppu vegna undirmönnunar unglækna. Orsakir vandans eru margvíslegar. Aðalvandamálið eru launakjör lækna. Önnur svið Landsspítalans halda enn mönnun sinni vegna betri vinnuaðstöðu. Lyflæknasviðið er stór bolti og er kominn á fleygiferð og gæti tekið allt með sér ef ekki er brugðist við.

Það sem setur stjórnendur og ráðamenn í mestan vanda er sú staðreynd að læknar eiga þess kost að starfa erlendis á betri kjörum. Allir vilja skapa sér og sínum sem best lífsskilyrði, telja það jafnvel skyldu sína, og kjósa því að vinna ekki á Íslandi.

Betri laun, minni læknaskortur, minna vinnuálag, meiri tími fyrir kennslu unglækna og meiri gleði.

Þessi staða Landspítalans, að verða undir í samkeppnisumhverfi, er framandi fyrir stjórnendur og ráðamenn. Ef Landspítalinn á ekki að skaðast alvarlega til framtíðar verða þeir sem bera ábyrgð að vakna og grípa til aðgerða. Að ákveða að bæta ekki launakjör lækna með þeim rökum að ekki séu til fjármunir er um leið viðurkenning og ákvörðun að Íslendingar hafi ekki efni á sambærilegri þjónustu og þau lönd sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Kannski er það svo og þá skiptir það máli að sú afstaða komi skýrt fram sem fyrst. Margir aðrir en læknar munu þá íhuga hvar best er að búa m.t.t. gæða heilbrigðiskerfisins. Þá fyrst hafa menn fengið hlerann í hausinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 2.9.2013 - 21:39 - FB ummæli ()

Töfrasprotinn

Landspítalinn er í vandræðum. Hann skortir fjármagn. Mjög mikill og langvarandi niðurskurður á Landspítalanum, sem jókst gríðarlega í kjölfar bankahrunsins á Íslandi haustið 2008, er meginorsök fyrir slæmri stöðu Landspítalans. Svipað má segja um aðra hluta velferðakerfisins á Íslandi. Skuldir íslenska ríkisins voru ekki miklar fyrir hrun en margfölduðust samfara gjaldþroti einkarekins bankakerfis.  Mistök ”snillinganna” urðu að skuldum okkar en það  hefði ekki þurft að verða svo. Við hefðum getað hafnað ábyrgð á mistökum þeirra en þjóðin var hvorki upplýst né gefin kostur á því.

 

”Þrátt fyrir nokkurn afgang á undirliggjandi viðskiptajöfnuði, einkum framan af spátímanum, nægir hann ekki til að standa undir þekktum afborgunum af erlendum lánum. Endurfjármögnun hluta þeirra er því forsenda stöðugs gengis. Sérrit Seðlabanka Íslands Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. Nr. 9, 2013.”

 

Seðlabanki Íslands hefur í tvígang á þessu ári gefið það út skriflega að á árunum 2014-2017 muni Ísland ekki eiga fyrir afborgunum af erlendum lánum og því þurfum við að fá meira fé lánað. Þ.e.a.s. við erum ekki borgunarmenn fyrir skuldum okkar og munum þurfa að beygja okkur undir vald lánadrottna til framtíðar. Sjálfsagt var AGS ekki að pressa okkur í upphafi  því þeir vissu alltaf að þeir ættu innkomu síðar.

 

Þessi mál voru ekki rædd í aðdraganda kosninganna af fjórflokknum og ekki heldur núna. Það er í raun glæpur gagnvart þjóðinni.

 

Það sem er að gerast á Landsspítalanum er birtingarmynd kreppunnar og áminning um það sem er og verður hlutskipti okkar. Það dugar ekki að biðla um meira fé, það er ekki til. Ef almenningur vill annað verður hann að vera reiðubúinn að ræða þessi mál, krefjast upplýsinga fyrir hvað eða hverja við erum að borga þessar skuldir. Síðan neitum við að borga ef skuldin kemur okkur ekki við.

 

Það er eini töfrasprotinn í stöðunni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 27.6.2013 - 00:40 - FB ummæli ()

Fyrir hverja eru björgunarpakkarnir

Grikkir hafi þurft að þiggja stórar fjárhæðir frá þríeykinu(ESB,IMF og SBE). Attac samtökin í Austurríki hafa reynt eftir fremsta megni að átta sig á til hverra björgunarpakkinn sem Grikkir hafa fengið hefur farið. Því hefur verið haldið fram að eðliseiginleikar Grikkja s.s. leti og óráðssía hafi valdið hruninu þar og því hafi þeir þurft alla þessa aðstoð. Samkvæmt niðurstöðu Attac Austurríki þá er hægt að fullyrða að minnsta kosti 77% af björgunarpakkanum hafi farið til fjármálafyrirtækja. Vandamálið er að þríeykið hefur ekki hirt um að bókfæra nákvæmlega hverjir fá peningana og því síður að veita almenningi aðgang að slíkum upplýsingum.

Fjármálafyrirtækin sem voru stórir gerendur þurfa ekki að bera ábyrgð á hegðun sinni. Þess í stað krefjast þau þess að skattgreiðendur bjargi þeim því það eru skattgreiðendur sem verða að borga björgunarpakkana. Fjármálfyrirtækin blygðast sín ekki fyrir að orsaka atvinnuleysi, niðurskurð og fádæma fátækt með öllum þeim hörmungum sem hún hefur í för með sér.

Ég hvet alla til að lesa skýrsluna sem ég birti hér fyrir neðan. Að minnsta kosti eru björgunarpakkarnir frá ESB að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Það er RÖNG stefna, svona vægt sé til orða tekið.

 

Greek Bail-Out: 77% went into the Financial Sector

Attac investigation shows: EU crisis management policy saves banks, not the general population

Since March 2010, the European Union (EU) and the International Monetary Fund (IMF) have applied 23 tranches comprising €206,9 billion to the so-called „Greek bail-out“. They have however provided hardly any documentation on the exact usage of those huge amounts of public funds. ATTAC Austria has therefore put up an investigation on the issue: At least 77% of the bail-out money can directly or indirectly be attributed to the financial sector.

The results in detail:

  • €58,2 billion (28,13%) were used to recapitalise Greek banks – instead of restructuring the too big and moribund sector in a sustainable way and letting the banks’ owners pay for their losses.
  • €101,331 billion (48,98%) went to creditors of the Greek state. €55,44 billion of these were used to repay maturing government bonds – instead of letting the creditors bear the risk for which they had received interest payments before. Another €34,6 billion served as incentive to make creditors agree to the so-called „haircut“ in March 2012. €11,3 billion were used in a debt buyback in December 2012, when the Greek state bought back almost worthless bonds from its creditors.
  • €43,7 billion (22,46%) went into the national budget or couldn’t be definitively attributed.
  • €0,9 billion (0,43%) were used as Greek contribution to the new bail-out fund ESM.

„The goal of the political elites is not the rescue of the Greek population but the rescue of the financial sector“, Lisa Mittendrein of ATTAC concludes. „They used hundreds of billions of public money to save banks and other financial players – and especially their owners – from the financial crisis they caused.“

Political elites distort public view of „rescue packages“
These findings refute the position publicly taken by European politicians that it is the Greek population who benefit from the so-called „rescue packages“. They are rather the ones paying for the rescue of banks and creditors by suffering from a brutal course of austerity and its well-documented catastrophic social consequences.

Billionaires and hedge fund benefit
Among those actually rescued is the multi-billion Latsis clan, one of the richest families in Greece, owning large parts of the state-rescued „Eurobank Ergasias“. (1) Speculators benefited, too: During the debt buyback in December 2012, the hedge fund Third Point pocketed €500 million with the aid of European public funds. (2) „When Barroso, the President of the European Commission, labels the so-called Greek bail-out an act of solidarity, you have to ask: Solidarity with whom?“, Mittendrein comments. (3)

Another €34,6 billion in interest payments
A maximum of €43,6 billion (22,46%) of the so-called „rescue packages“ went into the Greek national budget. However, this amount has to be seen alongside other state expenses during the same period which didn’t benefit the general population. More than €34,6 billion were yet again paid to creditors as interest payments for outstanding government bonds (2nd quarter 2010 to 4th quarter 2012 (4)). Moreover, the Greek state put another €10,2 billion into military spending (2010 and 2011 (5)). According to insiders, the governments in Berlin and Paris pressure Greece not to cut military spending because that would affect German and French arms companies. (6)

Not the first bank bail-out
„The so-called Greek bail-out turns out to be another bail-out for banks and wealthy individuals“, Mittendrein says. European banks have already received €670 billion of direct state support (not including guarantees) since 2008. (7) Still, the financial sector in Greece and all over Europe remains unstable. This is once again proven by the recent disbursement of two more tranches dedicated to bank recapitalisations comprising €23,2 billion since December 2012.

Political elites fail to implement needed regulations…
The Greek state’s haircut hit local banks so hard that the state is forced to go into debt again to save them with a billion-euro bail-out. „In the five years that passed since the financial crash, Europe’s politicians have failed to regulate the financial markets and adopt a bankruptcy regime for banks. So taxpayers are still forced to help out in case of losses, while the banks’ owners are getting away scot free. The governments have to stop giving this kind of blackmailing opportunity to the financial sector“, Mittendrein criticises.

…and rescue corrupt Greek banking sector
What’s even worse is that billions of bail-out money go to Greek banks even though some of them only meet the official conditions by resorting to dubious methods. In 2012, a Reuters report exposed the banks’ scandalous practices of using a Ponzi scheme of offshore companies to shove unsecured loans on to each other. They did this to appear to still be able to attract private capital and thus meet the conditions for state recapitalisation. (8) „While the European and the Greek political elites demand blood and tears from the ordinary Greek people, they turn a blind eye to the secret deals amongst financial oligarchs, who are in fact the main beneficiaries of the bail out money given to Greece”, confirms economist Marica Frangakis, a member of the Athens-based Nicos Poulantzas Institute, and a founding member of ATTAC Hellas.

Intransparent handling of public funds
„Our results reveal that the main goal of our governments’ crisis management policy since 2008 has been to save the fortunes of the wealthiest. The political elites accept tremendous unemployment, poverty and misery – to save a financial sector beyond remedy. The Austrian government has taken part in this inhuman course of action for years, too“, Mittendrein adds. It is furthermore alarming that those in charge at the Troika and the EFSF are barely documenting their handling of public funds. „It is a scandal that the European Commission publishes hundreds of pages of reports but fails to specify where the money went to exactly“, Mittendrein explains. „We call upon those responsible to impose real transparency and prove who is actually benefiting from the payments.“

Radical change of policy is overdue
A radical change of course is overdue in European crisis management policy. „Our governments save European banks and the wealthy with billions and billions of public funds while pretending to their voters that the money is transferred to the Greek population. This has to stop“, Mittendrein and Frangakis demand. Banks „too-big-to-fail“ have to be split and return to serving public welfare instead of private profits. Creditors and the rich have to pay their share of the crisis’ costs while the financial sector must be severely regulated. „After three years of devastation caused by imposed austerity, Greece is in need of real rescue packages that actually reach the general population“, Lisa Mittendrein concludes.

More bizarre details
Moreover, the investigation conducted by ATTAC brought to light several bizarre details of the so-called „Greek bail-out“:

  • Several times, EU and IMF reneged on their announcements and withheld promised disbursements by weeks or even months to put pressure on Greek democracy: in autumn 2011 to prevent a referendum on austerity policy; in May/June 2012 to raise the chances of Troika-friendly parties in the national elections. By withholding promised funds, the Troika forces the Greek government to issue short-term bonds to avoid imminent bankruptcy. Since those „treasury bills“, maturing within a few weeks or months, carry a higher interest rate, this actually increases Greek government debt. This serves as further evidence that debt reduction is not the Troika’s main interest, but rather a pretext to push forward the destruction of the welfare state and workers’ rights.
  • A tranche of €1 billion disbursed in June 2012 was primarily used to finance Greece’s compulsory contribution to the EFSF-replacement ESM. Thus, the EFSF financed its own successor – yet not directly but by raising Greek government debt.
  • Klaus Regling, managing director of EFSF and ESM, has switched between politics and the financial sector numerous times during his career. Before joining the EFSF, he worked in turn for the German government, the hedge fund Moore Capital Strategy Group, the European Commission’s Directorate-General for Economic and Financial Affairs and the hedge fund Winton Futures Fund Ltd. Regling thus stands as a symbolic example of the intertwining between financial markets and politics which partly explains why the EU’s crisis management policy is primarily aimed at saving the financial sector.
  • According to its Annual Accounts, the EFSF’s personnel costs amounted to €3,1 million in 2011. (9) According to media reports, 12 people worked for the EFSF in this year, (10) so an average €258.000 was spent per person. Managing director Klaus Regling allegedly earns €324.000 plus extra pay per year (11). People making these amounts of money supervise the reduction of the Greek gross minimum wage to €580 per month (€510 for youths) (12).

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 22.6.2013 - 22:55 - FB ummæli ()

Óvinir ríkisins

Tengdapabbi var sósíalisti og mætti í Keflavíkugöngurnar til að mótmæla vist bandaríska hersins á Suðurnesjum.

Þegar ég og konan mín vorum að undirbúa brúðkaupsferð okkar til Bandaríkjanna 1980 þá þurftum við að fá vegabréfsáritun eða visa til að geta ferðast þangað. Í mínu tilfelli gekk það áfallalaust því ég hafði erft blátt blóð en eiginkonan var ”kölluð á teppið” í bandaríska sendiráðið. Þar fékk hún þá spurningu hvort hún hefði tekið þátt í mótmælum gegn veru hersins. Tilgreindi þessi bandaríkjamaður stað og stund. Konan mín svaraði að það væri sennilegt en þar sem hún hefði bara verið fjögurra ára á tilteknu ári hefði hún sennilega setið á öxlunum hans pabba síns. Þegar kaninn áttaði sig á mistökunum varð snöggur endir á yfirheyrslunum og stimpillinn skall á passann. Síðan áttum við yndislega ferð um Bandaríkin.

Fyrir nokkrum dögum vorum við rækilega minnt á að stóri bróðir fylgist með okkur. Bandaríkjamaðurinn Edward Snowden kom fram og sagði frá njósnastarfsemi í heimalandi sínu gagnvart almennum borgurum. Tengdapabbi þurfti að gera eitthvað til að komast á skrá. Samkvæmt Edwards þá fylgjast þeir í dag með fólki sem hefur jafnvel ekki gert neitt, en upplýsingum er safnað til vonar og vara. Síðan er hægt að nota upplýsingarnar ef viðkomandi bærir á sér á óæskilegan hátt.

Persónunjósnir yfirvalda hafa verið stundaðar oft áður og þá með þeirri tækni sem hefur verið tiltæk hverju sinni. Þegar njósnirnar verða almennar og án tilefnis er tilgangurinn er að efla vald stjórnvalda yfir almennum borgurum. Þetta þekkjum við allt vel úr mannkynssögunni. Það sem er áhyggjuefni er að almenningur í dag virðist næstum kæra sig kollóttann og áttar sig alls ekki á alvöru málsins. Á því þarf að verða róttæk breyting. Að öðrum kosti er 1984 skammt undan.

Flokkar: Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 19.6.2013 - 22:19 - FB ummæli ()

Að vera í sitthvoru liðinu

Pólitísk umræða á Íslandi snýst mikið um það að skjóta á andstæðinginn ef hann sýnir hið minnsta veikleikamerki. Allt er notað því tilgangurinn er að reyna að koma höggi á mótherjann frekar en að rökræða. Einnig kappkosta flestir að vera í sínu liði. Þetta er ekkert nýtt en er skaðlegt öllum til lengdar, nema þá þeim sem hugsanlega komast til valda..næst.

Vinstri menn rífast við hægri menn og öfugt, ESB sinnar við ESB andstæðinga , ríkir við fátæka, landsbyggð við borgarbúa, stjórn við stjórnarandstöðu og svo framvegis. Enginn virðist rífast við þá sem valdið hafa. Almenningur afhendir valdið til kjörinna fulltrúa með kosningum og þar ætti valdið því að vera. Er það svo?

Fyrir nokkra silfurpeninga dansa þingmenn fyrir LÍÚ og því má segja að LÍÚ hafi völd án þess að hafa hlotið kosningu almennings. Skuldir sjávarútvegsins eða kvótakaupenda eru miklar og dansa þeir því fyrir lánadrottna sína sem eru bankarnir. Fyrir hrun lánuðu bankarnir eins og það væri enginn morgundagurinn og þegar þeir gátu ekki endurfjármagnað sig fóru þeir á hausinn. Hvernig gátu mistök einkafyrirtækja orðið að skuld skattgreiðenda á; Íslandi, Lettlandi, Írlandi, Grikklandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu og svo framvegis. Bankar hafa mjög mikil völd þrátt fyrir að kjósendur hafi ekki kosið að hafa það þannig. Það er ekki bara að þeir geti liðkað fyrir sér með silfurpeningum heldur hafa þeir valdið.

Vald þeirra er að búa til peningana okkar. Þeir hafa meira að segja einkaleyfi á því. Það er sterkarsta valdið innan lýðræðisskipulags okkar eins og augljóst er þar sem þeir hafa þá í vasanum sem við kjósum til að stjórna fyrir okkur. Þess vegna stjórna kjörnir fulltrúar okkar fyrir bankana en ekki okkur. Þess vegna eru skuldir einkabanka gerðar að  skuldum almennings. Á meðan svo er í pottinn búið er tilgangslaust að rífast um eitthvað annað. Í raun eru þau deilumál sem ég nefndi áðan í raun bara fundin upp til þess að við séum ekki að standa saman gegn fjármálavaldinu. Meðan við rífumst um hvaða lið fær að þjóna bankavaldinu breytist ekki neitt. Ef vald bankanna verður afnumið og flutt til almennings þar sem það á heima getum við farið að rífast um pólitík, fyrr þjónar það bara hagsmunum bankanna að við séum öll í sitthvoru liðinu.

Flokkar: Peningar · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 15.5.2013 - 23:40 - FB ummæli ()

Hver stjórnar

Það að íslensk vinstri stjórn með stórhuga áætlanir varð að smjöri í höndum fjármálavaldsins er ekki einstakur atburður, mun frekar endurtekin saga. Slíkt hefur gerst í öðrum löndum margsinnis.

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar gefur góða lýsingu á þessum raunveruleika í viðtali sem er sagt frá í Speglinum. Þar segir hann að hópur valdamestu manna innan Evrópusambandsins hafi verið nær valdalausir gagnvart bönkunum, þ.e. þeir urðu að sméri.

Ef ESB situr og stendur eins og bankarnir segja þá er ekki skrítið að Jóhanna geri það líka.

Við erum ekki lengur að tala um  óeðlilega samvinnu milli fjármagns og stjórnmála heldur að stjórnmálamenn taki við fyrirmælum frá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Í raun er lýðræðið liðið umdir lok.

Ef almenningur vill breytingar verður hann fyrst að skilgreina vald bankanna og svifta þá síðan því valdi og flytja það til almennings. Þangað til verður engin breyting á valdaleysi kjörinna fulltrúa okkar og ekkert raunverulegt lýðræði í boði. Í raun nánast tómt mál að ræða pólitík þangað til því er lokið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 3.5.2013 - 22:03 - FB ummæli ()

Fyrsta maí gangan

Er að hlusta á útvarpsþátt frá 1958 þar sem Sigurður Magnússon rifjar upp fyrstu fyrsta Maí gönguna 35 árum áður. Í raun hefur ekki svo mikið breyst, sömu kröfur og sama umtal. Mogginn taldi 40 kröfumenn en Alþýðublaðið 5000, aðallega vegna þess að þeir töldu konur og börn með en Mogginn ekki.  Konur vildu sömu laun og karlar og sv fr.. Það kom einnig fram að almenningur var feiminn við að taka þátt í göngunni en margir horfðu á gönguna. Almenningur er enn hræddur við að taka þátt í mótmælum nema þau séu orðin almennt viðurkennd.

Þrátt fyrir það eru lífskjör og samtrygging allt önnur í dag en þá, þannig að mikið hefur nú áunnist. Þrátt fyrir það er hægt að endurflytja ræðuna frá 1923 með minniháttar breytingum í dag. Alltaf er nú baráttan eins og um sömu grundvallarmál. Framganga sögunnar er ekki jafnt og þétt uppá við heldur upp og niður. Í dag erum við að missa ýmis réttindi sem hafa áunnist. Sést það best í löndum suður-Evrópu þar sem er verið að gera þau meira ”samkeppnishæf” við önnur lönd, þ.e. láglaunalönd þar sem saumastofur hrynja eða brenna.

Í fyrstu ræðunni kemur fram gagnrýni á ”heimska borgara” en þeir eru þeir sem telja sig örlítið fínni en verkamennirnir og kynna sér ekki málin nægjanlega vel. Ef allir skynjuðu stöðu sína rétt þá væri mun meiri samstaða en ekki sundrung. Draumurinn um einn jafnaðarmannaflokk kemur glöggt fram eins og er enn þann dag í dag. Í dag segjum við að 99% eigi að sameinast gegn eina prósentinu sem á allt og ræður öllu, m.a. örlögum okkar.

Í ljósi þess að valdið er enn á sama stað og 1923, vegna þess að enn er barist um sömu grundvallarmálin og flest allt er sér líkt. Þá vaknar sú spurning hvort baráttan sé á röngu spori. Þegar auk þess er haft í huga að þegar Íslendingar fengu sterka vinstri sjórn með góðan meirihluta þá skalf hún og nötraði af ótta við valdið. Erum við að berjast mest hvert við annað og hið raunverulega vald er stikkfrí?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 29.4.2013 - 21:55 - FB ummæli ()

Bakþankar

Var að hugsa um að blogga eina sjálfhverfa besservissera bloggfærslu, svona eina óþolandi.

Þegar ég segi fjórflokkinn þá er Björt Framtíð inní því mengi því ég tel hana bara vera skúffu fyrir óánægða Samfylkingarmenn.

Kosningaúrslitin núna eru sigur fortíðarinnar og ósigur nýju smáflokkanna. Reyndar sluppu Píratar inn fyrir girðingu og var það vel. Píratar nutu þess að komast snemma yfir 5% þröskuldinn í skoðanakönnunum og fengu þess vegna meiri umfjöllun en aðrir nýir flokkar. Að sama skapi hurfu önnur ný framboð í flokkinn ”aðrir” og urðu því lítt áberandi. Skoðanakannanir eru mjög skoðanamyndandi og ætti að banna þær nokkrum vikum fyrir kjördag. Annað sem gerir skoðanakannanir ákaflega leiðinlegar er að blaðamenn ræða þær út í það óendanlega í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og öll viti borin stjórnmálaumræða hverfur.

Sú hugmynd fæddist snemma í Búsáhaldarbyltingunni að stemma þyrfti stigu við valdi spillts fjórflokks. Til að framkvæma það án blóðsúthellinga og með lýðræðislegum aðferðum yrðu menn að komast til valda eftir núverandi kosningakerfi. Þar sem 5% þröskuldurinn hefur mikil áhrif í bland með skoðanamyndandi skoðanakönnunum þá væri best að allir sameinuðust, amk væri best að hafa bara eitt slíkt framboð til að safna atkvæðunum í einn pott. Síðan næði slíkt framboð völdum og afnæmi 5% regluna og þá gætu allir boðið fram í litlum framboðum næst. Borgarahreyfingin var m.a. stofnuð í þessum tilgangi á sínum tíma.

Viss biðstaða varð síðan í kjölfarið eftir myndun fyrstu hreinu vinstri stjórnar Íslands með góðan meirihluta á Alþingi auk búnka af kosningaloforðum. Liðlega ári eftir þá valdatöku varð það ljóst að vinstri stjórnin var akkúrat engin ógn við auðvaldið í landinu og henti borgurum landsins fyrir ljónin eins og ekkert væri. Þar með hófust á ný umræður um nýtt sameiginlegt framboð til höfuðs fjórflokknum.

Stofnaður var samráðshópur sem gekk undir vinnuheitinu Breiðfylkingin. Reynt var að bjóða öllum sem unnið höfðu í grasrótinni. Eftir nokkra mánaða vinnu fæddist Dögun í mars 2012. Því miður vildi Lilja Mósesdóttir ekki vera með og stofnaði Samstöðu. Sá flokkur bauð síðan aldrei til þings. Birgitta hætti með okkur í Dögun og tók þátt í stofnun á flokki Pírata. Lýður Árnason var lengi með okkur í Dögun en þegar einsýnt var að Þorvaldur Gylfason ætti ekki samleið með okkur  þá hætti Lýður og stofnaði Lýðræðisvaktina fyrir Þorvald. Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá vildi  Þorvaldur ekki afnema verðtrygginguna en það var hluti af kjarnastefnu Dögunar og því ekki nein verslunarvara af okkar hálfu.

Síðan kom Presturinn úr Holti sem vildi bjarga heimilunum. Þrátt fyrir að Dögun hafði það sem meginþema og þrír af oddvitum Dögunar hafa verið fyrrverandi stjórnarmeðlimir í Hagsmunasamtökum heimilanna þá sá hann ekki ástæðu til að vinna með okkur. Sturla Jónasson vildi einnig dreifa atkvæðunum með sínu framboði þrátt fyrir að vera ötull baráttumaður skuldugra heimila. Húmanistar og Regnboginn vildu líka vera sér.

Albaníu Valdi stofnaði síðan Alþýðufylkinguna. Þar sem hann rak hreinustu vinstri stefnuna í þessum kosningum hefði ég talið hann góðan kost fyrir sanntrúaða vinstri menn. Sérstaklega eftir að Samfylkingin og Vinstri grænir eru búnir að sanna það í eitt skipti fyrir öll að þeir eru vinir auðvaldsins.

Alveg fram í rauðan dauðann reyndi Dögun að sameina öll þessi atkvæði en allt kom fyrir ekki, menn vildu endilega bjóða fram klofið.

Hvað um það svona er þetta og svona fór þetta. Eftir stendur fjórflokkurinn óhaggaður og þessi atlaga mistókst. Það sem er mikilvægast er að gera sér grein fyrir að svona vildu kjósendur hafa þetta. Ef mikill vilji hefði verið meðal kjósenda að breyta þá hefðu þeir kosið á annan hátt. Ef eingöngu hefði verið einn flokkur í framboði gegn fjórflokknum og allir fyrrnefndir aðilar unnið saman er aldrei að vita hvað hefði getað gerst, kannski 10-20% flokkur, hver veit.

Það sem er aftur á móti ljóst er að kosningarnar núna eru enn ein staðfestingin á því sem gerst hefur margsinnis áður. Það verður ekki bylting meðan kjósendur eru saddir.

Eftir sem áður ber ég enga ábyrgð, því ég hef aldrei kosið ríkisstjórn á Íslandi og er þess vegna hér eftir sem áður stikkfrí, ykkar er völlurinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur